Neville segir að það séu fjögur vandamál í klefanum hjá Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 09:30 Cristiano Ronaldo byrjaði vel í endurkomunni hjá Manchester United en átti ekki góðan leik um helgina. Getty/Visionhaus Gary Neville þekkir Manchester United betur en flestir og hann hefur sína skoðun á því sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær þarf að gera á næstunni. Manchester United tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og var það enn einn slaki leikur liðsins að undanförnu. Stóra vandamálið að nú þegar liðið er á niðurleið þá eru United menn að fara inn í mjög erfitt leikjaprógramm þar sem liðið er að fara að mæta Liverpool, Manchester City, Chelsea, Tottenham og Arsenal á næstunni. Ole Gunnar Solskjaer's four Man Utd dressing problems listed by Gary Nevillehttps://t.co/9KnXFkpl9G pic.twitter.com/1pl7nRtBKm— Mirror Football (@MirrorFootball) October 19, 2021 Neville nefnir sérstaklega fjögur vandamál í búningsklefanum hjá Solskjær. Þau snúa af persónuleikum Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Paul Pogba og Harry Maguire. Það er að heyra á orðum Neville að það sé valdabarátta innan liðsins milli þessara fjögurra stórstjarna. „Það er ára Ronaldo, Fernandes er að veifa höndunum allan tímann, Pogba veit ekki hvort að hann sé að fara eða ætli að vera áfram og svo heldur fyrirliðinn Maguire að hann stjórni einhverju,“ sagði Gary Neville á Sky Sports. „Ole þarf að finna lausnina á þessu í þessari viku. Á sunnudaginn eru það þessir menn sem gætu séð til þess öðrum fremur að þeir vinni Liverpool. Þeir þurfa að finna andann og ná upp kraftinum í liðinu,“ sagði Neville. „Mér fannst eitthvað vera að verða til hjá liðinu á síðustu leiktíð. Það var eitthvað að gerjast. Ég er viss um það að ef þú myndir spyrja hann í einrúmi þá vildi hann líklega fá það lið aftur,“ sagði Neville. How much more patience will Manchester United have with Ole Gunnar Solskjær? @Carra23 and @GNev2 discuss how much pressure the Man Utd boss is under and why now is not the time to panic Watch #MNF now live on Sky Sports PL pic.twitter.com/e85JEIr89Q— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2021 „Þeir eru núna með sex handsprengjur í klefanum og það er búið að taka pinnann úr þeim öllum. Það er samt hægt að láta þetta ganga upp því ég hef séð Del Bosque stýra slíku Real Madrid liði, Zidane hefur líka náð því og PSG er með svona lið núna. Þú sérð Pochettino þarna en þér finnst þetta samt ekki vera Pochettino lið,“ sagði Neville. „Ole er núna með þá Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Edinson Cavani, Paul Pogba og Harry Maguire. Þetta eru risastórir karakterar og þeir eru allir saman í klefanum,“ sagði Neville. „Maguire horfir nú á Varane í klefanum og spyr sig hvort að hann sé ennþá aðalmaðurinn. Svo er Cavani á bekknum eftir að hafa verið beðinn um að halda áfram en núna eru Ronaldo, Rashford og Greenwood á undan honum. Sancho var keyptur á 75 milljónir punda en hann er inn og út úr liðinu. Allt þetta er í gangi og Solskjær þarf að finna lausnina,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Manchester United tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og var það enn einn slaki leikur liðsins að undanförnu. Stóra vandamálið að nú þegar liðið er á niðurleið þá eru United menn að fara inn í mjög erfitt leikjaprógramm þar sem liðið er að fara að mæta Liverpool, Manchester City, Chelsea, Tottenham og Arsenal á næstunni. Ole Gunnar Solskjaer's four Man Utd dressing problems listed by Gary Nevillehttps://t.co/9KnXFkpl9G pic.twitter.com/1pl7nRtBKm— Mirror Football (@MirrorFootball) October 19, 2021 Neville nefnir sérstaklega fjögur vandamál í búningsklefanum hjá Solskjær. Þau snúa af persónuleikum Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Paul Pogba og Harry Maguire. Það er að heyra á orðum Neville að það sé valdabarátta innan liðsins milli þessara fjögurra stórstjarna. „Það er ára Ronaldo, Fernandes er að veifa höndunum allan tímann, Pogba veit ekki hvort að hann sé að fara eða ætli að vera áfram og svo heldur fyrirliðinn Maguire að hann stjórni einhverju,“ sagði Gary Neville á Sky Sports. „Ole þarf að finna lausnina á þessu í þessari viku. Á sunnudaginn eru það þessir menn sem gætu séð til þess öðrum fremur að þeir vinni Liverpool. Þeir þurfa að finna andann og ná upp kraftinum í liðinu,“ sagði Neville. „Mér fannst eitthvað vera að verða til hjá liðinu á síðustu leiktíð. Það var eitthvað að gerjast. Ég er viss um það að ef þú myndir spyrja hann í einrúmi þá vildi hann líklega fá það lið aftur,“ sagði Neville. How much more patience will Manchester United have with Ole Gunnar Solskjær? @Carra23 and @GNev2 discuss how much pressure the Man Utd boss is under and why now is not the time to panic Watch #MNF now live on Sky Sports PL pic.twitter.com/e85JEIr89Q— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2021 „Þeir eru núna með sex handsprengjur í klefanum og það er búið að taka pinnann úr þeim öllum. Það er samt hægt að láta þetta ganga upp því ég hef séð Del Bosque stýra slíku Real Madrid liði, Zidane hefur líka náð því og PSG er með svona lið núna. Þú sérð Pochettino þarna en þér finnst þetta samt ekki vera Pochettino lið,“ sagði Neville. „Ole er núna með þá Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Edinson Cavani, Paul Pogba og Harry Maguire. Þetta eru risastórir karakterar og þeir eru allir saman í klefanum,“ sagði Neville. „Maguire horfir nú á Varane í klefanum og spyr sig hvort að hann sé ennþá aðalmaðurinn. Svo er Cavani á bekknum eftir að hafa verið beðinn um að halda áfram en núna eru Ronaldo, Rashford og Greenwood á undan honum. Sancho var keyptur á 75 milljónir punda en hann er inn og út úr liðinu. Allt þetta er í gangi og Solskjær þarf að finna lausnina,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira