„Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna“ Snorri Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. október 2021 18:54 Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans. Vísir/Þ Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Landspítala, teljur að endurskoða þurfi fyrirætlanir stjórnvalda um að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi, í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Rætt var við Karl Andersen, forstöðumann hjarta- og æðaþjónustu Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í dag var greint frá því að sex manna hópsmit væri komið upp á hjartaskurðdeild spítalans. Þar af væri einn starfsmaður smitaður. „Það er mjög viðkvæmt, þetta eru veikir sjúklingar og þeir eru nýbúnir að fara í hjartaaðgerð. Það er alls ekki gott að fá smit inn á spítalann yfirleitt,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Hann segir óhjákvæmilegt að smit rati inn á spítalann, í ljósi fjölda smitaðra í samfélaginu og bendir á að nú greinist um 80 til 90 manns með veiruna á degi hverjum og yfir 800 séu í eftirliti Covid-göngudeildar spítalans. „Þetta var alveg fyrirséð, að það myndi á einhverjum tímapunkti berast smit inn á spítalann aftur. Og það á eftir að gerast aftur,“ segir Karl. Aðspurður segist hann hafa nokkrar áhyggjur af því að ráðist verði í allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana 18. nóvember næstkomandi, líkt og stjórnvöld hafa boðað. „Ég held að við höfum miklar áhyggjur af því að það verði allsherjaraflétting 18. nóvember. Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna í ljósi þess sem er að gerast núna þessa dagana og endurmeta það.“ Ekki verið ákveðið að breyta stefnunni Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingu allra samkomutakmarkana 18. nóvember en í ljósi hárra smittalna undanfarna daga og hópsmits meðal hjartasjúklinga á Landspítala ríkir ákveðin óvissa um þær fyrirætlanir. Svandís Svavarsdóttir upplýsti fréttastofu um að náið væri fylgst með þróuninni en að engin ákvörðun hafi verið tekin í bili um stefnubreytingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að atburðir helgarinnar settu afléttingaráætlunina ekki í uppnám. „Eins og komið hefur fram ítrekað hjá okkur eru allar okkar áætlanir háðar því hvernig faraldurinn þróast og hvort að einhverjir óvæntir atburðir verða. Það er náttúrulega bara það sem við höfum lært í tengslum við þessa veiru, að það er aldrei hægt að lofa neinu endanlega,“ segir Katrín. Raunheimar ráða för Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að veiran sé búin að dreifa vel úr sér í samfélaginu, en samtals greindust 80 með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill „Menn eru með einhverja framtíðarsýn, hvernig þeir vilja hafa þetta, en svo verða bara raunheimar að stýra aðgerðum svolítið. Ég held að það hljóti að verða þannig núna. Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ráða þessu endanlega en ég held að ef við förum að fá mikla aukningu á spítalann, held ég að menn þurfi náttúrulega að endurmeta þær áætlanir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnalæknir minnti á að hér sé ekki lengur verið að einblína á fjölda smitaðra, heldur fjölda innlagna. Í Danmörku hafi þó sífellt fleiri greinst smitaðir undanfarið og innlagnir fylgt í kjölfarið. „Þetta er svona að gerast þetta sem maður óttaðist en hversu mikið það verður það veit maður ekki,“ sagði Þórólfur. Og stendur til að grípa jafnvel fyrr í taumana? „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum núna næstu daga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Rætt var við Karl Andersen, forstöðumann hjarta- og æðaþjónustu Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í dag var greint frá því að sex manna hópsmit væri komið upp á hjartaskurðdeild spítalans. Þar af væri einn starfsmaður smitaður. „Það er mjög viðkvæmt, þetta eru veikir sjúklingar og þeir eru nýbúnir að fara í hjartaaðgerð. Það er alls ekki gott að fá smit inn á spítalann yfirleitt,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Hann segir óhjákvæmilegt að smit rati inn á spítalann, í ljósi fjölda smitaðra í samfélaginu og bendir á að nú greinist um 80 til 90 manns með veiruna á degi hverjum og yfir 800 séu í eftirliti Covid-göngudeildar spítalans. „Þetta var alveg fyrirséð, að það myndi á einhverjum tímapunkti berast smit inn á spítalann aftur. Og það á eftir að gerast aftur,“ segir Karl. Aðspurður segist hann hafa nokkrar áhyggjur af því að ráðist verði í allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana 18. nóvember næstkomandi, líkt og stjórnvöld hafa boðað. „Ég held að við höfum miklar áhyggjur af því að það verði allsherjaraflétting 18. nóvember. Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna í ljósi þess sem er að gerast núna þessa dagana og endurmeta það.“ Ekki verið ákveðið að breyta stefnunni Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingu allra samkomutakmarkana 18. nóvember en í ljósi hárra smittalna undanfarna daga og hópsmits meðal hjartasjúklinga á Landspítala ríkir ákveðin óvissa um þær fyrirætlanir. Svandís Svavarsdóttir upplýsti fréttastofu um að náið væri fylgst með þróuninni en að engin ákvörðun hafi verið tekin í bili um stefnubreytingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að atburðir helgarinnar settu afléttingaráætlunina ekki í uppnám. „Eins og komið hefur fram ítrekað hjá okkur eru allar okkar áætlanir háðar því hvernig faraldurinn þróast og hvort að einhverjir óvæntir atburðir verða. Það er náttúrulega bara það sem við höfum lært í tengslum við þessa veiru, að það er aldrei hægt að lofa neinu endanlega,“ segir Katrín. Raunheimar ráða för Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að veiran sé búin að dreifa vel úr sér í samfélaginu, en samtals greindust 80 með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill „Menn eru með einhverja framtíðarsýn, hvernig þeir vilja hafa þetta, en svo verða bara raunheimar að stýra aðgerðum svolítið. Ég held að það hljóti að verða þannig núna. Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ráða þessu endanlega en ég held að ef við förum að fá mikla aukningu á spítalann, held ég að menn þurfi náttúrulega að endurmeta þær áætlanir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnalæknir minnti á að hér sé ekki lengur verið að einblína á fjölda smitaðra, heldur fjölda innlagna. Í Danmörku hafi þó sífellt fleiri greinst smitaðir undanfarið og innlagnir fylgt í kjölfarið. „Þetta er svona að gerast þetta sem maður óttaðist en hversu mikið það verður það veit maður ekki,“ sagði Þórólfur. Og stendur til að grípa jafnvel fyrr í taumana? „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum núna næstu daga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53