Zlatan sá fjórði á fimmtugsaldri til að skora í Serie A Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. október 2021 22:05 Flest er nú fertugum fært. vísir/Getty Sænska goðsögnin Zlatan Ibrahimovic er hvergi af baki dottinn þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn. Þessi magnaði markaskorari skaut AC Milan á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark liðsins í 2-4 sigri á Bologna. Zlatan varð reyndar einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum. Þann 3.október síðastliðinn fagnaði kappinn fertugsafmæli sínu og var þetta fyrsta mark hans síðan en hann hefur skorað alls tvö mörk á leiktíðinni til þessa en þetta var aðeins þriðji leikur kappans á tímabilinu. Með þessu varð Zlatan fjórði leikmaðurinn til að skora mark í ítölsku úrvalsdeildinni eftir fertugt. Honum vantar þó enn eitt ár til að eigna sér metið sem elsti markaskorari í sögu deildarinnar því Alessandro Costacurta, fyrrum liðsfélagi Zlatan hjá AC Milan, var nýorðinn 41 árs þegar hann skoraði sitt síðasta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. - @Ibra_official is the 4th player to score a Serie A goal after his 40th birthday, after Alessandro Costacurta at age 41 for Milan in 2007, Silvio Piola at age 40 for Novara in 1954 and Pietro Vierchowod at age 40 for Piacenza in 1999. #SerieA #Zlatan— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 23, 2021 Zlatan fæddist í Malmö í Svíþjóð árið 1981 og hefur átt algjörlega stórkostlegan feril sem knattspyrnumaður. Síðan hann gekk aftur í raðir AC Milan árið 2019 hefur hann skorað 30 mörk í 51 leik og alls ekki útilokað að hann muni halda áfram að raða inn mörkum í ítalska boltanum í einhver tímabil í viðbót. 40 - Zlatan Ibrahimovic (40 years, 20 days) is the second player to have delivered an assist in Serie A at 40 years of age since 2004/05, the first was Francesco Totti (40 years, 145 days v Torino in 2017). Generous.#BolognaMilan— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 23, 2021 Ítalski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
Þessi magnaði markaskorari skaut AC Milan á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark liðsins í 2-4 sigri á Bologna. Zlatan varð reyndar einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum. Þann 3.október síðastliðinn fagnaði kappinn fertugsafmæli sínu og var þetta fyrsta mark hans síðan en hann hefur skorað alls tvö mörk á leiktíðinni til þessa en þetta var aðeins þriðji leikur kappans á tímabilinu. Með þessu varð Zlatan fjórði leikmaðurinn til að skora mark í ítölsku úrvalsdeildinni eftir fertugt. Honum vantar þó enn eitt ár til að eigna sér metið sem elsti markaskorari í sögu deildarinnar því Alessandro Costacurta, fyrrum liðsfélagi Zlatan hjá AC Milan, var nýorðinn 41 árs þegar hann skoraði sitt síðasta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. - @Ibra_official is the 4th player to score a Serie A goal after his 40th birthday, after Alessandro Costacurta at age 41 for Milan in 2007, Silvio Piola at age 40 for Novara in 1954 and Pietro Vierchowod at age 40 for Piacenza in 1999. #SerieA #Zlatan— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 23, 2021 Zlatan fæddist í Malmö í Svíþjóð árið 1981 og hefur átt algjörlega stórkostlegan feril sem knattspyrnumaður. Síðan hann gekk aftur í raðir AC Milan árið 2019 hefur hann skorað 30 mörk í 51 leik og alls ekki útilokað að hann muni halda áfram að raða inn mörkum í ítalska boltanum í einhver tímabil í viðbót. 40 - Zlatan Ibrahimovic (40 years, 20 days) is the second player to have delivered an assist in Serie A at 40 years of age since 2004/05, the first was Francesco Totti (40 years, 145 days v Torino in 2017). Generous.#BolognaMilan— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 23, 2021
Ítalski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira