Sprenging í sölu á vínylplötum Plötubúðin.is 15. nóvember 2021 08:58 Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Plötubúðarinnar segir langt frá því að einungis sérvitringar hlusti á tónlist af vínylplötum. Plötubúðin.is er vefverslun vikunnar á Vísi. Vínylplötur, geisladiskar og kasettur hafa síður en svo sungið sitt síðasta. Plötubúðin.is var opnuð fyrir rétt rúmu ári og stækkaði svo hratt að búið er að opna verslun í Trönuhrauni 6 í Hafnarfirði þar sem hægt er að fletta gegnum allt það nýjasta og eldra í tónlist og kaupa vandaða plötuspilara til að hlusta. Eitt mesta úrval landsins af vínyl „Við erum með fleiri þúsund titla í boði og eitt mesta úrval landsins af nýjum vínyl. Við erum einnig með sérvalinn notaðan vínyl og sérpöntum einnig fyrir viðskiptavini. Vínylplatan hefur verið í vexti í þónokkur ár og síðustu tvö ár hefur orðið algjör sprenging,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Plötubúðarinnar. Hann segir langt því frá að einungis sérvitringar hlusti á tónlist af vínylplötum, viðskiptahópurinn sé mjög breiður og ný tónlist komi sannarlega út á vínyl og geisladiskum. Það jafnast ekkert á við athöfnina að setja plötu á fóninn eða disk í spilarann að sögn Haraldar. Algóritminn ekki eina svarið „Nánast allir tónlistarmenn gefa út á vínyl í dag, einstaka titlar koma ekki út á vínyl eða koma nokkrum mánuðum eftir útgáfu. Mest selda platan á Íslandi um þessar mundir er nýja platan emð ABBA, Voyage. Viðskiptavinahópurinn er á öllum aldri og krakkar í dag fá mörg hver plötuspilara í fermingargjöf. Það er mjög gaman að sjá þann hóp kaupa tónlist á vínyl enda er þetta ekki það sama og að láta algóritma mata sig. Það eru alltaf fleiri og fleiri að átta sig á því að það er ekkert endilega næs. Auðvitað er það snilldartækni en það jafnast ekkert á við athöfnina að setja plötu á fóninn eða disk í spilarann, hljóðgæðin eru miklu betri og upplifunin allt önnur,“ segir Haraldur. Mest selda platan á Íslandi um þessar mundir er nýja platan með ABBA. Hundruðir titla á viku Vikulega bætast hundruðir nýrra titla við úrval Plötubúðarinnar. Haraldur leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og sendir pantanir til að mynda í sérhönnuðum umbúðum svo varan skili sér heil á áfangastað. Sent er um allt land og hægt að fá afhent samdægurs á höfuðborgarsvæðinu með Dropp. „Við erum með yfir hundrað afhendingarstaði ef við teljum með alla afhendingarstaði og póstbox um allt land. Margir kjósa líka að koma við hjá okkur og sækja pantanir til okkar í búðina.“ Nánar má kynna sér úrvalið á Plötubúðin.is Tónlist Verslun Jól Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Vínylplötur, geisladiskar og kasettur hafa síður en svo sungið sitt síðasta. Plötubúðin.is var opnuð fyrir rétt rúmu ári og stækkaði svo hratt að búið er að opna verslun í Trönuhrauni 6 í Hafnarfirði þar sem hægt er að fletta gegnum allt það nýjasta og eldra í tónlist og kaupa vandaða plötuspilara til að hlusta. Eitt mesta úrval landsins af vínyl „Við erum með fleiri þúsund titla í boði og eitt mesta úrval landsins af nýjum vínyl. Við erum einnig með sérvalinn notaðan vínyl og sérpöntum einnig fyrir viðskiptavini. Vínylplatan hefur verið í vexti í þónokkur ár og síðustu tvö ár hefur orðið algjör sprenging,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Plötubúðarinnar. Hann segir langt því frá að einungis sérvitringar hlusti á tónlist af vínylplötum, viðskiptahópurinn sé mjög breiður og ný tónlist komi sannarlega út á vínyl og geisladiskum. Það jafnast ekkert á við athöfnina að setja plötu á fóninn eða disk í spilarann að sögn Haraldar. Algóritminn ekki eina svarið „Nánast allir tónlistarmenn gefa út á vínyl í dag, einstaka titlar koma ekki út á vínyl eða koma nokkrum mánuðum eftir útgáfu. Mest selda platan á Íslandi um þessar mundir er nýja platan emð ABBA, Voyage. Viðskiptavinahópurinn er á öllum aldri og krakkar í dag fá mörg hver plötuspilara í fermingargjöf. Það er mjög gaman að sjá þann hóp kaupa tónlist á vínyl enda er þetta ekki það sama og að láta algóritma mata sig. Það eru alltaf fleiri og fleiri að átta sig á því að það er ekkert endilega næs. Auðvitað er það snilldartækni en það jafnast ekkert á við athöfnina að setja plötu á fóninn eða disk í spilarann, hljóðgæðin eru miklu betri og upplifunin allt önnur,“ segir Haraldur. Mest selda platan á Íslandi um þessar mundir er nýja platan með ABBA. Hundruðir titla á viku Vikulega bætast hundruðir nýrra titla við úrval Plötubúðarinnar. Haraldur leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og sendir pantanir til að mynda í sérhönnuðum umbúðum svo varan skili sér heil á áfangastað. Sent er um allt land og hægt að fá afhent samdægurs á höfuðborgarsvæðinu með Dropp. „Við erum með yfir hundrað afhendingarstaði ef við teljum með alla afhendingarstaði og póstbox um allt land. Margir kjósa líka að koma við hjá okkur og sækja pantanir til okkar í búðina.“ Nánar má kynna sér úrvalið á Plötubúðin.is
Tónlist Verslun Jól Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira