Búin að bíða í ofvæni eftir þriðju sprautunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 20:01 Björn Ófeigsson, Margrét Pála Ólafsdóttir og Jóna Ósk Guðjónsdóttir mættu öll í örvunarsprautu í Laugardalshöll í morgun. Samsett/Stöð 2 Vonast er til að 120 þúsund manns fái örvunarbólusetningu í Laugardalshöll á næstu fjórum vikum en sóttvarnalæknir bindur miklar vonir við bólusetningarátakið. Engan bilbug var að finna á þeim sem fengu þriðja skammtinn í Höllinni í dag. 152 greindust með kórónuveiruna í gær, rétt tæpur helmingur í sóttkví. 22 eru nú á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Sextíu ára og eldri, auk fólks með undirliggjandi sjúkdóma, mættu í fjöldabólusetningu með bóluefni Pfizer í morgun. Áður höfðu elstu aldurshópar og framlínufólk þegar fengið örvunarskammt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gögn benda til þess að þessi þriðja sprauta veiti mjög góða vörn. „Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í fsamfélginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Beið spenntur á hliðarhlínunni Fólk sem fréttastofa ræddi við í Laugardalshöll í dag var upplitsdjarft eftir þriðju sprautu. Björn Ófeigsson kvaðst aldrei hafa efast um að mæta í örvunarskammtinn. „Bara beið spenntur á hliðarlínunni. Þetta er bara „business as usual“, eftir þrjú skipti er þetta orðið svolítið sjálfvirkt,“ sagði Björn, nýsprautaður. Þriðji skammturinn lagðist ágætlega í Jónu Ósk Guðjónsdóttur ellilífeyrisþega. „Aldrei efi í mínum huga,“ sagði Jóna þar sem hún beið í hinar hefðbundnu fimmtán mínútur að lokinni sprautunni í Laugardalshöll. Bólusetningarátakið hófst í Laugardalshöll í morgun.Vísir/vilhelm Mætir jafnkát í meira Margrét Pála Ólafsdóttir, kennari og rithöfundur, var sátt með örvunarskammtinn. „Ég er búin að bíða í ofvæni og mér finnst það stórkostlegt hversu hratt og vel er að ganga að bólusetja, ekki spurning.“ Öll sögðust þau finna fyrir miklum meðbyr með þriðja skammtinum í samfélaginu. „Og ef það verður meira sem verður niðurstaðan að við þurfum að gera þá mæti ég jafnkát,“ sagði Margrét Pála. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05 Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06 Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
152 greindust með kórónuveiruna í gær, rétt tæpur helmingur í sóttkví. 22 eru nú á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Sextíu ára og eldri, auk fólks með undirliggjandi sjúkdóma, mættu í fjöldabólusetningu með bóluefni Pfizer í morgun. Áður höfðu elstu aldurshópar og framlínufólk þegar fengið örvunarskammt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gögn benda til þess að þessi þriðja sprauta veiti mjög góða vörn. „Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í fsamfélginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Beið spenntur á hliðarhlínunni Fólk sem fréttastofa ræddi við í Laugardalshöll í dag var upplitsdjarft eftir þriðju sprautu. Björn Ófeigsson kvaðst aldrei hafa efast um að mæta í örvunarskammtinn. „Bara beið spenntur á hliðarlínunni. Þetta er bara „business as usual“, eftir þrjú skipti er þetta orðið svolítið sjálfvirkt,“ sagði Björn, nýsprautaður. Þriðji skammturinn lagðist ágætlega í Jónu Ósk Guðjónsdóttur ellilífeyrisþega. „Aldrei efi í mínum huga,“ sagði Jóna þar sem hún beið í hinar hefðbundnu fimmtán mínútur að lokinni sprautunni í Laugardalshöll. Bólusetningarátakið hófst í Laugardalshöll í morgun.Vísir/vilhelm Mætir jafnkát í meira Margrét Pála Ólafsdóttir, kennari og rithöfundur, var sátt með örvunarskammtinn. „Ég er búin að bíða í ofvæni og mér finnst það stórkostlegt hversu hratt og vel er að ganga að bólusetja, ekki spurning.“ Öll sögðust þau finna fyrir miklum meðbyr með þriðja skammtinum í samfélaginu. „Og ef það verður meira sem verður niðurstaðan að við þurfum að gera þá mæti ég jafnkát,“ sagði Margrét Pála.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05 Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06 Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05
Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06
Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20