Mönnun og framboð legurýma ræður mestu um þolmörk Landspítalans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2021 17:41 Stjórnendur Landspítalans skiluðu inn minnisblaði á föstudaginn. Vísir/Vilhelm Það sem mestu ræður um þolmörk Landspítalans eru mönnum og framboð legurýma. 20-40 sjúklingar bíða á hverjum degi eftir innlögn á bráðamóttöku við ófullnægjandi aðstæður. Landspítalinn varar við því að aðrir mögulegir smitsjúkdómafaraldrar geti valdið miklu álagi á spítalakerfið Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítalans til heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið yfir stöðuna á Landspítalanum með tilliti til álags vegna Covid-19 faraldursins. Kallað hefur verið eftir því að öllum takmörkunum vegna faraldursins verði aflétt þegar gildandi takmarkanir renna út, síðar í vikunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum. Þórólfur Guðnason, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Þá hefur hann einnig sagt að takmarkanir þurfi að taka mið af getu Landspítalans. Í minnisblaði Landspítalans, sem skilað var inn fyrir helgi og minnst var á hér í upphafi gerir forstjórinn grein fyrir stöðunni á spítalanum og leggur fram viðmið um getu spítalans. Í minnisblaðinu segir að aðflæði að spítalanum sé með hefðbundnu móti og innlagnaþungi í réttu hlufalli. Allar bráðalegudeildir séu hins vegar nýttar um og yfir 100 prósent og „afar lítið svigrúm fyrir aukaálag“ eins og segir í minnisblaðinu. „Talsverður fjöldi sjúklinga (20-40) bíður á degi hverjum innlagnar á bráðamóttöku við ófullnægjandi aðstæður, “segir í minnisblaðinu. Aðrir mögulegir smitsjúkdómar geti valdið miklu álagi Þar kemur fram að sex legurými séu frátekin fyrir Covid-sjúklinga á smitsjúkdímadeild. Þegar fjöldi sjúklinga fer yfir sex sé hægt að leggja sex inn á lungnadeild með því að flytja aðra sjúklinga þaðan. Þá þarf að rýma smitsjúkdómadeildina og útbúa pláss fyrir sautján sjúklinga þar. Þá segir einnig að gjörgæsludeildin í Fossvogi getu tekið einn til tvo sjúklinga en verði þeir þrír þurfi að draga úr valkvæðum áhrifum, það sama gildi um gjörgæsluna á Hringbraut. Segir einnig í minnisblaðinu að mögulegir faraldrar annarra smitsjúkdóma muni hafa áhrif á getu spítalans til að fylgja viðbragðsáætlunum sínum eftir. RS-veirufaraldur leggi mikið álag á barnaspítalann og gjörgæsludeildir og slæmur inflúensufaraldur valdi álagi á allt spítalakerfið. Þá sé lykilatriði að sjúklingar sem lokið hafi meðferð geti útskrifast í önnur úrræði og að allar heilbrigðisstofnanir, sérstaklega hjúkrunarheimili, séu í stakk búnar til að sinna sjúklingum með Covid-19 sem þarfnist ekki sérhæfðrar meðferðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01 Sjö á spítala og 35 greindust smitaðir innanlands Þrjátíu og fimm manns greindust með Covid-19 innanlands í gær. Sjö liggja inni á Landspítala vegna Covid-19 en þeir voru þrír á fimmtudag. Enginn er þó á gjörgæslu. 18. október 2021 12:00 Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítalans til heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið yfir stöðuna á Landspítalanum með tilliti til álags vegna Covid-19 faraldursins. Kallað hefur verið eftir því að öllum takmörkunum vegna faraldursins verði aflétt þegar gildandi takmarkanir renna út, síðar í vikunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum. Þórólfur Guðnason, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Þá hefur hann einnig sagt að takmarkanir þurfi að taka mið af getu Landspítalans. Í minnisblaði Landspítalans, sem skilað var inn fyrir helgi og minnst var á hér í upphafi gerir forstjórinn grein fyrir stöðunni á spítalanum og leggur fram viðmið um getu spítalans. Í minnisblaðinu segir að aðflæði að spítalanum sé með hefðbundnu móti og innlagnaþungi í réttu hlufalli. Allar bráðalegudeildir séu hins vegar nýttar um og yfir 100 prósent og „afar lítið svigrúm fyrir aukaálag“ eins og segir í minnisblaðinu. „Talsverður fjöldi sjúklinga (20-40) bíður á degi hverjum innlagnar á bráðamóttöku við ófullnægjandi aðstæður, “segir í minnisblaðinu. Aðrir mögulegir smitsjúkdómar geti valdið miklu álagi Þar kemur fram að sex legurými séu frátekin fyrir Covid-sjúklinga á smitsjúkdímadeild. Þegar fjöldi sjúklinga fer yfir sex sé hægt að leggja sex inn á lungnadeild með því að flytja aðra sjúklinga þaðan. Þá þarf að rýma smitsjúkdómadeildina og útbúa pláss fyrir sautján sjúklinga þar. Þá segir einnig að gjörgæsludeildin í Fossvogi getu tekið einn til tvo sjúklinga en verði þeir þrír þurfi að draga úr valkvæðum áhrifum, það sama gildi um gjörgæsluna á Hringbraut. Segir einnig í minnisblaðinu að mögulegir faraldrar annarra smitsjúkdóma muni hafa áhrif á getu spítalans til að fylgja viðbragðsáætlunum sínum eftir. RS-veirufaraldur leggi mikið álag á barnaspítalann og gjörgæsludeildir og slæmur inflúensufaraldur valdi álagi á allt spítalakerfið. Þá sé lykilatriði að sjúklingar sem lokið hafi meðferð geti útskrifast í önnur úrræði og að allar heilbrigðisstofnanir, sérstaklega hjúkrunarheimili, séu í stakk búnar til að sinna sjúklingum með Covid-19 sem þarfnist ekki sérhæfðrar meðferðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01 Sjö á spítala og 35 greindust smitaðir innanlands Þrjátíu og fimm manns greindust með Covid-19 innanlands í gær. Sjö liggja inni á Landspítala vegna Covid-19 en þeir voru þrír á fimmtudag. Enginn er þó á gjörgæslu. 18. október 2021 12:00 Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01
Sjö á spítala og 35 greindust smitaðir innanlands Þrjátíu og fimm manns greindust með Covid-19 innanlands í gær. Sjö liggja inni á Landspítala vegna Covid-19 en þeir voru þrír á fimmtudag. Enginn er þó á gjörgæslu. 18. október 2021 12:00
Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12