Segir galið að banna fólki að borða banana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2021 13:01 Guðmundur Emil segir að nikótín hafi verið að skemma hans líf. Ísland í dag Guðmundur Emil Jóhannsson er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára. Hann hafnaði á dögunum í þriðja sæti í einni stærstu vaxtarræktakeppni heims Arnold Classic. Guðmundur Emil keppti þar í ungmennaflokki í en mótið fór fram í Birmingham í Bretlandi. Þetta var aðeins annað vaxtarræktarmót sem Guðmundur tekur þátt í. Stefán Árni Pálsson hitti hann á dögunum fyrir Ísland í dag, þar sem honum líður best, í ræktinni. „Algeng mistök sem fólk gerir er það keyrir sig út á morgnanna og er bara þreytt eftir æfingu,“ segir Guðmundur, sem sjálfur velur að ganga á hlaupabrettinu og halda brennslunni á bilinu 120 til 140. Hann tekur tvær æfingar á dag sex daga vikunnar. Hann er með bakgrunn í fótbolta þar sem hann var markmaður en segir að hann hafi ekki einfaldlega verið nógu hávaxinn. „Ég væri í landsliðinu ef ég hefði náð hæðinni, vil ég meina,“ segir Guðmundur. Eftir fótboltann byrjaði hann að lyfta og fann sig strax í því. Stressið hættulegt Árið 2017 veiktist Guðmundur illa og má segja að eftir þau veikindi hafi hann ákveðið að lifa mun heilsusamlegra lífi. „Kerfið veiktist og ég fékk blóðsýkingu og ekkert vitað af hverju.“ Hann fékk einnig lungnabólgu og var í þrjár vikur á sjúkrahúsi, sem hann segir að hafi verið gífurlegt áfall. „Eftir það hef ég pælt svo miklu meira í heilsunni,“ segir Guðmundur, sem var á fullu í prófum og vinnu þegar hann veiktist og borðaði ruslmat og drakk koffíndrykki á nóttunni til þess að komast í gegnum dagana á litlum svefni. Nú heldur hann sér í góðu jafnvægi. „Stressið er að fita fólk upp, stress er að láta fólk verða veikt.“ Trúir ekki á boð og bönn Hann segir að flestir ættu að lyfta þungu tvisvar til fjórum sinnum í viku. Guðmundur segir að töluvert sem vilja reyna að létta sig borði einfaldlega of lítið. „Brauð er ekkert óhollt, það er það sem er að fara ofan á brauðið.“ Hann trúir ekki á boð og bönn þegar kemur að mataræði. „Sumir þjálfarar segja, ekki borða banana. Það er bara mesta bullshit sem ég hef heyrt.“ Guðmundur hefur hreinlega slegið í gegn á miðlinum TikTok og þar hafa sum myndbönd hans fengið tæplega tvö hundruð þúsund áhorf. Þar gefur hann mikið af ráðum og hvetur fólk áfram. Þar er hann meðal annars að tala gegn nikótíni. „Það var alveg að skemma líf mitt. Það þrengir æðarnar, minnkar matarlyst“ Ísland í dag Heilsa Áfengi og tóbak Matur Tengdar fréttir Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn „Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957. 7. ágúst 2021 10:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Guðmundur Emil keppti þar í ungmennaflokki í en mótið fór fram í Birmingham í Bretlandi. Þetta var aðeins annað vaxtarræktarmót sem Guðmundur tekur þátt í. Stefán Árni Pálsson hitti hann á dögunum fyrir Ísland í dag, þar sem honum líður best, í ræktinni. „Algeng mistök sem fólk gerir er það keyrir sig út á morgnanna og er bara þreytt eftir æfingu,“ segir Guðmundur, sem sjálfur velur að ganga á hlaupabrettinu og halda brennslunni á bilinu 120 til 140. Hann tekur tvær æfingar á dag sex daga vikunnar. Hann er með bakgrunn í fótbolta þar sem hann var markmaður en segir að hann hafi ekki einfaldlega verið nógu hávaxinn. „Ég væri í landsliðinu ef ég hefði náð hæðinni, vil ég meina,“ segir Guðmundur. Eftir fótboltann byrjaði hann að lyfta og fann sig strax í því. Stressið hættulegt Árið 2017 veiktist Guðmundur illa og má segja að eftir þau veikindi hafi hann ákveðið að lifa mun heilsusamlegra lífi. „Kerfið veiktist og ég fékk blóðsýkingu og ekkert vitað af hverju.“ Hann fékk einnig lungnabólgu og var í þrjár vikur á sjúkrahúsi, sem hann segir að hafi verið gífurlegt áfall. „Eftir það hef ég pælt svo miklu meira í heilsunni,“ segir Guðmundur, sem var á fullu í prófum og vinnu þegar hann veiktist og borðaði ruslmat og drakk koffíndrykki á nóttunni til þess að komast í gegnum dagana á litlum svefni. Nú heldur hann sér í góðu jafnvægi. „Stressið er að fita fólk upp, stress er að láta fólk verða veikt.“ Trúir ekki á boð og bönn Hann segir að flestir ættu að lyfta þungu tvisvar til fjórum sinnum í viku. Guðmundur segir að töluvert sem vilja reyna að létta sig borði einfaldlega of lítið. „Brauð er ekkert óhollt, það er það sem er að fara ofan á brauðið.“ Hann trúir ekki á boð og bönn þegar kemur að mataræði. „Sumir þjálfarar segja, ekki borða banana. Það er bara mesta bullshit sem ég hef heyrt.“ Guðmundur hefur hreinlega slegið í gegn á miðlinum TikTok og þar hafa sum myndbönd hans fengið tæplega tvö hundruð þúsund áhorf. Þar gefur hann mikið af ráðum og hvetur fólk áfram. Þar er hann meðal annars að tala gegn nikótíni. „Það var alveg að skemma líf mitt. Það þrengir æðarnar, minnkar matarlyst“
Ísland í dag Heilsa Áfengi og tóbak Matur Tengdar fréttir Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn „Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957. 7. ágúst 2021 10:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn „Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957. 7. ágúst 2021 10:01