Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 21:31 Elías Rafn hefur slegið í gegn á leiktíðinni. @fcmidtjylland Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefur Elías Rafn heldur betur nýtt tækifærið í fjarveru Lössl sem meiddist skömmu eftir að tímabilið í Danmörku var hafið. Íslendingurinn ungi, sem var valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, hefur farið hamförum undanfarnar vikur. Hann hefur ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var í kjölfarið valinn leikmaður septembermánaðar. Þá varði hann vítaspyrnu er Midtjylland tapaði fyrir portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni. Lössl sjálfur hefur sagt að hann reikni með að snúa aftur í byrjunarliðið þegar hann er orðinn heill heilsu. Hvort Bo gefi honum traustið verður að koma í ljós en þjálfarinn er hrifinn af samkeppni. „Ég vona að Marrony, Jens-Lys Cajuste, Evander og Raphael Onyedika sjái sig sem byrjunarliðsmenn. Ég vona að þeir hafi metnaðinn og trúi því að þeir muni spila næsta leik og ég tel að Jonas Lössl hafi sama metnað,“ sagði hinn mjög svo peppaði þjálfari í viðtali við Bold.dk. Få minutter inden kick-off... En god halv time senere: Brumado hattrick #FCMAGF pic.twitter.com/uqaTnCrUdP— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) October 4, 2021 „Hjá þessu félagi þá spila þeir sem eru bestir hverju sinni. Við setjum alltaf út okkar sterkasta lið og það er viðmið sem öll stór félög verða að vinna eftir. Við erum með mikla samkeppni í okkar liði og erum með tvo af bestu markvörðum deildarinnar, það er mögnuð staðreynd.“ „Ég verð auðvitað að taka ákvörðun og annar hvor mun verða fyrir vonbrigðum, það er raunveruleikinn. Þetta getur verið breytilegt leik frá leik. Ég er ekki með þá reglu að markvörður verði að spila 30 þúsund leiki í röð. Ég vel þann besta hverju sinni, það mun koma dýfa í frammistöðum og fleira sem þarf að taka með í reikninginn.“ „Við vitum að við erum með tvo frábæra markverði. Við höfum aðeins fengið á okkur fimm mörk í 11 leikjum í deildinni svo ég er mjög ánægður með þá báða. Þetta snýst um dagsform og það á við um alla leikmenn.“ Jonas Lössl í leik með Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.Prestige/Getty Images „Elías Rafn stóð í markinu gegn AGF því Lössl hafði ekki æft nóg til að vera kominn í sitt besta form,“ sagði Bo Henriksen að endingu. Midtjylland trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefur Elías Rafn heldur betur nýtt tækifærið í fjarveru Lössl sem meiddist skömmu eftir að tímabilið í Danmörku var hafið. Íslendingurinn ungi, sem var valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, hefur farið hamförum undanfarnar vikur. Hann hefur ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var í kjölfarið valinn leikmaður septembermánaðar. Þá varði hann vítaspyrnu er Midtjylland tapaði fyrir portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni. Lössl sjálfur hefur sagt að hann reikni með að snúa aftur í byrjunarliðið þegar hann er orðinn heill heilsu. Hvort Bo gefi honum traustið verður að koma í ljós en þjálfarinn er hrifinn af samkeppni. „Ég vona að Marrony, Jens-Lys Cajuste, Evander og Raphael Onyedika sjái sig sem byrjunarliðsmenn. Ég vona að þeir hafi metnaðinn og trúi því að þeir muni spila næsta leik og ég tel að Jonas Lössl hafi sama metnað,“ sagði hinn mjög svo peppaði þjálfari í viðtali við Bold.dk. Få minutter inden kick-off... En god halv time senere: Brumado hattrick #FCMAGF pic.twitter.com/uqaTnCrUdP— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) October 4, 2021 „Hjá þessu félagi þá spila þeir sem eru bestir hverju sinni. Við setjum alltaf út okkar sterkasta lið og það er viðmið sem öll stór félög verða að vinna eftir. Við erum með mikla samkeppni í okkar liði og erum með tvo af bestu markvörðum deildarinnar, það er mögnuð staðreynd.“ „Ég verð auðvitað að taka ákvörðun og annar hvor mun verða fyrir vonbrigðum, það er raunveruleikinn. Þetta getur verið breytilegt leik frá leik. Ég er ekki með þá reglu að markvörður verði að spila 30 þúsund leiki í röð. Ég vel þann besta hverju sinni, það mun koma dýfa í frammistöðum og fleira sem þarf að taka með í reikninginn.“ „Við vitum að við erum með tvo frábæra markverði. Við höfum aðeins fengið á okkur fimm mörk í 11 leikjum í deildinni svo ég er mjög ánægður með þá báða. Þetta snýst um dagsform og það á við um alla leikmenn.“ Jonas Lössl í leik með Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.Prestige/Getty Images „Elías Rafn stóð í markinu gegn AGF því Lössl hafði ekki æft nóg til að vera kominn í sitt besta form,“ sagði Bo Henriksen að endingu. Midtjylland trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira