Kostar einn milljarð evra að kaupa upp nýjan samning Pedri hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 16:01 Pedri hjá Barcelona er einn efnilegasti miðjumaður heims. Getty/David Ramos Spænski táningurinn Pedri hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona en félagið staðfesti samninginn í dag. Nýr samningur við hinn átján ára gamla Pedri nær til ársins 2026 en hann kom til Katalóníufélagsins frá Las Palmas árið 2020. Gamli samningur hans átti að renna út í sumar. OFFICIAL: Pedri's new Barcelona contract has a 1 billion release clause pic.twitter.com/yEQLLRRx0O— ESPN FC (@ESPNFC) October 14, 2021 Það er hægt að kaupa Pedri út úr samningnum en uppsagnarákvæðið er einn milljarður evra eða 150 milljarðar íslenskra króna. Áður var hægt að kaupa samninginn fyrir 400 milljónir evra en sú upphæð hefur nú meira en tvöfaldast. Þetta er nýtt met hjá félaginu en gamla metið átti samningur Antoine Griezmann sem var hægt að kaupa fyrir 800 milljónir evra. Pedri heldur upp á nítján ára afmælið sitt í nóvember en hann hefur bara verið í fjórtán mánuði hjá Börsungum. Hann vann sér sæti í byrjunarliði liðsins í fyrra og spilaði alls 52 leiki á sínu fyrsta tímabili. Pedri var þar fastamaður á miðjunni með þeim Sergio Busquets og Frenkie de Jong. Five more years of Pedri at Barcelona (via @FCBarcelona) pic.twitter.com/4XmiSgDOms— B/R Football (@brfootball) October 14, 2021 Pedri vann sér líka sæti í spænska landsliðinu og spilaði stórt hlutverk hjá Luis Enrique á EM síðasta sumar þar sem hann var kosinn besti ungi leikmaður keppninnar. Hann vann síðan ofan á það silfurverðlaun með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Pedri er eini leikmaður Barcelona í dag sem er meðal þeirra sem eru tilnefndir til Gullhnattarins og var því einn af þrjátíu bestu knattspyrnumönnum ársins að mati Ballon d'Or nefndarinnar. Barcelona er síðan að vonast eftir því að hinir ungu strákarnir eins og Ansu Fati, Gavi og Ronald Araujo framlengi einnig sína samninga við félagið. Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Nýr samningur við hinn átján ára gamla Pedri nær til ársins 2026 en hann kom til Katalóníufélagsins frá Las Palmas árið 2020. Gamli samningur hans átti að renna út í sumar. OFFICIAL: Pedri's new Barcelona contract has a 1 billion release clause pic.twitter.com/yEQLLRRx0O— ESPN FC (@ESPNFC) October 14, 2021 Það er hægt að kaupa Pedri út úr samningnum en uppsagnarákvæðið er einn milljarður evra eða 150 milljarðar íslenskra króna. Áður var hægt að kaupa samninginn fyrir 400 milljónir evra en sú upphæð hefur nú meira en tvöfaldast. Þetta er nýtt met hjá félaginu en gamla metið átti samningur Antoine Griezmann sem var hægt að kaupa fyrir 800 milljónir evra. Pedri heldur upp á nítján ára afmælið sitt í nóvember en hann hefur bara verið í fjórtán mánuði hjá Börsungum. Hann vann sér sæti í byrjunarliði liðsins í fyrra og spilaði alls 52 leiki á sínu fyrsta tímabili. Pedri var þar fastamaður á miðjunni með þeim Sergio Busquets og Frenkie de Jong. Five more years of Pedri at Barcelona (via @FCBarcelona) pic.twitter.com/4XmiSgDOms— B/R Football (@brfootball) October 14, 2021 Pedri vann sér líka sæti í spænska landsliðinu og spilaði stórt hlutverk hjá Luis Enrique á EM síðasta sumar þar sem hann var kosinn besti ungi leikmaður keppninnar. Hann vann síðan ofan á það silfurverðlaun með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Pedri er eini leikmaður Barcelona í dag sem er meðal þeirra sem eru tilnefndir til Gullhnattarins og var því einn af þrjátíu bestu knattspyrnumönnum ársins að mati Ballon d'Or nefndarinnar. Barcelona er síðan að vonast eftir því að hinir ungu strákarnir eins og Ansu Fati, Gavi og Ronald Araujo framlengi einnig sína samninga við félagið.
Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira