„Sextán ára pjakkur sem mætir með sítt hár og Mikkel Hansen bandið í hárinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 14:01 Skarphéðinn Ívar Einarsson stimplaði sig inn hjá KA í leiknum á móti Val. S2 Sport Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni buðu upp á nýjan dagskrárlið í þætti gærkvöldsins en sá heitir „Undir radarnum“ og var frumsýndur í gær. „Við erum að fara að kynna nýjan dagskrárlið í Seinni bylgjunni og hann heitir: Undir radarnum. Við ætlum að fá sérfræðinga okkur til að segja frá tveimur leikmönnum á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þetta eru leikmenn sem spiluðu annað hvort vel eða illa en fóru undir radarinn og hinn almenni áhugamaður um handbolta tók kannski ekki eftir þeirra frammistöðu,“ sagði Stefán Árni. Sérfræðingarnir sem voru fyrstir til að segja frá mönnum sem fóru undir radarinn voru þeir Rúnar Sigtryggsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir Örn reið á vaðið og talaði um tvo leikmenn sem fóru undir radarinn. „Ég valdi tvo leikmenn sem er skemmtilegt að sjá almennt. Fyrstur var Alexander Örn varnarmaður í Val sem mér fannst eiga alveg stórkostlegan leik á móti KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég veit líka að það er smá saga. Hann er búinn einn af þessum stóru varnarmönnum í deildinni í örugglega einhver fimm, sex, sjö ár. Einar Rafn er búinn að vera þessi sóknarmaður á sama tíma og svo eru þeir bara með þetta einvígi þarna fyrir norðan. Alex bara jarðaði hann fannst mér. Einar skorar eitthvað en hann var að atast í honum allan leikinn,“ sagði Ásgeir. Ásgeir tók einnig fyrir hinn unga Skarphéðinn Ívar Einarsson í liði KA. „Þetta er bara einhver sextán ára pjakkur sem mætir með sítt hár og Mikkel Hansen bandið í hárinu og skoraði tvö flott mörk í leiknum. Hann átti líka stoðsendingu og ég hef ekki séð svona síðan Arnór Atlason var á fjölunum í KA-heimilinu. Á þessum aldri,“ sagði Ásgeir. Rúnar Sigtryggsson valdi Stefán Darri Þórsson úr Fram og Róbert Sigurðsson hjá ÍBV. Það má sjá umfjöllunina og rökstuðninginn fyrir valinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Undir ratarnum er nýr dagskrárliður Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Sjá meira
„Við erum að fara að kynna nýjan dagskrárlið í Seinni bylgjunni og hann heitir: Undir radarnum. Við ætlum að fá sérfræðinga okkur til að segja frá tveimur leikmönnum á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þetta eru leikmenn sem spiluðu annað hvort vel eða illa en fóru undir radarinn og hinn almenni áhugamaður um handbolta tók kannski ekki eftir þeirra frammistöðu,“ sagði Stefán Árni. Sérfræðingarnir sem voru fyrstir til að segja frá mönnum sem fóru undir radarinn voru þeir Rúnar Sigtryggsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir Örn reið á vaðið og talaði um tvo leikmenn sem fóru undir radarinn. „Ég valdi tvo leikmenn sem er skemmtilegt að sjá almennt. Fyrstur var Alexander Örn varnarmaður í Val sem mér fannst eiga alveg stórkostlegan leik á móti KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég veit líka að það er smá saga. Hann er búinn einn af þessum stóru varnarmönnum í deildinni í örugglega einhver fimm, sex, sjö ár. Einar Rafn er búinn að vera þessi sóknarmaður á sama tíma og svo eru þeir bara með þetta einvígi þarna fyrir norðan. Alex bara jarðaði hann fannst mér. Einar skorar eitthvað en hann var að atast í honum allan leikinn,“ sagði Ásgeir. Ásgeir tók einnig fyrir hinn unga Skarphéðinn Ívar Einarsson í liði KA. „Þetta er bara einhver sextán ára pjakkur sem mætir með sítt hár og Mikkel Hansen bandið í hárinu og skoraði tvö flott mörk í leiknum. Hann átti líka stoðsendingu og ég hef ekki séð svona síðan Arnór Atlason var á fjölunum í KA-heimilinu. Á þessum aldri,“ sagði Ásgeir. Rúnar Sigtryggsson valdi Stefán Darri Þórsson úr Fram og Róbert Sigurðsson hjá ÍBV. Það má sjá umfjöllunina og rökstuðninginn fyrir valinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Undir ratarnum er nýr dagskrárliður
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Sjá meira