Fjölga í kynferðisbrotadeild vegna holskeflu mála Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2021 19:01 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/arnar Málum á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgunin er í flokki mála þar sem brotið er gegn börnum, auk þess sem málin eru erfiðari í rannsókn en áður. Bætt verður við mannskap til að anna álaginu. Málin hafa hlaðist upp hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar síðustu mánuði. 240 mál eru nú á borði deildarinnar en hún vill koma fjöldanum niður í ásættanlegt horf, 140 mál. Yfirlögregluþjónn segir mestu fjölgunina hafa orðið í upphafi árs. Fjölgunin yfir þessa fyrstu tíu mánuði ársins hafi haft veruleg áhrif á störf kynferðisbrotadeildar en þar eru yfirleitt starfandi um tólf starfsmenn. Málin verði jafnframt flóknari í rannsókn ár frá ári. „Það eru gögn úr símum tölvum og þess háttar gögn sem lengja rannsóknina að einhverju leyti. Þetta eru myndir, myndskeið, skilaboð og hvernig síminn hefur verið að ferðast, hvar hann hefur tengst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Álagið mjög mikið Til að bregðast við vandanum munu þrír starfsmenn innan rannsóknardeildar hefja störf hjá kynferðisbrotadeild 1. nóvember og starfa þar í sex mánuði. „En varðandi akkúrat þessi brot þá er álagið líka á ákærusviðinu, mjög mikið, og hvernig verður brugðist við því verður bara að koma í ljós þannig að ég bara ítreka það, álagið hefur verið mjög mikið og er mjög mikið,“ segir Grímur. Fjölgunin gangi ekki jafnt yfir alla flokka. „Málin sem eru í kynferðisbrotadeildinni eru nauðgunarmál og það eru brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu, svo öll önnur mál. Við skiptum þessu í þrennt og það hefur verið mesta fjölgunin í þeim flokki sem við köllum brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu.“ Inntur eftir því hvort MeToo-bylgjur síðustu ára gæti hafa stuðlað að þessari fjölgun segir Grímur að svo gæti verið. „Umræða um kynferðisbrot held ég að ég geti næstum fullyrt að hafi áhrif á fjölda mála sem koma inn á borð til okkar, já.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Málin hafa hlaðist upp hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar síðustu mánuði. 240 mál eru nú á borði deildarinnar en hún vill koma fjöldanum niður í ásættanlegt horf, 140 mál. Yfirlögregluþjónn segir mestu fjölgunina hafa orðið í upphafi árs. Fjölgunin yfir þessa fyrstu tíu mánuði ársins hafi haft veruleg áhrif á störf kynferðisbrotadeildar en þar eru yfirleitt starfandi um tólf starfsmenn. Málin verði jafnframt flóknari í rannsókn ár frá ári. „Það eru gögn úr símum tölvum og þess háttar gögn sem lengja rannsóknina að einhverju leyti. Þetta eru myndir, myndskeið, skilaboð og hvernig síminn hefur verið að ferðast, hvar hann hefur tengst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Álagið mjög mikið Til að bregðast við vandanum munu þrír starfsmenn innan rannsóknardeildar hefja störf hjá kynferðisbrotadeild 1. nóvember og starfa þar í sex mánuði. „En varðandi akkúrat þessi brot þá er álagið líka á ákærusviðinu, mjög mikið, og hvernig verður brugðist við því verður bara að koma í ljós þannig að ég bara ítreka það, álagið hefur verið mjög mikið og er mjög mikið,“ segir Grímur. Fjölgunin gangi ekki jafnt yfir alla flokka. „Málin sem eru í kynferðisbrotadeildinni eru nauðgunarmál og það eru brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu, svo öll önnur mál. Við skiptum þessu í þrennt og það hefur verið mesta fjölgunin í þeim flokki sem við köllum brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu.“ Inntur eftir því hvort MeToo-bylgjur síðustu ára gæti hafa stuðlað að þessari fjölgun segir Grímur að svo gæti verið. „Umræða um kynferðisbrot held ég að ég geti næstum fullyrt að hafi áhrif á fjölda mála sem koma inn á borð til okkar, já.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira