Öflugt endurgreiðslukerfi tryggir samkeppnisforskot kvikmyndagerðar á Íslandi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 15:01 Það stefnir í annað stærsta framleiðsluár í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði hér á landi samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni. Ársvelta iðnaðarins hefur þrefaldast á einum áratug, vel á þriðja þúsund manns starfa við kvikmyndagerð og fjöldi fyrirtækja í greininni hefur tvöfaldast undanfarin fimm ár. Þannig hefur tekist að byggja upp sérfræðiþekkingu innan greinarinnar. Vegna endurgreiðslukerfis fyrir kvikmyndaframleiðslu hefur byggst upp arðbær atvinnugrein sem skilar arði til samfélagsins í formi starfa, gjaldeyristekna og eflingar á ímynd Íslands. Í því samhengi er mikilvægt að huga að samkeppnisforskoti Íslands, við þurfum að hafa eitthvað fram að færa, eitthvað umfram önnur ríki. Það mun koma í hlut nýrrar ríkisstjórnar að styrkja endurgreiðslukerfið enn frekar og tryggja samkeppnisforskot Íslands þannig að Ísland verði fyrsta val fyrir erlenda kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Ísland eftirsóknarverður tökustaður Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaður á Íslandi hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Áhugi á Íslandi sem tökustað fer ekki fram hjá neinum þar sem íslenskri náttúru bregður fyrir í hinum ýmsu erlendu framleiðsluverkefnum. Að hluta til getum við þakkað náttúrufegurð Íslands fyrir áhugann, en þrátt fyrir einstakt landslag okkar dugar það eitt og sér ekki til í vaxandi alþjóðlegri samkeppni. Meira þarf til. Ísland, líkt og önnur Evrópuríki, hefur stuðst við endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndaframleiðslu frá árinu 1999. Endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndaframleiðslu byggir á lögum nr. 43/1999 um tímabundnar endurgreiðslur og er kvikmyndaframleiðendum gert kleift að fá allt að 25% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Ekki öll verkefni eiga rétt á endurgreiðslum. Framleiðslan þarf að uppfylla ákveðin skilyrði; að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu og listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Það má segja að þessir tveir þættir vinni saman og geri Ísland að eftirsóknarverðum tökustað fyrir kvikmyndaframleiðendur, þ.e. einstök náttúrufegurð Íslands og einfalt endurgreiðslukerfi sem byggir á landkynningu. Hvers vegna endurgreiðslukerfi? Endurgreiðslukerfið er hugsað sem hvati til þess að auka samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um smæð íslenska markaðarins og má í því samhengi benda á að fyrir setningu endurgreiðslukerfisins var kvikmynda- og sjónvarpsframleiðsla hér á landi, þrátt fyrir mikla hæfileika í greininni, af skornum skammti enda afar kostnaðarsöm verkefni og fjárveitingar takmarkaðar. Flest ríki sem við berum okkur saman við bjóða upp á sambærilegt fyrirkomulag og er við lýði hér á landi hvað varðar endurgreiðslur vegna kvikmyndaframleiðslu. Sem dæmi um framsækið endurgreiðslukerfi má nefna endurgreiðslukerfi Írlands en írska ríki býður, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, 32-35% endurgreiðslur á framleiðslu þar í landi. Belgía, Malta, Eistland, Ungverjaland og Frakkland fylgja þar fast á eftir með hagstæðum endurgreiðslum og er þá ótalið þeirra náttúra og sérkenni. Það er því ljóst að íslensk kvikmynda- og sjónvarpsframleiðsla þarf að styðjast við hagstætt og skilvirkt endurgreiðslukerfi til þess að vera keppnishæft í alþjóðlegum skilningi. Hver er ávinningurinn? Í umræðunni um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar hafa komið upp vangaveltur er lúta að því hvers vegna ríkið verji fjármunum í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu með þessum hætti. Mikilvægt er að horfa heildrænt á hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Meginmarkmið endurgreiðslukerfisins er að styðja við aukna verðmætasköpun hér á landi og er því um einskonar fjárfestingu af hálfu ríkisins að ræða. Síðan endurgreiðslukerfið var tekið upp hefur verið farið yfir kerfið með reglubundnum hætti. Þær athuganir hafa ávallt leitt í ljós sömu niðurstöðuna, að kerfið er skilvirkt, áhrif kerfisins á greiðslujöfnuð ríkissjóðs hafa ávallt verið jákvæð, þ.e. kerfið hefur skapað meiri tekjur fyrir ríkið en kostnað. Þá eru ótalin önnur afleidd áhrif af kvikmyndaframleiðslu sem erfitt er að mæla en eru óumdeild, svo sem gjaldeyrisöflun, sköpun óbeinna starfa og jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri óbirtri úttekt skilar framlag endurgreiðslukerfisins þreföldum gjaldeyristekjum í ríkissjóð. Í því samhengi má jafnframt benda á niðurstöður skýrslu Ferðamálastofu frá 2020 þar sem fram kemur að 39,4% ferðamanna fengu hugmyndina að Íslandsferð eftir að hafa séð íslenskt landslag í hreyfimyndefni. Í stefnu íslenskra stjórnvalda í kvikmyndaframleiðslu til ársins 2030 kemur fram að endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar á Íslandi þyki einfalt í notkun, skilvirkt og áreiðanlegt og jafnframt kemur fram að það þurfi að vera samkeppnishæft enda sé það afar mikilvægt íslenskri kvikmyndaframleiðslu. Þá er sérstaklega tekið fram að stefnt skuli að því að varðveita kosti kerfisins en jafnframt eigi að þróa það á þann veg að það standist alþjóðlega samkeppni á hverjum tíma. Ávinningur endurgreiðslukerfisins er skýr, það er því ákjósanlegt að viðhalda kerfinu en styrkja það enn frekar vegna þess að fjárfesting í kvikmyndaframleiðslu skilar sér margfalt til baka. Höfundur er viðskiptastjóri Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á iðnaðar-og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það stefnir í annað stærsta framleiðsluár í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði hér á landi samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni. Ársvelta iðnaðarins hefur þrefaldast á einum áratug, vel á þriðja þúsund manns starfa við kvikmyndagerð og fjöldi fyrirtækja í greininni hefur tvöfaldast undanfarin fimm ár. Þannig hefur tekist að byggja upp sérfræðiþekkingu innan greinarinnar. Vegna endurgreiðslukerfis fyrir kvikmyndaframleiðslu hefur byggst upp arðbær atvinnugrein sem skilar arði til samfélagsins í formi starfa, gjaldeyristekna og eflingar á ímynd Íslands. Í því samhengi er mikilvægt að huga að samkeppnisforskoti Íslands, við þurfum að hafa eitthvað fram að færa, eitthvað umfram önnur ríki. Það mun koma í hlut nýrrar ríkisstjórnar að styrkja endurgreiðslukerfið enn frekar og tryggja samkeppnisforskot Íslands þannig að Ísland verði fyrsta val fyrir erlenda kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Ísland eftirsóknarverður tökustaður Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaður á Íslandi hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Áhugi á Íslandi sem tökustað fer ekki fram hjá neinum þar sem íslenskri náttúru bregður fyrir í hinum ýmsu erlendu framleiðsluverkefnum. Að hluta til getum við þakkað náttúrufegurð Íslands fyrir áhugann, en þrátt fyrir einstakt landslag okkar dugar það eitt og sér ekki til í vaxandi alþjóðlegri samkeppni. Meira þarf til. Ísland, líkt og önnur Evrópuríki, hefur stuðst við endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndaframleiðslu frá árinu 1999. Endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndaframleiðslu byggir á lögum nr. 43/1999 um tímabundnar endurgreiðslur og er kvikmyndaframleiðendum gert kleift að fá allt að 25% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Ekki öll verkefni eiga rétt á endurgreiðslum. Framleiðslan þarf að uppfylla ákveðin skilyrði; að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu og listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Það má segja að þessir tveir þættir vinni saman og geri Ísland að eftirsóknarverðum tökustað fyrir kvikmyndaframleiðendur, þ.e. einstök náttúrufegurð Íslands og einfalt endurgreiðslukerfi sem byggir á landkynningu. Hvers vegna endurgreiðslukerfi? Endurgreiðslukerfið er hugsað sem hvati til þess að auka samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um smæð íslenska markaðarins og má í því samhengi benda á að fyrir setningu endurgreiðslukerfisins var kvikmynda- og sjónvarpsframleiðsla hér á landi, þrátt fyrir mikla hæfileika í greininni, af skornum skammti enda afar kostnaðarsöm verkefni og fjárveitingar takmarkaðar. Flest ríki sem við berum okkur saman við bjóða upp á sambærilegt fyrirkomulag og er við lýði hér á landi hvað varðar endurgreiðslur vegna kvikmyndaframleiðslu. Sem dæmi um framsækið endurgreiðslukerfi má nefna endurgreiðslukerfi Írlands en írska ríki býður, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, 32-35% endurgreiðslur á framleiðslu þar í landi. Belgía, Malta, Eistland, Ungverjaland og Frakkland fylgja þar fast á eftir með hagstæðum endurgreiðslum og er þá ótalið þeirra náttúra og sérkenni. Það er því ljóst að íslensk kvikmynda- og sjónvarpsframleiðsla þarf að styðjast við hagstætt og skilvirkt endurgreiðslukerfi til þess að vera keppnishæft í alþjóðlegum skilningi. Hver er ávinningurinn? Í umræðunni um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar hafa komið upp vangaveltur er lúta að því hvers vegna ríkið verji fjármunum í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu með þessum hætti. Mikilvægt er að horfa heildrænt á hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Meginmarkmið endurgreiðslukerfisins er að styðja við aukna verðmætasköpun hér á landi og er því um einskonar fjárfestingu af hálfu ríkisins að ræða. Síðan endurgreiðslukerfið var tekið upp hefur verið farið yfir kerfið með reglubundnum hætti. Þær athuganir hafa ávallt leitt í ljós sömu niðurstöðuna, að kerfið er skilvirkt, áhrif kerfisins á greiðslujöfnuð ríkissjóðs hafa ávallt verið jákvæð, þ.e. kerfið hefur skapað meiri tekjur fyrir ríkið en kostnað. Þá eru ótalin önnur afleidd áhrif af kvikmyndaframleiðslu sem erfitt er að mæla en eru óumdeild, svo sem gjaldeyrisöflun, sköpun óbeinna starfa og jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri óbirtri úttekt skilar framlag endurgreiðslukerfisins þreföldum gjaldeyristekjum í ríkissjóð. Í því samhengi má jafnframt benda á niðurstöður skýrslu Ferðamálastofu frá 2020 þar sem fram kemur að 39,4% ferðamanna fengu hugmyndina að Íslandsferð eftir að hafa séð íslenskt landslag í hreyfimyndefni. Í stefnu íslenskra stjórnvalda í kvikmyndaframleiðslu til ársins 2030 kemur fram að endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar á Íslandi þyki einfalt í notkun, skilvirkt og áreiðanlegt og jafnframt kemur fram að það þurfi að vera samkeppnishæft enda sé það afar mikilvægt íslenskri kvikmyndaframleiðslu. Þá er sérstaklega tekið fram að stefnt skuli að því að varðveita kosti kerfisins en jafnframt eigi að þróa það á þann veg að það standist alþjóðlega samkeppni á hverjum tíma. Ávinningur endurgreiðslukerfisins er skýr, það er því ákjósanlegt að viðhalda kerfinu en styrkja það enn frekar vegna þess að fjárfesting í kvikmyndaframleiðslu skilar sér margfalt til baka. Höfundur er viðskiptastjóri Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á iðnaðar-og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar