Pólverjar saka Hvítrússa um að smala fólki að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2021 13:06 Úr myndbandi sem tekið var úr þyrlu yfir landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðuneyti Póllands Pólverjar sökuðu í morgun stjórnvöld Hvíta-Rússlands um að undirbúa umfangsmikla ögrun með því að smala stórum hópi flótta- og farandfólks að landamærum Póllands. Fjöldi hermanna hafa verið sendir að landamærunum. Utanríkisráðherra Póllands sagði í útvarpsviðtali að Hvítrússar vonuðust til þess að átök ættu sér stað og jafnvel að einhverjir yrðu skotnir til bana. Það sagði hann í útvarpsviðtali samkvæmt frétt DW. Fyrr í morgun hafði Varnarmálaráðuneyti Póllands birt myndband sem tekið var úr þyrlu við bæinn Gmina Kuznica og sýndi fjölda fólks við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Grupa migrantów znajduje si obecnie w okolicach Ku nicy pic.twitter.com/w5VxXp9QqQ— Ministerstwo Obrony Narodowej (@MON_GOV_PL) November 8, 2021 Pólverjar segja hermenn frá Hvíta-Rússlandi hafa flutt hópinn að landamærunum. Myndbönd frá Hvíta-Rússlandi styðja þá ásökun en á þeim má sjá hermenn fylgja fólkinu. NEXTA fréttaveitan, sem rekin er af andstæðingum Viktors Lukasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, segja marga Kúrda frá Írak vera í hópnum og þar séu margar konur og börn. Þá segir fréttaveitan að hermenn hafi notað hunda til að smala fólki að landamærum Póllands. #Belarusian military with dogs drove migrants off the road into the forestThey did not reach the checkpoint. Most of the #migrants in the convoy are #Kurds who have recently arrived in #Belarus from #Iraq. There are many women and children among them. pic.twitter.com/52TJbYbdgY— NEXTA (@nexta_tv) November 8, 2021 Litháar hafa einnig sent hermenn að landamærum Litháens og Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Reuters. Evrópusambandið hefur sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn hans hefur hvatt fólk frá Afríku og Mið-Austurlöndum til að ferðast þangað og reyna að komast þaðan til Evrópu. Þá hafa Pólverjar verið gagnrýndir fyrir að reka fólkið aftur til Hvíta-Rússlands og sakaðir um að brjóta á réttindum þeirra. Sjá einnig: Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Franak Viačorka, ráðgjafi Svetlönu Tíkanovskaju, sem er fyrrverandi forsetaframbjóðandi og einn helsti andstæðingur Lúkasjenka, segir ríkisstjórn Hvíta-Rússlands þvinga þetta flótta- og farandfólk til að sofa úti við erfiðar aðstæður. Þeim sé til að mynda meinað að fara inn í verslunarmiðstöðvar og lestarstöðvar. Fólk hefur fundist látið beggja megin við landamærin. Hér má sjá myndand frá landamærunum. VIDEO: Standoff between Polish military police and refugees after they were herded into no-mans-land by Belarusian security forces. - @TadeuszGiczan pic.twitter.com/JsgTPyti3j— Conflict News (@Conflicts) November 8, 2021 Hvíta-Rússland Pólland Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08 Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00 Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Utanríkisráðherra Póllands sagði í útvarpsviðtali að Hvítrússar vonuðust til þess að átök ættu sér stað og jafnvel að einhverjir yrðu skotnir til bana. Það sagði hann í útvarpsviðtali samkvæmt frétt DW. Fyrr í morgun hafði Varnarmálaráðuneyti Póllands birt myndband sem tekið var úr þyrlu við bæinn Gmina Kuznica og sýndi fjölda fólks við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Grupa migrantów znajduje si obecnie w okolicach Ku nicy pic.twitter.com/w5VxXp9QqQ— Ministerstwo Obrony Narodowej (@MON_GOV_PL) November 8, 2021 Pólverjar segja hermenn frá Hvíta-Rússlandi hafa flutt hópinn að landamærunum. Myndbönd frá Hvíta-Rússlandi styðja þá ásökun en á þeim má sjá hermenn fylgja fólkinu. NEXTA fréttaveitan, sem rekin er af andstæðingum Viktors Lukasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, segja marga Kúrda frá Írak vera í hópnum og þar séu margar konur og börn. Þá segir fréttaveitan að hermenn hafi notað hunda til að smala fólki að landamærum Póllands. #Belarusian military with dogs drove migrants off the road into the forestThey did not reach the checkpoint. Most of the #migrants in the convoy are #Kurds who have recently arrived in #Belarus from #Iraq. There are many women and children among them. pic.twitter.com/52TJbYbdgY— NEXTA (@nexta_tv) November 8, 2021 Litháar hafa einnig sent hermenn að landamærum Litháens og Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Reuters. Evrópusambandið hefur sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn hans hefur hvatt fólk frá Afríku og Mið-Austurlöndum til að ferðast þangað og reyna að komast þaðan til Evrópu. Þá hafa Pólverjar verið gagnrýndir fyrir að reka fólkið aftur til Hvíta-Rússlands og sakaðir um að brjóta á réttindum þeirra. Sjá einnig: Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Franak Viačorka, ráðgjafi Svetlönu Tíkanovskaju, sem er fyrrverandi forsetaframbjóðandi og einn helsti andstæðingur Lúkasjenka, segir ríkisstjórn Hvíta-Rússlands þvinga þetta flótta- og farandfólk til að sofa úti við erfiðar aðstæður. Þeim sé til að mynda meinað að fara inn í verslunarmiðstöðvar og lestarstöðvar. Fólk hefur fundist látið beggja megin við landamærin. Hér má sjá myndand frá landamærunum. VIDEO: Standoff between Polish military police and refugees after they were herded into no-mans-land by Belarusian security forces. - @TadeuszGiczan pic.twitter.com/JsgTPyti3j— Conflict News (@Conflicts) November 8, 2021
Hvíta-Rússland Pólland Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08 Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00 Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08
Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00
Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15