Aurskriðurnar í Útkinn: „Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar“ Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2021 22:29 Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Útkinn í Þingeyjarsveit, segir lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu. „Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar hérna,“ segir Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Útkinn í Þingeyjarsveit, sem staddur var uppi í fjalli til að kanna aðstæður á rafstöð bæjarins þegar fréttastofa náði tali af honum. Bragi segir að byrjað sé að moka veginn um Útkinn sem sé á kafi í aur eftir skriður helgarinnar. „Þeir eru byrjaðir að moka hérna rétt norðan við að moka í gegnum aurskriður. Svo eru allir skurðir á kafi. Vatn út um allt. Bara djöfulsins vitleysa.“ Bragi og fjölskylda fór af bænum á sunnudagsmorgun þegar ákveðið var að lýsa yfir hættustigi í Útkinn vegna skriðuhættu. Hann hafi þó fengið að snúa aftur í stutta stund í fylgd björgunarsveitarmanna til að sinna skepnunum, mjólka og fóðra. Íbúar fengu svo að snúa aftur heim í gærkvöldi þegar ákveðið var að aflétta rýmingu á svæðinu. Eins og sjá má á drónamyndbandi Kristins Inga Péturssonar að neðan má sjá að gríðarlegar skemmdir hafa orðið á túnum, skurðum og vegum eftir hamfarirnar um helgina. Líkt og himininn væri að rifna Bragi segir að lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu um liðna helgi. „Þegar skriðurnar komu þá var þetta eins og himininn væri að rifna. Ég hef aldrei heyrt svona læti. Svo beið maður bara eftir því að sjá eitthvað færi á [nágrannabæinn] Björg. Ég sá skriðurnar koma og þær fóru margar sex hundruð metra eða eitthvað niður yfir öll túnin hjá þeim alveg niður undir íbúðarhúsin, rétt sunnan við þau. Það komu skriður þarna æ ofan í æ. Mikill þrumugnýr og maður sá á skepnunum að þær voru skíthræddar,“ segir Bragi. Kristinn Ingi Pétursson Tómir sjóðir Bragi segir ömurlegt að sjá aðstæður eftir hamfarirnar. „Það ömurlegasta við allt er að allir þessir sjóðir, Ofanflóðasjóður og hvað þetta nú heitir allt – þetta er allt tómt. Það eru engir peningar í því sem þú átt að geta sótt í. Mér skilst að sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sé nú á leiðinni suður til að reyna að útskýra fyrir þingmönnum að það sé enginn tilgangur í tómum sjóðum.“ Bragi segir alveg ljóst að bændur á svæðinu þurfi aðstoð við að vinna úr málum. „Þetta er ekkert sem við náum að vinna sjálf. Þó að við gætum unnið upp túnin sjálf, allar girðingar eru farnar. Við þurfum hjálp. Við sjáum það að á Geirbjarnarstöðum, hinni jörðinni okkar hérna í Útkinn, þá eru öll tún skemmd nema eitt.“ Bragi segir mikið hreinsunarstarf framundan. „Skurðakerfin eru öll kjaftstopp. Það veldur því að það er allt á bólakafi og vatnið lengi að fara. Aurskriðurnar flutu eftir skurðunum og skurðirnir eru því eins og ruðningar,“ segir Bragi. Landbúnaður Þingeyjarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30 „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Bragi segir að byrjað sé að moka veginn um Útkinn sem sé á kafi í aur eftir skriður helgarinnar. „Þeir eru byrjaðir að moka hérna rétt norðan við að moka í gegnum aurskriður. Svo eru allir skurðir á kafi. Vatn út um allt. Bara djöfulsins vitleysa.“ Bragi og fjölskylda fór af bænum á sunnudagsmorgun þegar ákveðið var að lýsa yfir hættustigi í Útkinn vegna skriðuhættu. Hann hafi þó fengið að snúa aftur í stutta stund í fylgd björgunarsveitarmanna til að sinna skepnunum, mjólka og fóðra. Íbúar fengu svo að snúa aftur heim í gærkvöldi þegar ákveðið var að aflétta rýmingu á svæðinu. Eins og sjá má á drónamyndbandi Kristins Inga Péturssonar að neðan má sjá að gríðarlegar skemmdir hafa orðið á túnum, skurðum og vegum eftir hamfarirnar um helgina. Líkt og himininn væri að rifna Bragi segir að lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu um liðna helgi. „Þegar skriðurnar komu þá var þetta eins og himininn væri að rifna. Ég hef aldrei heyrt svona læti. Svo beið maður bara eftir því að sjá eitthvað færi á [nágrannabæinn] Björg. Ég sá skriðurnar koma og þær fóru margar sex hundruð metra eða eitthvað niður yfir öll túnin hjá þeim alveg niður undir íbúðarhúsin, rétt sunnan við þau. Það komu skriður þarna æ ofan í æ. Mikill þrumugnýr og maður sá á skepnunum að þær voru skíthræddar,“ segir Bragi. Kristinn Ingi Pétursson Tómir sjóðir Bragi segir ömurlegt að sjá aðstæður eftir hamfarirnar. „Það ömurlegasta við allt er að allir þessir sjóðir, Ofanflóðasjóður og hvað þetta nú heitir allt – þetta er allt tómt. Það eru engir peningar í því sem þú átt að geta sótt í. Mér skilst að sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sé nú á leiðinni suður til að reyna að útskýra fyrir þingmönnum að það sé enginn tilgangur í tómum sjóðum.“ Bragi segir alveg ljóst að bændur á svæðinu þurfi aðstoð við að vinna úr málum. „Þetta er ekkert sem við náum að vinna sjálf. Þó að við gætum unnið upp túnin sjálf, allar girðingar eru farnar. Við þurfum hjálp. Við sjáum það að á Geirbjarnarstöðum, hinni jörðinni okkar hérna í Útkinn, þá eru öll tún skemmd nema eitt.“ Bragi segir mikið hreinsunarstarf framundan. „Skurðakerfin eru öll kjaftstopp. Það veldur því að það er allt á bólakafi og vatnið lengi að fara. Aurskriðurnar flutu eftir skurðunum og skurðirnir eru því eins og ruðningar,“ segir Bragi.
Landbúnaður Þingeyjarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30 „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30
„Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17