Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2021 08:02 Halyna Hutchins lét eftir sig eiginmann og ungan son. Getty Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Halls sagði byssuna „kalda“, það er að segja örugga, þegar hann rétti Baldwin vopnið en það reyndist ekki rétt. Baldwin, sem var við æfingar, beindi byssunni að myndavélinni og skot hljóp af. Að sögn lögreglu virðist þetta eina skot hafa banað Hutchins og sært leikstjórann Joel Souza, þar sem það endaði í öxl hans. Lögregla lagði í vikunni hald á mikið magn skotfæra á tökustað og telur sig meðal annars hafa fundið umrætt skothylki. Athygli vekur að meðal skotfæranna var þó nokkuð af virkum skotum, sem eru yfirleitt bönnuð á tökustað. Þetta staðfesti vopnavörður myndarinnar, Hannah Gutierrez-Reed, í samtali við lögreglu. Gutierrez-Reed sagðist hafa athugað gervihylkin, sem innihalda ekki byssupúður, og tryggt að þau væru ekki „heit“. Rétt fyrir tökur hefði verið gert hádegishlé og hún skilið við skotfærin á bakka á tökustað. Eftir hádegismat hefði umsjónarmaður leikmuna, Sarah Zachry, tekið skotvopnin úr læstum skáp og afhent Gutierrez-Reed. Halls sagði öryggisferlum þannig háttað að yfirleitt hefði Gutierrez-Reed opnað byssurnar og hann skoðað þær. Hann hefði meðal annars tryggt að ekkert væri í hlaupinu og skoðað skotfærageymlsuna. Ef allt væri eins og það ætti að vera kallaði hann „köld byssa“. Halls sagði Gutierres-Reed hafa sýnt honum umrædda byssu áður en æfingar héldu áfram en sagðist aðeins muna eftir að hafa séð þrjú skot í byssunni. Hann sagði að eftir að harmleikurinn átti sér stað hefði hann tekið byssuna upp, opnað hana og séð að minnsta kosti fjögur skothylki með götum og eitt án gats. Gerviskot þekkjast stundum á því að göt eru á þeim. Lögreglustjórinn Adan Mendoza sagði á fundi í gær að um 500 skotfæri hefðu fundist á tökustaðnum, meðal annars skot sem lögregla teldi raunveruleg, það er að segja ekki leikmuni sem væri ætlað að líkjast kúlum og búa til hvell. New York Times greindi frá. Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Tengdar fréttir Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. 27. október 2021 15:30 Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Halls sagði byssuna „kalda“, það er að segja örugga, þegar hann rétti Baldwin vopnið en það reyndist ekki rétt. Baldwin, sem var við æfingar, beindi byssunni að myndavélinni og skot hljóp af. Að sögn lögreglu virðist þetta eina skot hafa banað Hutchins og sært leikstjórann Joel Souza, þar sem það endaði í öxl hans. Lögregla lagði í vikunni hald á mikið magn skotfæra á tökustað og telur sig meðal annars hafa fundið umrætt skothylki. Athygli vekur að meðal skotfæranna var þó nokkuð af virkum skotum, sem eru yfirleitt bönnuð á tökustað. Þetta staðfesti vopnavörður myndarinnar, Hannah Gutierrez-Reed, í samtali við lögreglu. Gutierrez-Reed sagðist hafa athugað gervihylkin, sem innihalda ekki byssupúður, og tryggt að þau væru ekki „heit“. Rétt fyrir tökur hefði verið gert hádegishlé og hún skilið við skotfærin á bakka á tökustað. Eftir hádegismat hefði umsjónarmaður leikmuna, Sarah Zachry, tekið skotvopnin úr læstum skáp og afhent Gutierrez-Reed. Halls sagði öryggisferlum þannig háttað að yfirleitt hefði Gutierrez-Reed opnað byssurnar og hann skoðað þær. Hann hefði meðal annars tryggt að ekkert væri í hlaupinu og skoðað skotfærageymlsuna. Ef allt væri eins og það ætti að vera kallaði hann „köld byssa“. Halls sagði Gutierres-Reed hafa sýnt honum umrædda byssu áður en æfingar héldu áfram en sagðist aðeins muna eftir að hafa séð þrjú skot í byssunni. Hann sagði að eftir að harmleikurinn átti sér stað hefði hann tekið byssuna upp, opnað hana og séð að minnsta kosti fjögur skothylki með götum og eitt án gats. Gerviskot þekkjast stundum á því að göt eru á þeim. Lögreglustjórinn Adan Mendoza sagði á fundi í gær að um 500 skotfæri hefðu fundist á tökustaðnum, meðal annars skot sem lögregla teldi raunveruleg, það er að segja ekki leikmuni sem væri ætlað að líkjast kúlum og búa til hvell. New York Times greindi frá.
Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Tengdar fréttir Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. 27. október 2021 15:30 Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. 27. október 2021 15:30
Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20
Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49