Leggur til hefndaraðgerðir eftir skelfilega nótt í Manchester fyrir leik kvöldsins Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2021 14:48 Ruslan Malinovskyi mun hafa átt erfitt með svefn í nótt vegna sífelldra truflana. Getty/Jonathan Moscrop Leikmenn ítalska félagsins Atalanta áttu erfitt með svefn í Manchester í nótt þar sem að brunaviðvörunarkerfið á hóteli þeirra mun hafa farið fimm eða sex sinnum í gang með miklum látum. Eiginkona eins leikmanna Atalanta lagði til hefndaraðgerðir. Manchester United og Atalanta mætast í mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Liðin munu svo mætast að nýju á Ítalíu 2. nóvember. Roskana Malinovskiy, eiginkona miðjumannsins Ruslan Malinovskiy, segir á Instagram að brunaviðvörunarkerfið á The Edwardian Manchester hótelinu hafi eyðilagt nóttina fyrir leikmönnum: „Nóttin í Manchester helvíti líkust. Yfir nóttina fór brunaviðvörunarkerfið fimm sinnum í gang af fullum krafti,“ skrifaði hún. „Þetta gerðist akkúrat þegar liðið kom, og bara um nóttina! Haldið þið að þetta sé bara slys? Það held ég ekki,“ skrifaði Roskana og bætti við: „Ég vona að stuðningsmenn okkar styðji liðið í heimaleiknum og kannski gerist óvænt það sama á ítölsku hóteli.“ Annar gestur greindi frá því á Twitter að brunaviðvörunarkerfið hefði farið í gang sex sinnum. @RadissonHotels When you stay in the same hotel as the @ManUtd opposition the night before a big game of course you are rudely woken by 04:51, 05:00, 05:36 and 06:11 Fire Alarms! #ManUtd #Atalanta #UCL #isthisreally5star #furious— Lorraine Duarte (@Mrs_Duarte) October 20, 2021 Leikur United og Atalanta hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Atalanta er með 4 stig í F-riðli en United og Young Boys með 3 stig og Villarreal 1. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Manchester United og Atalanta mætast í mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Liðin munu svo mætast að nýju á Ítalíu 2. nóvember. Roskana Malinovskiy, eiginkona miðjumannsins Ruslan Malinovskiy, segir á Instagram að brunaviðvörunarkerfið á The Edwardian Manchester hótelinu hafi eyðilagt nóttina fyrir leikmönnum: „Nóttin í Manchester helvíti líkust. Yfir nóttina fór brunaviðvörunarkerfið fimm sinnum í gang af fullum krafti,“ skrifaði hún. „Þetta gerðist akkúrat þegar liðið kom, og bara um nóttina! Haldið þið að þetta sé bara slys? Það held ég ekki,“ skrifaði Roskana og bætti við: „Ég vona að stuðningsmenn okkar styðji liðið í heimaleiknum og kannski gerist óvænt það sama á ítölsku hóteli.“ Annar gestur greindi frá því á Twitter að brunaviðvörunarkerfið hefði farið í gang sex sinnum. @RadissonHotels When you stay in the same hotel as the @ManUtd opposition the night before a big game of course you are rudely woken by 04:51, 05:00, 05:36 and 06:11 Fire Alarms! #ManUtd #Atalanta #UCL #isthisreally5star #furious— Lorraine Duarte (@Mrs_Duarte) October 20, 2021 Leikur United og Atalanta hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Atalanta er með 4 stig í F-riðli en United og Young Boys með 3 stig og Villarreal 1. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira