Giftist almúgamanni og missti um leið konunglega tign sína Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 07:40 Mako og Kei Komuro ræða við blaðamenn á fundi á hóteli í Tókýó fyrr í dag. AP Mako Japansprinsessa giftist í dag æskuástinni sinni, Kei Komuro, og missti þá um leið konunglega tign sína. Samkvæmt japönskum lögum afsala konur úr keisarafjölskyldu landsins konunglegri tign, ákveði þær að giftast „almúgamanni“. Hið sama á þó ekki við um karlkyns meðlimi japönsku keisarafjölskyldunnar. Hin þrítuga Mako er dóttir Fumihito, krónprins Japans og bróður Naruhito keisara, og Kiko prinsessu. Mako ákvað jafnframt að sleppa öllum þeim siðum sem vanalega eru viðhafðir í konunglegum brúðkaupum og þá afþakkaði hún eingreiðslu sem keisarahöllinn býður konum úr keisarafjölskyldunni sem afsala sér konunglegri tign með því að giftast almúgamanni. Mako er fyrsti kvenkyns meðlimur japönsku keisarafjölskyldunnar sem gerir hvort tveggja. Búist er við að hjónakornin flytjist búferlum til Bandaríkjanna þar sem Komuro starfar sem lögmaður. „Harry og Meghan Japans“ Japanskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með sambandi þeirra Mako og Komuro og hafa margir líkt málinu við vendingarnar í kringum Harry Bretaprins og Meghan Markle og hjónaband þeirra og þá sér í lagi ákvörðun Harrys að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og flytjast til Norður-Ameríku. Kastljósi fjölmiðla hefur meðal annars beinst að hárgreiðslu Komuro sem var sérstaklega gagnrýndur fyrir að vera með hárið í tagli þegar hann sneri aftur til Japans. Telja margir að slíkt sé ekki samboðið manni sem hyggst ganga að eiga prinsessu. Mako veifar til ljósmyndara þegar hún yfirgefur Akasakahöll í Tókýó fyrr í dag.AP Á fréttamannafundi fyrr í dag baðst Mako afsökunar á því er hjónaband hennar hafi valdið öðrum vandræðum. Hún sé þakklát þeim sem hafi stutt við bakið á henni og eiginmanni sínum. „Fyrir mig, þá er Kei óbætanlegur. Hjónaband var nauðsynlegt val fyrir okkur,“ sagði Mako. Kei bætti því við að hann elskaði Mako og vildi verja lífinu með henni. Trúlofuðust 2017 BBC segir frá því að Mako prinsessa hafi yfirgefið íbúð sína í höfuðborginni Tókýó klukkan tíu að staðartíma í morgun til að ganga að eiga Komuro. Hún hafi hneigt sig fyrir foreldrum sínum og faðmað yngri systur sína áður en hún hvarf á braut. Þau Mako og Komuro trúlofuðust árið 2017 og upphaflega stóð til að þau myndu ganga í hjónaband ári síðar. Brúðkaupinu var hins vegar frestað vegna fullyrðinga um að móðir Komuro ætti í fjárhagsvandræðum og hafi ekki endurgreitt fyrrverandi unnusta lán sem hún hafi fengið hjá honum. Keistarahöllin hafnaði því að frestun brúðkaupsins mætti rekja til þess máls, en Fumihito krónprins sagði þó að mikilvægt væri að ganga frá lausum endum varðandi fjármál, áður en þau Mako og Komuro gengu í hjónaband. Japan Kóngafólk Ástin og lífið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Hin þrítuga Mako er dóttir Fumihito, krónprins Japans og bróður Naruhito keisara, og Kiko prinsessu. Mako ákvað jafnframt að sleppa öllum þeim siðum sem vanalega eru viðhafðir í konunglegum brúðkaupum og þá afþakkaði hún eingreiðslu sem keisarahöllinn býður konum úr keisarafjölskyldunni sem afsala sér konunglegri tign með því að giftast almúgamanni. Mako er fyrsti kvenkyns meðlimur japönsku keisarafjölskyldunnar sem gerir hvort tveggja. Búist er við að hjónakornin flytjist búferlum til Bandaríkjanna þar sem Komuro starfar sem lögmaður. „Harry og Meghan Japans“ Japanskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með sambandi þeirra Mako og Komuro og hafa margir líkt málinu við vendingarnar í kringum Harry Bretaprins og Meghan Markle og hjónaband þeirra og þá sér í lagi ákvörðun Harrys að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og flytjast til Norður-Ameríku. Kastljósi fjölmiðla hefur meðal annars beinst að hárgreiðslu Komuro sem var sérstaklega gagnrýndur fyrir að vera með hárið í tagli þegar hann sneri aftur til Japans. Telja margir að slíkt sé ekki samboðið manni sem hyggst ganga að eiga prinsessu. Mako veifar til ljósmyndara þegar hún yfirgefur Akasakahöll í Tókýó fyrr í dag.AP Á fréttamannafundi fyrr í dag baðst Mako afsökunar á því er hjónaband hennar hafi valdið öðrum vandræðum. Hún sé þakklát þeim sem hafi stutt við bakið á henni og eiginmanni sínum. „Fyrir mig, þá er Kei óbætanlegur. Hjónaband var nauðsynlegt val fyrir okkur,“ sagði Mako. Kei bætti því við að hann elskaði Mako og vildi verja lífinu með henni. Trúlofuðust 2017 BBC segir frá því að Mako prinsessa hafi yfirgefið íbúð sína í höfuðborginni Tókýó klukkan tíu að staðartíma í morgun til að ganga að eiga Komuro. Hún hafi hneigt sig fyrir foreldrum sínum og faðmað yngri systur sína áður en hún hvarf á braut. Þau Mako og Komuro trúlofuðust árið 2017 og upphaflega stóð til að þau myndu ganga í hjónaband ári síðar. Brúðkaupinu var hins vegar frestað vegna fullyrðinga um að móðir Komuro ætti í fjárhagsvandræðum og hafi ekki endurgreitt fyrrverandi unnusta lán sem hún hafi fengið hjá honum. Keistarahöllin hafnaði því að frestun brúðkaupsins mætti rekja til þess máls, en Fumihito krónprins sagði þó að mikilvægt væri að ganga frá lausum endum varðandi fjármál, áður en þau Mako og Komuro gengu í hjónaband.
Japan Kóngafólk Ástin og lífið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira