Palestínsk kona í farbanni vegna forræðislaga Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 8. nóvember 2021 07:31 Þessi grein er að mestu leyti útdráttur úr nýlegri frétt AP. Fyrir nokkrum vikum taldi Afar al-Najar sig hafa fundið flóttaleið frá Gazasvæðinu. Hún hafði fengið styrk til náms í samskiptatækni við tyrkneskan háskóla og orðið sér úti um öll nauðsynleg skilríki. Hún hafði auk þess greitt 500 dollara gjald til að sleppa við langa biðröðina við landamærin milli Egyptalands og Gaza. En þegar al-Najar kom að Rafah-landamærahliðinu var henni snúið við af landamæravörðunum. Hún hafði verið sett í farbann. Það voru hvorki ísraelsk né egypsk yfirvöld sem stóðu að baki farbanninu heldur voru það Hamassamtökin og nýtilkomin lagabreyting þeirra. Sjaríalög í sókn á Gazasvæðinu Ferðir til og frá Gazasvæðinu hafa verið háðar miklum takmörkunum undanfarin fjórtán ár. Til að byrja með þurfa íbúar svæðisins að sækja um fararleyfi frá Hamassamtökunum. Ísraelsk og egypsk yfirvöld þurfa síðan að ganga úr skugga um að ferðamaður frá Gazasvæðinu tengist ekki hryðjuverkasamtökum. Á Gaza hefur fjöldi slíkra samtaka hreiðrað um sig – meðal annars Hamassamtökin, Palestínskt heilagt stríð (e. Palestinian Islamic Jihad), Hersveit Omars Hadid fursta (e. Sheikh Omar Hadid Brigade) og Hersveitir Abu Ali Mustapha (e. Abu Ali Mustapha Brigades). Hamassamtökin eru stærst þessara samtaka og ráða þau lögum og lofum á Gazasvæðinu. Síðastliðinn febrúar ákvað lagadómstóll á vegum Hamassamtakanna að innleiða lög sem kváðu á um að fylgdarlausar konur þyrftu leyfi karlkyns „forræðisaðila“ – eiginmanns, sonar eða annars karlkyns ættingja – til að yfirgefa Gazasvæðið. Með þessu gerðu samtökin ákveðin lagaákvæði sjaríalaga að landslögum á yfirráðasvæði sínu. Farbanninu áfrýjað Þegar mannréttindasamtök gerðu athugasemdir við nýju forræðislögin voru þau örlítið milduð en ekki felld úr gildi. Samkvæmt nýju lögunum getur forræðisaðili beðið um að kona sé sett í farbann ef ferðalagið er talið geta valdið henni „algjörum skaða“ – hvað svo sem það þýðir. Faðir al-Najar lagði fram beiðnina um farbann og mun það vera í gildi þar til niðurstaða næst í málinu. Al-Najar áfrýjaði úrskurðinum til nokkurra mannréttindasamtaka á svæðinu en þau voru treg til að veita henni aðstoð af ótta við hefndaraðgerðir frá Hamassamtökunum. Að lokum áfrýjaði hún banninu til dómstóls á Gazasvæðinu. Faðir al-Najar mætti ekki í fyrstu réttarhöldin og var þeim því frestað. Áður en rétti var slitið spurði dómarinn hana hvers vegna hún hyggðist fara til útlanda og gaf síðan í skyn að hún gæti alveg eins stundað nám við einn af háskólum Gazasvæðisins. Al-Najar þráir að verða blaðakona og hún segir að fjölmenningarríki eins og Tyrkland bjóði upp á tækifæri sem eru ekki til staðar á Gazasvæðinu. Réttarhöldunum var frestað í annað sinn vegna þess að lögfræðingur föðurins var sagður veikur. Síðastliðinn miðvikudag var þeim frestað í þriðja sinn því nýr lögfræðingur föðurins sagðist þurfa lengri tíma til að kynna sér málið. Naumur tími til stefnu Vegna þessara tafa var frestur al-Najar til að hefja námið framlengdur til áramóta. Ef hún kemst ekki til Tyrklands fyrir áramót mun hún tapa námsstyrknum. En hún hefur ekki gefist upp: „Ég gerði mér grein fyrir því að enginn mun hjálpa mér nema ég sjálf og ég gerði mér grein fyrir því að nú yrði ég að vera sterk til að berjast fyrir réttindum mínum,“ sagði hún. „Í stað þessa að gráta í herberginu mínu og bregðast sjálfri mér ákvað ég að berjast. Ég ákvað að berjast í fyrsta sinn á ævi minni.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein er að mestu leyti útdráttur úr nýlegri frétt AP. Fyrir nokkrum vikum taldi Afar al-Najar sig hafa fundið flóttaleið frá Gazasvæðinu. Hún hafði fengið styrk til náms í samskiptatækni við tyrkneskan háskóla og orðið sér úti um öll nauðsynleg skilríki. Hún hafði auk þess greitt 500 dollara gjald til að sleppa við langa biðröðina við landamærin milli Egyptalands og Gaza. En þegar al-Najar kom að Rafah-landamærahliðinu var henni snúið við af landamæravörðunum. Hún hafði verið sett í farbann. Það voru hvorki ísraelsk né egypsk yfirvöld sem stóðu að baki farbanninu heldur voru það Hamassamtökin og nýtilkomin lagabreyting þeirra. Sjaríalög í sókn á Gazasvæðinu Ferðir til og frá Gazasvæðinu hafa verið háðar miklum takmörkunum undanfarin fjórtán ár. Til að byrja með þurfa íbúar svæðisins að sækja um fararleyfi frá Hamassamtökunum. Ísraelsk og egypsk yfirvöld þurfa síðan að ganga úr skugga um að ferðamaður frá Gazasvæðinu tengist ekki hryðjuverkasamtökum. Á Gaza hefur fjöldi slíkra samtaka hreiðrað um sig – meðal annars Hamassamtökin, Palestínskt heilagt stríð (e. Palestinian Islamic Jihad), Hersveit Omars Hadid fursta (e. Sheikh Omar Hadid Brigade) og Hersveitir Abu Ali Mustapha (e. Abu Ali Mustapha Brigades). Hamassamtökin eru stærst þessara samtaka og ráða þau lögum og lofum á Gazasvæðinu. Síðastliðinn febrúar ákvað lagadómstóll á vegum Hamassamtakanna að innleiða lög sem kváðu á um að fylgdarlausar konur þyrftu leyfi karlkyns „forræðisaðila“ – eiginmanns, sonar eða annars karlkyns ættingja – til að yfirgefa Gazasvæðið. Með þessu gerðu samtökin ákveðin lagaákvæði sjaríalaga að landslögum á yfirráðasvæði sínu. Farbanninu áfrýjað Þegar mannréttindasamtök gerðu athugasemdir við nýju forræðislögin voru þau örlítið milduð en ekki felld úr gildi. Samkvæmt nýju lögunum getur forræðisaðili beðið um að kona sé sett í farbann ef ferðalagið er talið geta valdið henni „algjörum skaða“ – hvað svo sem það þýðir. Faðir al-Najar lagði fram beiðnina um farbann og mun það vera í gildi þar til niðurstaða næst í málinu. Al-Najar áfrýjaði úrskurðinum til nokkurra mannréttindasamtaka á svæðinu en þau voru treg til að veita henni aðstoð af ótta við hefndaraðgerðir frá Hamassamtökunum. Að lokum áfrýjaði hún banninu til dómstóls á Gazasvæðinu. Faðir al-Najar mætti ekki í fyrstu réttarhöldin og var þeim því frestað. Áður en rétti var slitið spurði dómarinn hana hvers vegna hún hyggðist fara til útlanda og gaf síðan í skyn að hún gæti alveg eins stundað nám við einn af háskólum Gazasvæðisins. Al-Najar þráir að verða blaðakona og hún segir að fjölmenningarríki eins og Tyrkland bjóði upp á tækifæri sem eru ekki til staðar á Gazasvæðinu. Réttarhöldunum var frestað í annað sinn vegna þess að lögfræðingur föðurins var sagður veikur. Síðastliðinn miðvikudag var þeim frestað í þriðja sinn því nýr lögfræðingur föðurins sagðist þurfa lengri tíma til að kynna sér málið. Naumur tími til stefnu Vegna þessara tafa var frestur al-Najar til að hefja námið framlengdur til áramóta. Ef hún kemst ekki til Tyrklands fyrir áramót mun hún tapa námsstyrknum. En hún hefur ekki gefist upp: „Ég gerði mér grein fyrir því að enginn mun hjálpa mér nema ég sjálf og ég gerði mér grein fyrir því að nú yrði ég að vera sterk til að berjast fyrir réttindum mínum,“ sagði hún. „Í stað þessa að gráta í herberginu mínu og bregðast sjálfri mér ákvað ég að berjast. Ég ákvað að berjast í fyrsta sinn á ævi minni.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun