Mönnunarkrísa á Landspítala getur leitt til takmarkana fyrir almenning Snorri Másson skrifar 30. október 2021 19:15 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, segir stöðuna tvísýna. Vísir/Egill Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný, að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Landspítalinn er farinn að þekkja þetta. Á meðan smitin eru um fjörutíu eða fimmtíu á dag, ræður spítalinn við stöðuna. Í þarsíðustu viku voru smitin að meðaltali 59 á dag. Í nýliðinni viku voru smitin um 68 á dag. Það er tölfræðileg staðreynd fyrir spítalann: Þetta er of mikið. „Í gær voru til dæmis 96 smit og það er nokkuð ljóst að ef það eru 2% álagnir er ákveðin áskorun í því, það segir sig sjálft,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Þær raddir heyrast sem gera lítið úr þeim vanda sem stafar af Covid-19 en forstjóri spítalans tekur ekki undir slíkan málflutning. „Staðan er bara öðruvísi. Staðan á spítalanum er mjög tvísýn. Það er kannski það sem er okkar helsta áskorun, það er mönnun. Við erum í miklum mönnunarvanda eða mönnunarkrísu, hvernig sem maður orðar það. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, okkur vantar heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem standa núna í framlínunni eru búnir að vera það í mjög langan tíma og eru bara orðnir lúnir,“ segir Guðlaug. Mikil áhrif á heilbrigðiskerfið ef spítalinn er færður upp á hættustig Við virðumst vera á leið inn í nýja bylgju, að sögn forstjórans. Á þessari stundu eru þó aðeins tveir á gjörgæslu og níu inniliggjandi á smitsjúkdómadeild. 900 eru í eftirliti hjá göngudeild. Afstaða er tekin til þess daglega hvort færa eigi sjúkrahúsið upp á hættustig, sem er afdrifarík ákvörðun. Er það þá þannig að mönnunarvandi á spítalanum er að valda því að við gætum verið að fara að sjá takmarkanir í samfélaginu? „Það getur alveg farið svo. Aðallega snýst þetta um það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Til að skýra það út, ef við stigum spítalann og förum upp á hættustig, þýðir það að við þurfum að draga úr valkvæðum aðgerðum og við erum ekki með göngudeildarstarfsemi, sem þýðir aftur að það hefur mjög mikil áhrif á heilbrigðiskerfið og samfélagið ef við þurfum að taka slíka ákvörðun,“ segir Guðlaug Rakel. Landspítalinn Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Landspítalinn er farinn að þekkja þetta. Á meðan smitin eru um fjörutíu eða fimmtíu á dag, ræður spítalinn við stöðuna. Í þarsíðustu viku voru smitin að meðaltali 59 á dag. Í nýliðinni viku voru smitin um 68 á dag. Það er tölfræðileg staðreynd fyrir spítalann: Þetta er of mikið. „Í gær voru til dæmis 96 smit og það er nokkuð ljóst að ef það eru 2% álagnir er ákveðin áskorun í því, það segir sig sjálft,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Þær raddir heyrast sem gera lítið úr þeim vanda sem stafar af Covid-19 en forstjóri spítalans tekur ekki undir slíkan málflutning. „Staðan er bara öðruvísi. Staðan á spítalanum er mjög tvísýn. Það er kannski það sem er okkar helsta áskorun, það er mönnun. Við erum í miklum mönnunarvanda eða mönnunarkrísu, hvernig sem maður orðar það. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, okkur vantar heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem standa núna í framlínunni eru búnir að vera það í mjög langan tíma og eru bara orðnir lúnir,“ segir Guðlaug. Mikil áhrif á heilbrigðiskerfið ef spítalinn er færður upp á hættustig Við virðumst vera á leið inn í nýja bylgju, að sögn forstjórans. Á þessari stundu eru þó aðeins tveir á gjörgæslu og níu inniliggjandi á smitsjúkdómadeild. 900 eru í eftirliti hjá göngudeild. Afstaða er tekin til þess daglega hvort færa eigi sjúkrahúsið upp á hættustig, sem er afdrifarík ákvörðun. Er það þá þannig að mönnunarvandi á spítalanum er að valda því að við gætum verið að fara að sjá takmarkanir í samfélaginu? „Það getur alveg farið svo. Aðallega snýst þetta um það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Til að skýra það út, ef við stigum spítalann og förum upp á hættustig, þýðir það að við þurfum að draga úr valkvæðum aðgerðum og við erum ekki með göngudeildarstarfsemi, sem þýðir aftur að það hefur mjög mikil áhrif á heilbrigðiskerfið og samfélagið ef við þurfum að taka slíka ákvörðun,“ segir Guðlaug Rakel.
Landspítalinn Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira