Fyrsta tap ítölsku meistaranna | Endurkomusigur hélt AC Milan á toppnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. október 2021 20:50 Olivier Giroud skoraði fyrsta mark AC Milan í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images Ítalíumeistarar Inter töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið heimsótti Lazio. Ivan Perisic kom Inter yfir snemma leiks, en heimamenn skoruðu þrjú í seinni hálfleik og unnu að lokum 3-1 sigur. Fyrsta mark leiksins kom strax á 12. mínútu þegar Ivan Perisic skoraði af öryggi af vítapunktinum og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir Lazio á 64. mínútu, en það mark kom einnig af vítapunktinum fræga. Felipe Anderson kom heimamönnum í Lazio í forystu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann tók frákastið eftir skot frá Ciro Immobile, áður en Sergej Milinkovic-Savic tryggði 3-1 sigur heimamanna eftir stoðsendingu frá Luis Alberto snemma í uppbótartíma. Eftir að lokaflautið gall brutust út stimpingar milli leikmanna þar sem að Luiz Felipe, varnarmaður Lazio nældi sér í rautt spjald. Hann verður því í banni í næstu leikjum. Lazio er nú í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, þrem stigum minna en Inter sem situr í þriðja sæti. 🔚 | FULL TIMEIt ends in defeat at the Olimpico#LazioInter 3⃣-1⃣⚽️ #Perisic (12)⚽️ Immobile (64)⚽️ Anderson (81)⚽️ Milinkovic-Savic (90+1)#FORZAINTER ⚫️🔵 pic.twitter.com/CRz81r2EXo— Inter 🏆🇮🇹 (@Inter_en) October 16, 2021 Betur fór en á horfðist þegar að hitt Milan-liðið tók á móti Verona seinna í kvöld. Gianluca Caprari kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, áður en Antonin Barak tvöfaldaði forystu Verona af vítapunktinum á 24. mínútu. Staðan var því 2-0 í hálfleik, en Olivier Giroud minnkaði muninn fyrir AC Milan eftir tæplega klukkutíma leik. Franck Kessie jafnaði metin af vítapunktinum fyrir heimamenn stundarfjórðungi fyrir leikslok, og endurkoman var fullkomnuð tveimur mínútum síðar þegar að Koray Guenter varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. AC Milan er enn á toppi ítölsku deildarinnar með 22 stig eftir átta leiki, 14 stigum á undan Verona sem situr í 13. sæti. Down but never out: what a second-half comeback ❤️🖤Non moriamo mai: una vera prova di forza nel secondo tempo ❤️🖤#MilanVerona #SempreMilan@Acqua_Lete pic.twitter.com/PbA6qTBe9v— AC Milan (@acmilan) October 16, 2021 Ítalski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Sjá meira
Fyrsta mark leiksins kom strax á 12. mínútu þegar Ivan Perisic skoraði af öryggi af vítapunktinum og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir Lazio á 64. mínútu, en það mark kom einnig af vítapunktinum fræga. Felipe Anderson kom heimamönnum í Lazio í forystu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann tók frákastið eftir skot frá Ciro Immobile, áður en Sergej Milinkovic-Savic tryggði 3-1 sigur heimamanna eftir stoðsendingu frá Luis Alberto snemma í uppbótartíma. Eftir að lokaflautið gall brutust út stimpingar milli leikmanna þar sem að Luiz Felipe, varnarmaður Lazio nældi sér í rautt spjald. Hann verður því í banni í næstu leikjum. Lazio er nú í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, þrem stigum minna en Inter sem situr í þriðja sæti. 🔚 | FULL TIMEIt ends in defeat at the Olimpico#LazioInter 3⃣-1⃣⚽️ #Perisic (12)⚽️ Immobile (64)⚽️ Anderson (81)⚽️ Milinkovic-Savic (90+1)#FORZAINTER ⚫️🔵 pic.twitter.com/CRz81r2EXo— Inter 🏆🇮🇹 (@Inter_en) October 16, 2021 Betur fór en á horfðist þegar að hitt Milan-liðið tók á móti Verona seinna í kvöld. Gianluca Caprari kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, áður en Antonin Barak tvöfaldaði forystu Verona af vítapunktinum á 24. mínútu. Staðan var því 2-0 í hálfleik, en Olivier Giroud minnkaði muninn fyrir AC Milan eftir tæplega klukkutíma leik. Franck Kessie jafnaði metin af vítapunktinum fyrir heimamenn stundarfjórðungi fyrir leikslok, og endurkoman var fullkomnuð tveimur mínútum síðar þegar að Koray Guenter varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. AC Milan er enn á toppi ítölsku deildarinnar með 22 stig eftir átta leiki, 14 stigum á undan Verona sem situr í 13. sæti. Down but never out: what a second-half comeback ❤️🖤Non moriamo mai: una vera prova di forza nel secondo tempo ❤️🖤#MilanVerona #SempreMilan@Acqua_Lete pic.twitter.com/PbA6qTBe9v— AC Milan (@acmilan) October 16, 2021
Ítalski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Sjá meira