Vöndu falið að sjá um uppgjörið við Guðna Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2021 09:32 Guðni Bergsson kvaddi KSÍ í lok ágúst eftir að hafa verið formaður frá árinu 2017. vísir/daníel Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður knattspyrnusambands Íslands, mun sjá um að leiða til lykta uppgjör við forvera sinn í starfi, Guðna Bergsson, vegna starfsloka hans í lok ágúst. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári alls um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Guðni hefur hingað til ekki tjáð sig um viðskilnaðinn við KSÍ en hann sagði af sér eftir þrýsting frá hluta knattspyrnuhreyfingarinnar vegna meðhöndlunar á upplýsingum um meint ofbeldisverk landsliðsmanna. Guðni sagði af sér eftir neyðarfundi undir lok ágúst en hafði áður lagt til að hann myndi víkja tímabundið sem formaður. Þá tillögu samþykkti þáverandi stjórn KSÍ ekki. Stjórnin sagði svo öll af sér degi á eftir formanninum og boðað var til aukaþings sem haldið var í byrjun október. Á aukaþinginu var Vanda sjálfkjörin nýr formaður þar sem hún var ein í framboði. Síðasta stjórn ræddi málið en tók ekki ákvörðun Á síðustu fundum fyrrverandi stjórnar var rætt um starfslok Guðna undir liðnum „önnur mál“ en engin ákvörðun tekin um starfslokasamning við hann. Nú er málið því komið í hendur nýrrar stjórnar sem á síðasta stjórnarfundi, 11. október, fól nýjum formanni að leiða uppgjörið við Guðna til lykta. Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður KSÍ í byrjun þessa mánaðar. Hér er hún á landsleik Íslands og Tékklands síðastliðinn föstudag ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýr formaður í kjaranefnd Samkvæmt lögum KSÍ sér þriggja manna kjaranefnd um að gera tillögu til stjórnar KSÍ um laun formanns og annað sem viðkemur kjörum hans. Ætla má að kjaranefnd komi með einhverjum hætti að málinu. Margrét Sanders var einmitt skipuð nýr formaður kjaranefndar á síðasta stjórnarfundi og tók við starfinu af Jónasi Gesti Jónassyni sem sagði sig úr nefndinni vegna starfa sinna, að því er segir í síðustu fundargerð. Í samtali við Vísi vildi Vanda ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði það geta skýrst bráðlega. Hún vildi ekki segja til um hvernig ákvörðun yrði tekin um starfslokasamning Guðna. Næsti stjórnarfundur er í dag en Vanda vildi ekki svara því hvort þar yrði einhver ákvörðun tekin um málið. KSÍ Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári alls um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Guðni hefur hingað til ekki tjáð sig um viðskilnaðinn við KSÍ en hann sagði af sér eftir þrýsting frá hluta knattspyrnuhreyfingarinnar vegna meðhöndlunar á upplýsingum um meint ofbeldisverk landsliðsmanna. Guðni sagði af sér eftir neyðarfundi undir lok ágúst en hafði áður lagt til að hann myndi víkja tímabundið sem formaður. Þá tillögu samþykkti þáverandi stjórn KSÍ ekki. Stjórnin sagði svo öll af sér degi á eftir formanninum og boðað var til aukaþings sem haldið var í byrjun október. Á aukaþinginu var Vanda sjálfkjörin nýr formaður þar sem hún var ein í framboði. Síðasta stjórn ræddi málið en tók ekki ákvörðun Á síðustu fundum fyrrverandi stjórnar var rætt um starfslok Guðna undir liðnum „önnur mál“ en engin ákvörðun tekin um starfslokasamning við hann. Nú er málið því komið í hendur nýrrar stjórnar sem á síðasta stjórnarfundi, 11. október, fól nýjum formanni að leiða uppgjörið við Guðna til lykta. Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður KSÍ í byrjun þessa mánaðar. Hér er hún á landsleik Íslands og Tékklands síðastliðinn föstudag ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýr formaður í kjaranefnd Samkvæmt lögum KSÍ sér þriggja manna kjaranefnd um að gera tillögu til stjórnar KSÍ um laun formanns og annað sem viðkemur kjörum hans. Ætla má að kjaranefnd komi með einhverjum hætti að málinu. Margrét Sanders var einmitt skipuð nýr formaður kjaranefndar á síðasta stjórnarfundi og tók við starfinu af Jónasi Gesti Jónassyni sem sagði sig úr nefndinni vegna starfa sinna, að því er segir í síðustu fundargerð. Í samtali við Vísi vildi Vanda ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði það geta skýrst bráðlega. Hún vildi ekki segja til um hvernig ákvörðun yrði tekin um starfslokasamning Guðna. Næsti stjórnarfundur er í dag en Vanda vildi ekki svara því hvort þar yrði einhver ákvörðun tekin um málið.
KSÍ Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira