Messi vill Agüero til Parísar í stað Icardi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2021 08:00 Messi vill fá góðvin sinn og herbergisfélaga með landsliðinu til Parísar. Alexandre Schneider/Getty Images Mauro Icardi virðist vera í vandræðum á fleiri stöðum en heima hjá sér þessa dagana. Lionel Messi vill losna við kauða og fá góðvin sinn Sergio Agüero til félagsins í staðinn. Ekki er langt síðan orðrómar fóru á kreik að hjónaband Icardi stæði á brauðfótum. Hvað sem því kemur þá er Icardi einnig í vandræðum hjá félagi sínu París Saint-Germain þar sem samlandi hans Lionel Messi vill hann á bak og burt. Raunar hótaði Icardi að yfirgefa félagið ef eiginkonan myndi ekki snúa aftur. Fór það svo að Wanda Nara, eiginkona framherjans, sneri aftur en svo gæti samt sem áður farið að Icardi muni yfirgefa PSG.Messi gekk til liðs við PSG í sumar og hefur fram til þessa haft heldur hægt um sig. Nú virðist hann hafa fært sig upp á skaftið en í frétt El Nacional segir að Messi og Icardi nái engan veginn saman.Það þýðir aðeins eitt; Icardi fær að fjúka.Lionel Messi vonast til að Parísarliðið nái samkomulagi við hans fyrrum félag Barcelona og samþykki leikmannaskipti. Sergio Agüero, góðvinur Messi og herbergisfélagi í landsliðinu, myndi þá koma til Parísar (aðeins nokkrum mánuðum eftir að ganga í raðir Börsunga) og Icardi færi til Katalóníu.Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Messi vilji losna við Icardi en sá síðarnefndi er viss um að andúð Messi sé ástæða þess að hann hafi ekki spilað fyrir argentíska landsliðið síðan árið 2018. Talið er að ástarævintýri Icardi og Wöndu Nara, þáverandi eiginkonu Maxi Lopez og góðvinar Messi, spili sinn þátt í andúð Messi á Icardi. Svo virðist sem stórstjarnan hafi haldið sig á mottunni til að byrja með en nú þegar janúarglugginn fer senn að opna hefur Lionel ákveðið að gefa stjórn PSG skýr skilaboð um hvaða leikmann hinn vill helst losna við sem og hvaða leikmaður ætti að koma inn í hans stað.Nú er bara að bíða og sjá hvort Messi hafi sömu völd í París og hann gerði Katalóníu.Stefnir allt í að Icardi þurfi að ganga enn lengra frá Lionel Messi.Xavier Laine/Getty Images Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Ekki er langt síðan orðrómar fóru á kreik að hjónaband Icardi stæði á brauðfótum. Hvað sem því kemur þá er Icardi einnig í vandræðum hjá félagi sínu París Saint-Germain þar sem samlandi hans Lionel Messi vill hann á bak og burt. Raunar hótaði Icardi að yfirgefa félagið ef eiginkonan myndi ekki snúa aftur. Fór það svo að Wanda Nara, eiginkona framherjans, sneri aftur en svo gæti samt sem áður farið að Icardi muni yfirgefa PSG.Messi gekk til liðs við PSG í sumar og hefur fram til þessa haft heldur hægt um sig. Nú virðist hann hafa fært sig upp á skaftið en í frétt El Nacional segir að Messi og Icardi nái engan veginn saman.Það þýðir aðeins eitt; Icardi fær að fjúka.Lionel Messi vonast til að Parísarliðið nái samkomulagi við hans fyrrum félag Barcelona og samþykki leikmannaskipti. Sergio Agüero, góðvinur Messi og herbergisfélagi í landsliðinu, myndi þá koma til Parísar (aðeins nokkrum mánuðum eftir að ganga í raðir Börsunga) og Icardi færi til Katalóníu.Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Messi vilji losna við Icardi en sá síðarnefndi er viss um að andúð Messi sé ástæða þess að hann hafi ekki spilað fyrir argentíska landsliðið síðan árið 2018. Talið er að ástarævintýri Icardi og Wöndu Nara, þáverandi eiginkonu Maxi Lopez og góðvinar Messi, spili sinn þátt í andúð Messi á Icardi. Svo virðist sem stórstjarnan hafi haldið sig á mottunni til að byrja með en nú þegar janúarglugginn fer senn að opna hefur Lionel ákveðið að gefa stjórn PSG skýr skilaboð um hvaða leikmann hinn vill helst losna við sem og hvaða leikmaður ætti að koma inn í hans stað.Nú er bara að bíða og sjá hvort Messi hafi sömu völd í París og hann gerði Katalóníu.Stefnir allt í að Icardi þurfi að ganga enn lengra frá Lionel Messi.Xavier Laine/Getty Images
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira