Þungavigtin: Aron hélt að einhver væri að herma eftir Klinsmann Þungavigtin skrifar 10. nóvember 2021 10:30 Kristján Óli Sigurðsson, Rikki G og Mikael Nikulásson mynda Þungavigtina. þungavigtin Aron Jóhannsson segist ekki hafa trúað því þegar Jürgen Klinsmann hringdi í hann og reyndi að fá hann til að spila fyrir bandaríska landsliðið. Sem kunnugt er valdi Aron að spila fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Hann átti kost á því þar sem hann fæddist í Alabama. Aron lék nítján landsleiki fyrir Bandaríkin og skoraði fjögur mörk á árunum 2013-15. Hann lék meðal annars með bandaríska liðinu á HM í Brasilíu 2014. Aron er kominn aftur til Íslands eftir ellefu ár í atvinnumennsku erlendis og gekk til liðs við Val í síðustu viku. Aron settist niður með Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni og fór yfir ferilinn, meðal annars ákvörðunina að spila fyrir Bandaríkin og aðdraganda hennar. Hélt fyrst að þetta væri símaat „Á þessum tíma var ég held ég markahæstur í Danmörku. Þegar maður lítur til baka áttar maður sig ekki á því í augnablikinu hversu stórt það er í rauninni,“ sagði Aron sem hélt að um gabb væri að ræða þegar Klinsmann hafði samband við sig. Aron Jóhannsson hlýðir á bandaríska þjóðsönginn.getty/Marius Becker „Svo var hringt í mig úr útlensku númeri sem ég svaraði ekki og það fór beint í talhólf. Ég hlustaði á það og þá var það Jürgen Klinsmann. Þá hringdi ég beint í Agga [Magnús Agnar Magnússon umboðsmann] og spurði hvað væri að gerast. Ég spurði hvort hann eða einhverjir aðrir væru að fokka í mér.“ Svo reyndist ekki vera og Magnús Agnar tjáði Aroni að Bandaríkjamenn hefðu verið í sambandi við sig í nokkurn tíma. Hann sagði Aroni hins vegar ekki strax af því. En svo fóru hjólin að snúast. Hefði verið stór biti í Bandaríkjunum „Í byrjun var þetta óraunverulegt. Ég hafði ekkert pælt í þessu, að það væri möguleiki að ég spilaði fyrir Bandaríkin. Mér fannst það svo stórt. Ég er alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Það væri eðlilegt að ég myndi spila fyrir Ísland. Svo á endanum tók ég ákvörðun um að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Aron. Klippa: Þungavigtin - Hvernig Aron valdi Bandaríkin „Þegar ég lít til baka hefði auðvitað verið geðveikt að fara á EM og HM með Íslandi. En ég fór á HM með Bandaríkjunum og upplifði fullt af öðru. Og ef ekki hefði verið fyrir meiðsli og ég hefði haldið áfram á þessari vegferð með þeim held ég að ég hefði verið svolítið stór biti í Bandaríkjunum. Þú berð það ekkert saman við Ísland.“ Þungavigtin Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Sem kunnugt er valdi Aron að spila fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Hann átti kost á því þar sem hann fæddist í Alabama. Aron lék nítján landsleiki fyrir Bandaríkin og skoraði fjögur mörk á árunum 2013-15. Hann lék meðal annars með bandaríska liðinu á HM í Brasilíu 2014. Aron er kominn aftur til Íslands eftir ellefu ár í atvinnumennsku erlendis og gekk til liðs við Val í síðustu viku. Aron settist niður með Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni og fór yfir ferilinn, meðal annars ákvörðunina að spila fyrir Bandaríkin og aðdraganda hennar. Hélt fyrst að þetta væri símaat „Á þessum tíma var ég held ég markahæstur í Danmörku. Þegar maður lítur til baka áttar maður sig ekki á því í augnablikinu hversu stórt það er í rauninni,“ sagði Aron sem hélt að um gabb væri að ræða þegar Klinsmann hafði samband við sig. Aron Jóhannsson hlýðir á bandaríska þjóðsönginn.getty/Marius Becker „Svo var hringt í mig úr útlensku númeri sem ég svaraði ekki og það fór beint í talhólf. Ég hlustaði á það og þá var það Jürgen Klinsmann. Þá hringdi ég beint í Agga [Magnús Agnar Magnússon umboðsmann] og spurði hvað væri að gerast. Ég spurði hvort hann eða einhverjir aðrir væru að fokka í mér.“ Svo reyndist ekki vera og Magnús Agnar tjáði Aroni að Bandaríkjamenn hefðu verið í sambandi við sig í nokkurn tíma. Hann sagði Aroni hins vegar ekki strax af því. En svo fóru hjólin að snúast. Hefði verið stór biti í Bandaríkjunum „Í byrjun var þetta óraunverulegt. Ég hafði ekkert pælt í þessu, að það væri möguleiki að ég spilaði fyrir Bandaríkin. Mér fannst það svo stórt. Ég er alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Það væri eðlilegt að ég myndi spila fyrir Ísland. Svo á endanum tók ég ákvörðun um að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Aron. Klippa: Þungavigtin - Hvernig Aron valdi Bandaríkin „Þegar ég lít til baka hefði auðvitað verið geðveikt að fara á EM og HM með Íslandi. En ég fór á HM með Bandaríkjunum og upplifði fullt af öðru. Og ef ekki hefði verið fyrir meiðsli og ég hefði haldið áfram á þessari vegferð með þeim held ég að ég hefði verið svolítið stór biti í Bandaríkjunum. Þú berð það ekkert saman við Ísland.“
Þungavigtin Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira