Ný íslensk streymisveita hefur göngu sína Eiður Þór Árnason skrifar 8. nóvember 2021 14:55 Filmflix er rekið af Íslenska sjónvarpsfélaginu. Filmflex Ný íslensk streymisveita hefur hafið göngu sína sem sérhæfir sig í klassískum kvikmyndum með íslenskum texta. Streymisveitan ber nafnið Filmflex og leggja aðstandendur áherslu á að sinna klassískum kvikmyndaperlum sem nutu mikillar aðsóknar í kvikmyndahúsum landsmanna á sjöunda og áttunda áratugnum. Fram kemur í tilkynningu frá Filmflex að öll heiti kvikmyndanna hafi verið íslenskuð líkt og tíðkaðist á sínum tíma og hinir ýmsu fróðleiksmolar fylgi með ræmunum. Þá verða eldri sjónvarpsseríur einnig í boði frá sama tímabili, á borð við mini-seríur sem nutu mikilla vinsælda á upphafsárum myndbandavæðingarinnar hér á landi, eins og aðstandendur Filmflex orða það. Þá segja þeir að fjölmargar kvikmyndir megi þar finna sem ekki sé hægt að finna á öðrum streymisveitum. Endurreistu Skjá 1 sem streymisveitu Ekki er greitt mánaðarlegt gjald fyrir aðgang að streymisveitunni, heldur er hægt að leigja stakar kvikmyndir eða þætti á 290 til 590 krónur. Hafa notendur þá aðgang að efninu í 48 klukkustundir. Filmflex er rekið af Íslenska sjónvarpsfélaginu sem endurreisti Skjá 1 sem streymisveitu árið 2019. Félagið er alfarið í eigu Hólmgeirs Baldurssonar. Fram kemur í tilkynningu að Filmflex sé einnig með nýjar og eldri kvikmyndir sem hafa ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum hér á landi. Verð fyrir þessa þjónustu er á bilinu 990 til 1.590 krónur. Þá stendur kvikmyndagerðarfólki og dreifingaraðilum til boða að frumsýna kvikmyndir á streymisveitunni samhliða sýningu í kvikmyndahúsum. Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Filmflex að öll heiti kvikmyndanna hafi verið íslenskuð líkt og tíðkaðist á sínum tíma og hinir ýmsu fróðleiksmolar fylgi með ræmunum. Þá verða eldri sjónvarpsseríur einnig í boði frá sama tímabili, á borð við mini-seríur sem nutu mikilla vinsælda á upphafsárum myndbandavæðingarinnar hér á landi, eins og aðstandendur Filmflex orða það. Þá segja þeir að fjölmargar kvikmyndir megi þar finna sem ekki sé hægt að finna á öðrum streymisveitum. Endurreistu Skjá 1 sem streymisveitu Ekki er greitt mánaðarlegt gjald fyrir aðgang að streymisveitunni, heldur er hægt að leigja stakar kvikmyndir eða þætti á 290 til 590 krónur. Hafa notendur þá aðgang að efninu í 48 klukkustundir. Filmflex er rekið af Íslenska sjónvarpsfélaginu sem endurreisti Skjá 1 sem streymisveitu árið 2019. Félagið er alfarið í eigu Hólmgeirs Baldurssonar. Fram kemur í tilkynningu að Filmflex sé einnig með nýjar og eldri kvikmyndir sem hafa ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum hér á landi. Verð fyrir þessa þjónustu er á bilinu 990 til 1.590 krónur. Þá stendur kvikmyndagerðarfólki og dreifingaraðilum til boða að frumsýna kvikmyndir á streymisveitunni samhliða sýningu í kvikmyndahúsum.
Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira