Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2021 19:08 Norska lögreglan tilkynnti nú síðdegis að útlit sé fyrir að um hryðjuverk hafi verið að ræða. EPA Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum. Mikil sorg ríkir í Noregi og kom fólk saman í dag með blóm og kerti til að minnast hinna látnu. Árásin var um klukkan 18 í gær og skapaðist mikil ringulreið þegar maðurinn réðist til atlögu. Lögregla fékk tilkynningu um árásina klukkan 18:12 og var komin á vettvang sex mínútum síðar. Maðurinn hæfði átta manns, þar af biðu fimm bana; fjórar konur og einn karlmaður. Fórnarlömbin eru á aldrinum 50 til 70 ára. Mikil sorg Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg, segir árásina eðlilega hafa áhrif á fólk í bænum, en skynjar á sama tíma samheldni. „Fólk er bara mjög sorgmætt og þetta er reiðarslag fyrir allan bæinn. Þessi bær er öllu jafna mjög rólegur og fjölskylduvænn og þetta er hlutur sem maður hefði aldrei getað órað fyrir að myndi gerast hér í þessum ágæta bæ,“ segir hún. „Maður sér mikla samstöðu og sér að fólk er að ræða þetta sín á milli, og vera til staðar fyrir hvort annað, sem er auðvitað bara eitthvað sem við þurfum öll á þessum tíma, Þetta snertir okkur öll og þetta er auðvitað mjög erfitt mál fyrir alla.“ Elsa Giljan Guðrún Elsa vill ekki endilega meina að fólk sé hrætt, en að fólk fylgist vel með fjölmiðlum og framvindu mála. Þá nefnir hún að ríkisstjórnarskipti hafi átt sér stað í landinu í dag en Erna Solberg ávarpaði þjóðina í síðasta sinn sem forsætisráðherra í dag, áður en hún færði Jonasi Gahr Store lyklana að ráðuneyti sínu. „Maður varla sér fréttir af því. Maður þarf að skrolla ansi langt á netmiðlunum til þess að fá fréttir af þeim. Þetta er alveg magnað að Erna Solberg þurfi að kveðja svona á þennan hátt með því að ganga með þessi verkefni á bakinu.“ Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Mikil sorg ríkir í Noregi og kom fólk saman í dag með blóm og kerti til að minnast hinna látnu. Árásin var um klukkan 18 í gær og skapaðist mikil ringulreið þegar maðurinn réðist til atlögu. Lögregla fékk tilkynningu um árásina klukkan 18:12 og var komin á vettvang sex mínútum síðar. Maðurinn hæfði átta manns, þar af biðu fimm bana; fjórar konur og einn karlmaður. Fórnarlömbin eru á aldrinum 50 til 70 ára. Mikil sorg Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg, segir árásina eðlilega hafa áhrif á fólk í bænum, en skynjar á sama tíma samheldni. „Fólk er bara mjög sorgmætt og þetta er reiðarslag fyrir allan bæinn. Þessi bær er öllu jafna mjög rólegur og fjölskylduvænn og þetta er hlutur sem maður hefði aldrei getað órað fyrir að myndi gerast hér í þessum ágæta bæ,“ segir hún. „Maður sér mikla samstöðu og sér að fólk er að ræða þetta sín á milli, og vera til staðar fyrir hvort annað, sem er auðvitað bara eitthvað sem við þurfum öll á þessum tíma, Þetta snertir okkur öll og þetta er auðvitað mjög erfitt mál fyrir alla.“ Elsa Giljan Guðrún Elsa vill ekki endilega meina að fólk sé hrætt, en að fólk fylgist vel með fjölmiðlum og framvindu mála. Þá nefnir hún að ríkisstjórnarskipti hafi átt sér stað í landinu í dag en Erna Solberg ávarpaði þjóðina í síðasta sinn sem forsætisráðherra í dag, áður en hún færði Jonasi Gahr Store lyklana að ráðuneyti sínu. „Maður varla sér fréttir af því. Maður þarf að skrolla ansi langt á netmiðlunum til þess að fá fréttir af þeim. Þetta er alveg magnað að Erna Solberg þurfi að kveðja svona á þennan hátt með því að ganga með þessi verkefni á bakinu.“
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira