Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 11:54 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna mjög alvarlega, en metfjöldi smitaðra greindist í dag, þriðja daginn í röð. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og þetta lítur út og því miður virðist faraldurinn vera á miklu flugi og ég held að þetta sé alveg skýrt fyrir okkur sem þetta þekkjum að þetta kallar á hertar aðgerðir. Um leið má segja að það sé ljós við endann á göngunum þegar við getum farið í mjög bratta aðgerð, sem er þessi þriðja bólusetning,“ segir Svandís. Hún segist búast við því að fá tillögur að hertum aðgerðum sendar frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kvöld eða fyrramálið. Klippa: Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna mjög alvarlega „Já, mér finnst það bara mjög líklegt og ég raunar hef heyrt í Þórólfi, bæði í gærkvöldi og svo í morgun. Þannig að mér finnst meiri líkur en minni að fá slíkt til mín síðar í dag.“ Gerir hún ráð fyrir því að tillögur hennar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi á morgun og hertar aðgerðir boðaðar eins fljótt og hægt er. „Já, við höfum reynt að hafa það þannig þegar við erum að herða og þegar staðan er alvarleg að láta aðgerðir taka gildi sem fyrst en auðvitað með hliðsjón af því hvað þarf að vera í lagi til þess að aðgerðirnar geti tekið gildi. Þannig að við þurfum líka að gera það með hliðsjón af því og í samræði við þau sem eru í atvinnurekstri og öðru slíku sem verða fyrir áhrifum,“ segir Svandís. Allt líti út fyrir að við búum við takmarkanir næstu mánuði Því miður líti allt út fyrir að við þurfum að búa við samkomutakmarkanir næstu mánuði. „Því miður lítur út fyrir að við verðum að glíma við Covid í vetur með einhverju móti en um leið segir Þórólfur mér og okkur öllum að auknar bólusetningar séu að öllum líkindum leiðin út. Ég vil vera vongóð með það að það komi til með að hjálpa okkur en við þurfum að ná utan um stöðuna eins og hún er núna vegna þess að það virðist vera orðið nokkuð stjórnlaust akkúrat núna.“ Ekki sé um að ræða tiltekin og afmörkuð hópsmit heldur virðist veiran í mikilli dreifingu í samfélaginu öllu. „Ég biðla til fólks alveg óháð öllum aðgerðum að við förum öll varlega.“ Aldrei hafa fleiri verið veikir vegna Covid á einum tíma. Svandís segir því fylgja mikið álag á heilbrigðiskerfið. „Það er ekki endalaust þol sem þar er. Við þurfum líka að taka tillit til þess og um leið og mörg eru orðin veik vitum við að það eru auknar líkur á að fleiri leggist inn með alvarleg veikindi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna mjög alvarlega, en metfjöldi smitaðra greindist í dag, þriðja daginn í röð. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og þetta lítur út og því miður virðist faraldurinn vera á miklu flugi og ég held að þetta sé alveg skýrt fyrir okkur sem þetta þekkjum að þetta kallar á hertar aðgerðir. Um leið má segja að það sé ljós við endann á göngunum þegar við getum farið í mjög bratta aðgerð, sem er þessi þriðja bólusetning,“ segir Svandís. Hún segist búast við því að fá tillögur að hertum aðgerðum sendar frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kvöld eða fyrramálið. Klippa: Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna mjög alvarlega „Já, mér finnst það bara mjög líklegt og ég raunar hef heyrt í Þórólfi, bæði í gærkvöldi og svo í morgun. Þannig að mér finnst meiri líkur en minni að fá slíkt til mín síðar í dag.“ Gerir hún ráð fyrir því að tillögur hennar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi á morgun og hertar aðgerðir boðaðar eins fljótt og hægt er. „Já, við höfum reynt að hafa það þannig þegar við erum að herða og þegar staðan er alvarleg að láta aðgerðir taka gildi sem fyrst en auðvitað með hliðsjón af því hvað þarf að vera í lagi til þess að aðgerðirnar geti tekið gildi. Þannig að við þurfum líka að gera það með hliðsjón af því og í samræði við þau sem eru í atvinnurekstri og öðru slíku sem verða fyrir áhrifum,“ segir Svandís. Allt líti út fyrir að við búum við takmarkanir næstu mánuði Því miður líti allt út fyrir að við þurfum að búa við samkomutakmarkanir næstu mánuði. „Því miður lítur út fyrir að við verðum að glíma við Covid í vetur með einhverju móti en um leið segir Þórólfur mér og okkur öllum að auknar bólusetningar séu að öllum líkindum leiðin út. Ég vil vera vongóð með það að það komi til með að hjálpa okkur en við þurfum að ná utan um stöðuna eins og hún er núna vegna þess að það virðist vera orðið nokkuð stjórnlaust akkúrat núna.“ Ekki sé um að ræða tiltekin og afmörkuð hópsmit heldur virðist veiran í mikilli dreifingu í samfélaginu öllu. „Ég biðla til fólks alveg óháð öllum aðgerðum að við förum öll varlega.“ Aldrei hafa fleiri verið veikir vegna Covid á einum tíma. Svandís segir því fylgja mikið álag á heilbrigðiskerfið. „Það er ekki endalaust þol sem þar er. Við þurfum líka að taka tillit til þess og um leið og mörg eru orðin veik vitum við að það eru auknar líkur á að fleiri leggist inn með alvarleg veikindi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira