Jónatan Magnússon: KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp Þorsteinn Hjálmsson skrifar 29. október 2021 22:36 Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var súr og svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. vísir/bára Jónatan Magnússon, þjálfari KA var niðurlútur eftir fjórða tap sinna manna í röð. Tapaði KA 28-21 fyrir FH í kvöld. Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna segist taka það úr þessum leik að lið hans hélst lengur inn í leiknum heldur en síðustu leikjum. „Við vorum ekki búnir að, ólíkt síðasta leik, stimpla okkur út í hálfleik. Við náðum hérna smá vörn í fyrri hálfleik, það er svona það sem ég tek mest út úr þessu. Mér finnst við standa varnarlega mjög vel í fyrri hálfleik og hefði viljað vera með betri stöðu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki góður frekar en í síðustu leikjum.“ Sóknarleikur KA gekk brösuglega fyrir sig í kvöld. „Það segir sig bara sjálft með fjölda marka. Held það sé núna annar leikurinn í röð þar sem skotnýtingin er langt frá því að vera nógu góð. Sóknarleikurinn var ekki góður í dag, erum bara ekki að ná þessari frammistöðu sem við vorum svo mikið að reyna að ná í. Núna er það bara þannig, sjálfstraustið í liðinu er farið að brotna. Akkúrat núna erum við ekki að ná að tengja kafla.“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu mögulega krísu í herbúðum KA í síðasta þætti. Aðspurður hvort sú umræða ætti rétt á sér, svaraði Jónatan Magnússon þessu: „Krísa er eitthvað þegar gengur ekki vel. Þegar maður er ekki að vinna handboltaleiki þá er engin ánægður og sérstaklega við þjálfarar og leikmenn, sem stöndum í þessu. Við erum ekki ánægðir að ná ekki að sýna það sem við getum, það er það sem við erum að vinna í. Hvað sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja eða ekki segja, þá er það alveg ljóst að þeir leikmenn sem ég er með hérna í liði, við viljum gera betur og strákarnir geta betur.“ „Það er engin skömm að tapa hérna fyrir FH á útivelli. Það er svolítið bara brotið sjálfstraustið í hópnum og það er það sem við þurfum að vinna í núna að finna aftur það. Ég meina, allan fyri hálfleikinn erum við virkilega að berjast og það er það sem mér fannst jákvætt miðað við það sem mér fannst upp á síðkastið, fjara undan okkar leik frekar snemma.“ „Núna var þetta leikur lengur og við erum sjálfum okkur verstir það er alveg ljóst hvernig við glötum niður góðum stöðum og færanýting í seinni hálfleik o.fl.. Ef það er eitthvað sem tengist KA, því sem ég hef staðið fyrir þá er það þegar á móti blæs þá þýðir ekkert að leggjast niður og grenja. Þetta er erfitt verkefni og það er verk að vinna. Við fáum núna góða pásu, það er að koma landsleikjapása.“ „KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp, en núna þurfum við hins vegar virkilega að leita að þessu DNA okkar KA-manna til þess að kalla fram frammistöðu til að vinna, það kemur.“ Handbolti KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna segist taka það úr þessum leik að lið hans hélst lengur inn í leiknum heldur en síðustu leikjum. „Við vorum ekki búnir að, ólíkt síðasta leik, stimpla okkur út í hálfleik. Við náðum hérna smá vörn í fyrri hálfleik, það er svona það sem ég tek mest út úr þessu. Mér finnst við standa varnarlega mjög vel í fyrri hálfleik og hefði viljað vera með betri stöðu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki góður frekar en í síðustu leikjum.“ Sóknarleikur KA gekk brösuglega fyrir sig í kvöld. „Það segir sig bara sjálft með fjölda marka. Held það sé núna annar leikurinn í röð þar sem skotnýtingin er langt frá því að vera nógu góð. Sóknarleikurinn var ekki góður í dag, erum bara ekki að ná þessari frammistöðu sem við vorum svo mikið að reyna að ná í. Núna er það bara þannig, sjálfstraustið í liðinu er farið að brotna. Akkúrat núna erum við ekki að ná að tengja kafla.“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu mögulega krísu í herbúðum KA í síðasta þætti. Aðspurður hvort sú umræða ætti rétt á sér, svaraði Jónatan Magnússon þessu: „Krísa er eitthvað þegar gengur ekki vel. Þegar maður er ekki að vinna handboltaleiki þá er engin ánægður og sérstaklega við þjálfarar og leikmenn, sem stöndum í þessu. Við erum ekki ánægðir að ná ekki að sýna það sem við getum, það er það sem við erum að vinna í. Hvað sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja eða ekki segja, þá er það alveg ljóst að þeir leikmenn sem ég er með hérna í liði, við viljum gera betur og strákarnir geta betur.“ „Það er engin skömm að tapa hérna fyrir FH á útivelli. Það er svolítið bara brotið sjálfstraustið í hópnum og það er það sem við þurfum að vinna í núna að finna aftur það. Ég meina, allan fyri hálfleikinn erum við virkilega að berjast og það er það sem mér fannst jákvætt miðað við það sem mér fannst upp á síðkastið, fjara undan okkar leik frekar snemma.“ „Núna var þetta leikur lengur og við erum sjálfum okkur verstir það er alveg ljóst hvernig við glötum niður góðum stöðum og færanýting í seinni hálfleik o.fl.. Ef það er eitthvað sem tengist KA, því sem ég hef staðið fyrir þá er það þegar á móti blæs þá þýðir ekkert að leggjast niður og grenja. Þetta er erfitt verkefni og það er verk að vinna. Við fáum núna góða pásu, það er að koma landsleikjapása.“ „KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp, en núna þurfum við hins vegar virkilega að leita að þessu DNA okkar KA-manna til þess að kalla fram frammistöðu til að vinna, það kemur.“
Handbolti KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58