Hvetur fólk til að mæta á Jólabasar til að styrkja gott málefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 13:02 Rakel Garðarsdóttir er ein Hringskvenna sem stendur að jólabasarnum. Vísir Árlegur Jólabasar Barnaspítala Hringsins fer fram á Grand Hótel í dag þar sem handverk og bakkelsi verður til sölu til styrktar Barnaspítalanum. Hringskona hvetur landsmenn til að gera sér ferð á basarinn, sem sé nauðsynleg fjáröflun fyrir Barnaspítalann. „Þettta er jólabasar þannig að það er margt til sölu þarna annað en kökur. Alls konar föndur, peysur og jólakort Hringsins, sem í ár er alveg geggjað og er teiknað í ár af Brian Pilkington. Þannig að þarna getur maður bara mætt og keypt allar jólagjafirnar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Hún segir verðmæti við kaup á jólabasarnum tvíþætt og skipti sköpum fyrir starfsemi barnaspítalans. „Þú ert bæði að gefa til samfélagsins með því að styrkja Barnaspítala Hringsins og þú ert að gefa handgerðar gjafir sem búið er að nostra við og eru frábærar,“ segir Rakel. Ýmist handverk verður til sölu á jólabasarnum.Getty Hvað er verið að safna miklu fjármagn með þessum basar? „Það koma inn alveg margar milljónir, sem er frábært. Fyrir þennan pening eru keypt einhver tæki fyrir Barnaspítalann, sem hann vantar. Þannig að þessi fjáröflun er alveg rosalega mikilvæg,“ segir Rakel. „Við kaupum alls konar tæki og tól og ekki bara fyrir Barnaspítalann. Barnaspítalinn sinnir öllum börnum þannig að það er verið að veita fjármagn til stofnana eins og BUGL. Það eru líka íbúðir í bænum og bílar, sem fjölskyldur langveikra barna geta nýtt sér og við höfum verið að styrkja það. Þannig að Barnasjóður Hringsins sinnir öllum veikum börnum á Íslandi.“ Basarinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík frá klukkan eitt til fjögur í dag. Þar er hægt að kaupa ýmist handverk, eins og handgert jólaskraut, og svo alls konar bakkelsi. Hnallþórur, rjómatertur og meira að segja vegan-kökur. „Þær eru mjög vinsælar og þetta eru uppskriftir frá konum á öllum aldri þannig að það er mjög fjölbreytt úrval þarna af kökum. Það er bakað í takt við samtímann,“ segir Rakel. Hringurinn safnar mörgum milljónum ár hvert með sölu á jólabasarnum. Vísir Basarinn hefur verið starfræktur síðan 1924 en féll í fyrsta sinn niður í fyrra vegna faraldursins. Rakel segir mikinn létti að hægt sé að halda basarinn í ár en erfitt hafi reynst að safna fjármagni ífaraldrinum. „Þörfin er alltaf rík niðri á barnaspítala eftir fjármagni. Það er búið að vera dálítið snúið að halda úti fjáraflanir í Covid. Þetta er ein af aðal fjáröflununum þannig að við erum mjög glaðar að geta haldið basarinn aftur í ár.“ „Við hvetjum bara alla til að koma og fá smá jólaanda yfir sig á Grand-hótel í dag og eins og ég nefndi hérna áðan eru þetta tvíþætt verðmæti þannig að ég hvet alla til að koma og styrkja við gott málefni og hafa gaman,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Landspítalinn Börn og uppeldi Jól Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
„Þettta er jólabasar þannig að það er margt til sölu þarna annað en kökur. Alls konar föndur, peysur og jólakort Hringsins, sem í ár er alveg geggjað og er teiknað í ár af Brian Pilkington. Þannig að þarna getur maður bara mætt og keypt allar jólagjafirnar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Hún segir verðmæti við kaup á jólabasarnum tvíþætt og skipti sköpum fyrir starfsemi barnaspítalans. „Þú ert bæði að gefa til samfélagsins með því að styrkja Barnaspítala Hringsins og þú ert að gefa handgerðar gjafir sem búið er að nostra við og eru frábærar,“ segir Rakel. Ýmist handverk verður til sölu á jólabasarnum.Getty Hvað er verið að safna miklu fjármagn með þessum basar? „Það koma inn alveg margar milljónir, sem er frábært. Fyrir þennan pening eru keypt einhver tæki fyrir Barnaspítalann, sem hann vantar. Þannig að þessi fjáröflun er alveg rosalega mikilvæg,“ segir Rakel. „Við kaupum alls konar tæki og tól og ekki bara fyrir Barnaspítalann. Barnaspítalinn sinnir öllum börnum þannig að það er verið að veita fjármagn til stofnana eins og BUGL. Það eru líka íbúðir í bænum og bílar, sem fjölskyldur langveikra barna geta nýtt sér og við höfum verið að styrkja það. Þannig að Barnasjóður Hringsins sinnir öllum veikum börnum á Íslandi.“ Basarinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík frá klukkan eitt til fjögur í dag. Þar er hægt að kaupa ýmist handverk, eins og handgert jólaskraut, og svo alls konar bakkelsi. Hnallþórur, rjómatertur og meira að segja vegan-kökur. „Þær eru mjög vinsælar og þetta eru uppskriftir frá konum á öllum aldri þannig að það er mjög fjölbreytt úrval þarna af kökum. Það er bakað í takt við samtímann,“ segir Rakel. Hringurinn safnar mörgum milljónum ár hvert með sölu á jólabasarnum. Vísir Basarinn hefur verið starfræktur síðan 1924 en féll í fyrsta sinn niður í fyrra vegna faraldursins. Rakel segir mikinn létti að hægt sé að halda basarinn í ár en erfitt hafi reynst að safna fjármagni ífaraldrinum. „Þörfin er alltaf rík niðri á barnaspítala eftir fjármagni. Það er búið að vera dálítið snúið að halda úti fjáraflanir í Covid. Þetta er ein af aðal fjáröflununum þannig að við erum mjög glaðar að geta haldið basarinn aftur í ár.“ „Við hvetjum bara alla til að koma og fá smá jólaanda yfir sig á Grand-hótel í dag og eins og ég nefndi hérna áðan eru þetta tvíþætt verðmæti þannig að ég hvet alla til að koma og styrkja við gott málefni og hafa gaman,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona.
Landspítalinn Börn og uppeldi Jól Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira