Telja sig hafa handtekið raðmorðingja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 12:11 Perez Reed er grunaður um sex morð og tvær alvarlegar líkamsárásir. AP/St. Louis County Justice Services Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti á mánudag að hún hafi handtekið mann, sem talinn er vera raðmorðingi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað sex og sært tvo til viðbótar í fylkjunum Missouri og Kansas. Perez Reed, 25 ára karlmaður, var handtekinn á föstudag eftir að hann steig frá borði lestar í Independence í Missouri. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan, FBI, í fréttatilkynningu og CNN greinir frá. Rannsakendur segja að Reed hafi ferðast þangað frá St. Louis til Kansas City í Missoury og svo til Independence. Hann hafi verið vopnaður .40 kalíbera hálfsjálfvirkri byssu þegar hann var handtekinn. „Þetta kalíber stemmir við skothylki sem fundust á glæpavettvöngum í St. Louis í september síðastliðnum,“ sagði í fréttatilkynningunni. „Minnst sex fórnarlömb voru skotin, og fjögur þeirra til bana, með sama .40 kalíbera skotvopninu.“ Reed hefur neitað sök og segist engan hafa skaðað. Meint fórnarlömb Reeds voru skotin frá miðjum septembermánuði fram í lok október, samkvæmt tímalínu sem rekin er í ákærunni gegn Reed. Reed var búsettur í St. Louis en er sagður hafa ferðast til Kansas City í Kansas þar sem hann skaut tvo til viðbótar til bana. Samkvæmt FBI voru fórnarlömbin í Kansas City myrt á sama hátt og þau sem voru skotin í St. Louis. Íslenskum lesendum þessarar fréttar gæti þótt það ruglingslegt að bæði sé talað um Kansas City í Kansas og Kansas City í Missoury. Til útskýringar er Kansas City stærsta borg Missouri-fylkis en borgin skiptist fyrir miðju á milli fylkjanna Missoury og Kansas. Því er um sömu borg að ræða en Reed ferðaðist til borgarinnar Missoury-megin en skaut fórnarlömbin Kansas-megin. Síðasta fórnarlambið var myrt á heimili sínu en með upptökum úr öryggismyndavélum tokst lögreglu að finna út úr því hver hafi verið þar á ferð. Hafði Reed þurft að sýna ökuskírteini sitt þegar hann fór inn í fjölbýlishúsið og sást hann svo á öryggismyndavélum ganga um það. Á upptökum má sjá svartan mann með húðflúr af hálfmána á enninu, alveg eins og Reed. Reed hefur verið ákærður fyrir tvö morð af héraðssaksóknara í St. Louis. Þá hefur hann jafnframt verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og þrjú vopnalagabrot. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tvö morð í St. Louis borg og þrjú vopnalagabrot. Þá er hann einnig ákærður fyrir alvarlega líkamsárás í borginni. Reed hefur jafnframt verið ákærður fyrir að hafa flutt vopn á milli fylkja til að fremja stórfellt brot á lögum. Reed hefur enn ekki verið ákærður fyrir meint morð í Kansas City í Kansas. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Perez Reed, 25 ára karlmaður, var handtekinn á föstudag eftir að hann steig frá borði lestar í Independence í Missouri. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan, FBI, í fréttatilkynningu og CNN greinir frá. Rannsakendur segja að Reed hafi ferðast þangað frá St. Louis til Kansas City í Missoury og svo til Independence. Hann hafi verið vopnaður .40 kalíbera hálfsjálfvirkri byssu þegar hann var handtekinn. „Þetta kalíber stemmir við skothylki sem fundust á glæpavettvöngum í St. Louis í september síðastliðnum,“ sagði í fréttatilkynningunni. „Minnst sex fórnarlömb voru skotin, og fjögur þeirra til bana, með sama .40 kalíbera skotvopninu.“ Reed hefur neitað sök og segist engan hafa skaðað. Meint fórnarlömb Reeds voru skotin frá miðjum septembermánuði fram í lok október, samkvæmt tímalínu sem rekin er í ákærunni gegn Reed. Reed var búsettur í St. Louis en er sagður hafa ferðast til Kansas City í Kansas þar sem hann skaut tvo til viðbótar til bana. Samkvæmt FBI voru fórnarlömbin í Kansas City myrt á sama hátt og þau sem voru skotin í St. Louis. Íslenskum lesendum þessarar fréttar gæti þótt það ruglingslegt að bæði sé talað um Kansas City í Kansas og Kansas City í Missoury. Til útskýringar er Kansas City stærsta borg Missouri-fylkis en borgin skiptist fyrir miðju á milli fylkjanna Missoury og Kansas. Því er um sömu borg að ræða en Reed ferðaðist til borgarinnar Missoury-megin en skaut fórnarlömbin Kansas-megin. Síðasta fórnarlambið var myrt á heimili sínu en með upptökum úr öryggismyndavélum tokst lögreglu að finna út úr því hver hafi verið þar á ferð. Hafði Reed þurft að sýna ökuskírteini sitt þegar hann fór inn í fjölbýlishúsið og sást hann svo á öryggismyndavélum ganga um það. Á upptökum má sjá svartan mann með húðflúr af hálfmána á enninu, alveg eins og Reed. Reed hefur verið ákærður fyrir tvö morð af héraðssaksóknara í St. Louis. Þá hefur hann jafnframt verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og þrjú vopnalagabrot. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tvö morð í St. Louis borg og þrjú vopnalagabrot. Þá er hann einnig ákærður fyrir alvarlega líkamsárás í borginni. Reed hefur jafnframt verið ákærður fyrir að hafa flutt vopn á milli fylkja til að fremja stórfellt brot á lögum. Reed hefur enn ekki verið ákærður fyrir meint morð í Kansas City í Kansas.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira