Neville segir að það séu fjögur vandamál í klefanum hjá Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 09:30 Cristiano Ronaldo byrjaði vel í endurkomunni hjá Manchester United en átti ekki góðan leik um helgina. Getty/Visionhaus Gary Neville þekkir Manchester United betur en flestir og hann hefur sína skoðun á því sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær þarf að gera á næstunni. Manchester United tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og var það enn einn slaki leikur liðsins að undanförnu. Stóra vandamálið að nú þegar liðið er á niðurleið þá eru United menn að fara inn í mjög erfitt leikjaprógramm þar sem liðið er að fara að mæta Liverpool, Manchester City, Chelsea, Tottenham og Arsenal á næstunni. Ole Gunnar Solskjaer's four Man Utd dressing problems listed by Gary Nevillehttps://t.co/9KnXFkpl9G pic.twitter.com/1pl7nRtBKm— Mirror Football (@MirrorFootball) October 19, 2021 Neville nefnir sérstaklega fjögur vandamál í búningsklefanum hjá Solskjær. Þau snúa af persónuleikum Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Paul Pogba og Harry Maguire. Það er að heyra á orðum Neville að það sé valdabarátta innan liðsins milli þessara fjögurra stórstjarna. „Það er ára Ronaldo, Fernandes er að veifa höndunum allan tímann, Pogba veit ekki hvort að hann sé að fara eða ætli að vera áfram og svo heldur fyrirliðinn Maguire að hann stjórni einhverju,“ sagði Gary Neville á Sky Sports. „Ole þarf að finna lausnina á þessu í þessari viku. Á sunnudaginn eru það þessir menn sem gætu séð til þess öðrum fremur að þeir vinni Liverpool. Þeir þurfa að finna andann og ná upp kraftinum í liðinu,“ sagði Neville. „Mér fannst eitthvað vera að verða til hjá liðinu á síðustu leiktíð. Það var eitthvað að gerjast. Ég er viss um það að ef þú myndir spyrja hann í einrúmi þá vildi hann líklega fá það lið aftur,“ sagði Neville. How much more patience will Manchester United have with Ole Gunnar Solskjær? @Carra23 and @GNev2 discuss how much pressure the Man Utd boss is under and why now is not the time to panic Watch #MNF now live on Sky Sports PL pic.twitter.com/e85JEIr89Q— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2021 „Þeir eru núna með sex handsprengjur í klefanum og það er búið að taka pinnann úr þeim öllum. Það er samt hægt að láta þetta ganga upp því ég hef séð Del Bosque stýra slíku Real Madrid liði, Zidane hefur líka náð því og PSG er með svona lið núna. Þú sérð Pochettino þarna en þér finnst þetta samt ekki vera Pochettino lið,“ sagði Neville. „Ole er núna með þá Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Edinson Cavani, Paul Pogba og Harry Maguire. Þetta eru risastórir karakterar og þeir eru allir saman í klefanum,“ sagði Neville. „Maguire horfir nú á Varane í klefanum og spyr sig hvort að hann sé ennþá aðalmaðurinn. Svo er Cavani á bekknum eftir að hafa verið beðinn um að halda áfram en núna eru Ronaldo, Rashford og Greenwood á undan honum. Sancho var keyptur á 75 milljónir punda en hann er inn og út úr liðinu. Allt þetta er í gangi og Solskjær þarf að finna lausnina,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Manchester United tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og var það enn einn slaki leikur liðsins að undanförnu. Stóra vandamálið að nú þegar liðið er á niðurleið þá eru United menn að fara inn í mjög erfitt leikjaprógramm þar sem liðið er að fara að mæta Liverpool, Manchester City, Chelsea, Tottenham og Arsenal á næstunni. Ole Gunnar Solskjaer's four Man Utd dressing problems listed by Gary Nevillehttps://t.co/9KnXFkpl9G pic.twitter.com/1pl7nRtBKm— Mirror Football (@MirrorFootball) October 19, 2021 Neville nefnir sérstaklega fjögur vandamál í búningsklefanum hjá Solskjær. Þau snúa af persónuleikum Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Paul Pogba og Harry Maguire. Það er að heyra á orðum Neville að það sé valdabarátta innan liðsins milli þessara fjögurra stórstjarna. „Það er ára Ronaldo, Fernandes er að veifa höndunum allan tímann, Pogba veit ekki hvort að hann sé að fara eða ætli að vera áfram og svo heldur fyrirliðinn Maguire að hann stjórni einhverju,“ sagði Gary Neville á Sky Sports. „Ole þarf að finna lausnina á þessu í þessari viku. Á sunnudaginn eru það þessir menn sem gætu séð til þess öðrum fremur að þeir vinni Liverpool. Þeir þurfa að finna andann og ná upp kraftinum í liðinu,“ sagði Neville. „Mér fannst eitthvað vera að verða til hjá liðinu á síðustu leiktíð. Það var eitthvað að gerjast. Ég er viss um það að ef þú myndir spyrja hann í einrúmi þá vildi hann líklega fá það lið aftur,“ sagði Neville. How much more patience will Manchester United have with Ole Gunnar Solskjær? @Carra23 and @GNev2 discuss how much pressure the Man Utd boss is under and why now is not the time to panic Watch #MNF now live on Sky Sports PL pic.twitter.com/e85JEIr89Q— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2021 „Þeir eru núna með sex handsprengjur í klefanum og það er búið að taka pinnann úr þeim öllum. Það er samt hægt að láta þetta ganga upp því ég hef séð Del Bosque stýra slíku Real Madrid liði, Zidane hefur líka náð því og PSG er með svona lið núna. Þú sérð Pochettino þarna en þér finnst þetta samt ekki vera Pochettino lið,“ sagði Neville. „Ole er núna með þá Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Edinson Cavani, Paul Pogba og Harry Maguire. Þetta eru risastórir karakterar og þeir eru allir saman í klefanum,“ sagði Neville. „Maguire horfir nú á Varane í klefanum og spyr sig hvort að hann sé ennþá aðalmaðurinn. Svo er Cavani á bekknum eftir að hafa verið beðinn um að halda áfram en núna eru Ronaldo, Rashford og Greenwood á undan honum. Sancho var keyptur á 75 milljónir punda en hann er inn og út úr liðinu. Allt þetta er í gangi og Solskjær þarf að finna lausnina,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira