Allar forsendur fyrir tilslökunum í næstu viku Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 15. október 2021 14:14 Þórólfur Guðnason hefur setið margan blaðamannafundinn undanfarin tvö ár. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allar forsendur til staðar til að halda áfram í tilslökunum hér á landi. Hann fundaði með stjórnendum Landspítalans í dag. „Þetta var óformlegur fundur sem ég bað um til að fá að heyra í stjórnendum spítalans, hvernig þeim litist á framhaldið. Ráðuneytið er í formlegra sambandi við spítalann. Þá er nauðsynlegt fyrir mig að fá hugmyndir um hvernig staðan væri. Það fer að huga að því að ég þarf að koma með tillögur til ráðherra,“ segir Þórólfur. Hann segir best að fulltrúar Landspítalans svari spurningunni hvernig staðan á spítalanum sé. Staðan á spítalanum góð „Ég veit að þeir eru að útbúa minnisblað til ráðuneytisns um stöðuna, tölulegar upplýsingar og svo framvegis. Auðvitað eru menn ánægðir með stöðuna hvað Covid varðar, eins og hún er. Það eru þrír inniliggjandi núna og enginn á gjörgæslu. Það er mjög ánægjulegt þannig að við þurfum bara að horfa á það.“ Takmarkanir innanlands voru framlengdar um tvær vikur þann 5. október síðastliðinn og renna út 20. október. „Það verður að koma í ljós hvað ég legg til við ráðherra. Ég held að staðan sé bara nokkuð góð. Við erum með nokkuð stöðugan fjölda af daglegum tilfellum. Það voru reyndar óvenjulega margir í gær, um sextíu manns sem greindust. Vonandi fer það ekkert að skila sér í meiri veikindum inn á spítalanum,“ segir Þórólfur. „Stærsti hópurinn þarna eru börn og þau veikjast sem betur fer ekki alvarlega. Við þurfum að líta til þess og ég þarf að taka alla þessa þætti inn í mínar tillögur.“ Engin rök fyrir hörðum takmörkunum Stjórnendur spítalans hafi ekki lýst yfir neinum skoðunum á tilslökunum eða þannig. „Við höfum verið með þessar takmarkanir í gangi út af stöðunni á spítalanum. Við þurfum að vera með það í huga líka þegar við erum að hugsa um tilslakanir.“ Hann segir engin rök fyrir hörðum takmörkunum núna. „Nákvæmlega eins og ég hef sagt áður. Ég lagði til þessar takmarkanir út af stöðunni á spítalanum. Staðan á spítalnum er betri og þá eru allar forsendur til að halda áfram í tilslökunum.“ Endanleg ákvörðun sé þó hjá ráðherra. Heilbrigðis- og forsætisráðherra skiluðu sóttvarnalækni minnisblaði fyrr í vikunni þar sem lagt er til að slakað verði enn frekar á takmörkunum. „Ég þreytist ekki á að minna á hvað gerðist hjá okkur, þegar við fyrst Norðurlanda afnámum allt. Gerðum það mánaðamótin júní júlí. Menn gleyma því svolítið. Auðvitað þurfum við að hafa það í huga og læra af því.“ Þá hefur Þórólfur nefnt það að í aðgerðum innanlands muni mestu um að skemmtistaðir séu ekki opnir langt fram á nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
„Þetta var óformlegur fundur sem ég bað um til að fá að heyra í stjórnendum spítalans, hvernig þeim litist á framhaldið. Ráðuneytið er í formlegra sambandi við spítalann. Þá er nauðsynlegt fyrir mig að fá hugmyndir um hvernig staðan væri. Það fer að huga að því að ég þarf að koma með tillögur til ráðherra,“ segir Þórólfur. Hann segir best að fulltrúar Landspítalans svari spurningunni hvernig staðan á spítalanum sé. Staðan á spítalanum góð „Ég veit að þeir eru að útbúa minnisblað til ráðuneytisns um stöðuna, tölulegar upplýsingar og svo framvegis. Auðvitað eru menn ánægðir með stöðuna hvað Covid varðar, eins og hún er. Það eru þrír inniliggjandi núna og enginn á gjörgæslu. Það er mjög ánægjulegt þannig að við þurfum bara að horfa á það.“ Takmarkanir innanlands voru framlengdar um tvær vikur þann 5. október síðastliðinn og renna út 20. október. „Það verður að koma í ljós hvað ég legg til við ráðherra. Ég held að staðan sé bara nokkuð góð. Við erum með nokkuð stöðugan fjölda af daglegum tilfellum. Það voru reyndar óvenjulega margir í gær, um sextíu manns sem greindust. Vonandi fer það ekkert að skila sér í meiri veikindum inn á spítalanum,“ segir Þórólfur. „Stærsti hópurinn þarna eru börn og þau veikjast sem betur fer ekki alvarlega. Við þurfum að líta til þess og ég þarf að taka alla þessa þætti inn í mínar tillögur.“ Engin rök fyrir hörðum takmörkunum Stjórnendur spítalans hafi ekki lýst yfir neinum skoðunum á tilslökunum eða þannig. „Við höfum verið með þessar takmarkanir í gangi út af stöðunni á spítalanum. Við þurfum að vera með það í huga líka þegar við erum að hugsa um tilslakanir.“ Hann segir engin rök fyrir hörðum takmörkunum núna. „Nákvæmlega eins og ég hef sagt áður. Ég lagði til þessar takmarkanir út af stöðunni á spítalanum. Staðan á spítalnum er betri og þá eru allar forsendur til að halda áfram í tilslökunum.“ Endanleg ákvörðun sé þó hjá ráðherra. Heilbrigðis- og forsætisráðherra skiluðu sóttvarnalækni minnisblaði fyrr í vikunni þar sem lagt er til að slakað verði enn frekar á takmörkunum. „Ég þreytist ekki á að minna á hvað gerðist hjá okkur, þegar við fyrst Norðurlanda afnámum allt. Gerðum það mánaðamótin júní júlí. Menn gleyma því svolítið. Auðvitað þurfum við að hafa það í huga og læra af því.“ Þá hefur Þórólfur nefnt það að í aðgerðum innanlands muni mestu um að skemmtistaðir séu ekki opnir langt fram á nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21