„Mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2021 23:00 Kristrún Helga Jóhannsdóttir og Una María Magnúsdóttir. Samsett Óbólusettir sæta útgöngubanni í Austurríki vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Á sama tíma eru litlar sem engar samkomutakmarkanir í Danmörku. Íslendingur sem búsettur er í Kaupmannahöfn segir Dani svifaseina í viðbrögðum og óttast harðar aðgerðir á næstunni. Faraldur kórónuveirunnar er ekki bara þreytandi fyrir okkur Íslendinga þar sem faraldurinn er í vexti víða í Evrópu og því fylgja takmarkanir, en mis miklar eftir löndum. Óbólusettir lifa við litlar takmarkanir Bólusettir Danir finna lítið fyrir veirunni þar sem einu takmarkanirnar eru þær að sýna þarf fram á bólusetningarvottorð áður en farið er á veitingastaði, söfn og aðra staði þar sem fólk kemur saman. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf í stað vottorðs. „Þannig í raun hefur þetta engin áhrif á þá sem eru bólusettir, bara á þá sem eru óbólusettir,“ sagði Kristrún Helga Jóhannsdóttir, búsett í Kaupmannahöfn. Kristrún segir að þrátt fyrir litlar sem engar takmarkanir sé mikill uppgangur í smitum en um þrjú þúsund smitast á degi hverjum þar í landi. Útgöngubann fyrir óbólusetta Aðra sögu er að segja af aðgerðum í Hollandi þar sem um 13 þúsund smituðust í gær. Þar taka hertar aðgerðir gildi í kvöld. Veitingastöðum og matvöruverslunum er gert að loka klukkan átta og grímuskylda er nær alls staðar, þar á meðal í skólum. „Þeir eru rosa mikið í reglum um það hversu marga þú mátt fá heim til þín og reglurnar eru þannig núna að þeir mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn,“ sagði Una María Magnúsdóttir, búsett í Amsterdam. Þá þarf að sýna fram á bólusetningarvottorð þegar farið er á fjölmenna staði líkt og í Danmörku. Hér á landi þekkist það þó ekki með beinum hætti. Það þekkist þó að viðburðarhaldarar krefji fólk um neikvætt hraðpróf. Og svo geta vinnustaðir í einhverjum tilvikum gert kröfu um bólusetningu starfsmanna. Kristrúnu þykir Danir grípa heldur seint í rassinn og óttast að það komi til öfgafullra aðgerða fari smittölur úr böndunum. „Það sem við erum smeyk við hérna er að þeir [Danir] eru svo lengi að grípa í að svo þegar þeir gera það loksins þá dugar ekki það litla sem maður er að sjá á Íslandi heldur fer þetta í þetta harða útgöngubann sem maður hefur ekki upplifað á Íslandi. Grunnskólum hefur ekki verið lokað á Íslandi en það hefur gerst tvisvar hér og í marga mánuði í senn,“ sagði Kristrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar er ekki bara þreytandi fyrir okkur Íslendinga þar sem faraldurinn er í vexti víða í Evrópu og því fylgja takmarkanir, en mis miklar eftir löndum. Óbólusettir lifa við litlar takmarkanir Bólusettir Danir finna lítið fyrir veirunni þar sem einu takmarkanirnar eru þær að sýna þarf fram á bólusetningarvottorð áður en farið er á veitingastaði, söfn og aðra staði þar sem fólk kemur saman. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf í stað vottorðs. „Þannig í raun hefur þetta engin áhrif á þá sem eru bólusettir, bara á þá sem eru óbólusettir,“ sagði Kristrún Helga Jóhannsdóttir, búsett í Kaupmannahöfn. Kristrún segir að þrátt fyrir litlar sem engar takmarkanir sé mikill uppgangur í smitum en um þrjú þúsund smitast á degi hverjum þar í landi. Útgöngubann fyrir óbólusetta Aðra sögu er að segja af aðgerðum í Hollandi þar sem um 13 þúsund smituðust í gær. Þar taka hertar aðgerðir gildi í kvöld. Veitingastöðum og matvöruverslunum er gert að loka klukkan átta og grímuskylda er nær alls staðar, þar á meðal í skólum. „Þeir eru rosa mikið í reglum um það hversu marga þú mátt fá heim til þín og reglurnar eru þannig núna að þeir mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn,“ sagði Una María Magnúsdóttir, búsett í Amsterdam. Þá þarf að sýna fram á bólusetningarvottorð þegar farið er á fjölmenna staði líkt og í Danmörku. Hér á landi þekkist það þó ekki með beinum hætti. Það þekkist þó að viðburðarhaldarar krefji fólk um neikvætt hraðpróf. Og svo geta vinnustaðir í einhverjum tilvikum gert kröfu um bólusetningu starfsmanna. Kristrúnu þykir Danir grípa heldur seint í rassinn og óttast að það komi til öfgafullra aðgerða fari smittölur úr böndunum. „Það sem við erum smeyk við hérna er að þeir [Danir] eru svo lengi að grípa í að svo þegar þeir gera það loksins þá dugar ekki það litla sem maður er að sjá á Íslandi heldur fer þetta í þetta harða útgöngubann sem maður hefur ekki upplifað á Íslandi. Grunnskólum hefur ekki verið lokað á Íslandi en það hefur gerst tvisvar hér og í marga mánuði í senn,“ sagði Kristrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira