Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2021 12:31 Jurtalitað band frá Dóru Óskarsdóttur í Þingborg en Ullarvika hefst á Suðurlandi í dag og stendur til laugardagsins 9. október. Aðsend Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holta og Landsveit er upphafið af ullarvikunni en sú sýning verður klukkan 14:00 í dag. Síðan rekur hver viðburðurinn á fætur öðrum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem Ullarvika er haldin á Suðurlandi en það kemur til vegna 30 ára afmælis Þingborgarhópsins svonefnda í Flóahreppi en þá erum við að tala um afmæli verslunarinnar og ullarvinnslunnar í Þingborg. Markmiðið með vikunni er að fólk kynnist ullinni og möguleikum hennar og því sem er að gerast á Suðurlandi í vinnslu á ull, en á svæðinu eru rekin mörg mjög athyglisverð fyrirtæki sem vinna með ull. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra - Velli í Flóahreppi er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. „Strax á morgun byrja námskeið og opið hús, bæði í Árnes og Rangárþingi og eins austur í Álftaveri, þar verður líka opið hús í vikunni. Svo spinnist dagskráin áfram en þetta má allt sjá inn á ullarvikan.is. Fyrirmyndina sækjum við m.a. til Hjaltlandseyja þar sem við höfum farið á ullarviku. Þetta bara vantaði alveg á Íslandi þannig að við bara skelltum okkur í að gera þetta,“ segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. Auk Þingborgar standa Spunasystur í Rangárþingi, Uppspuni-smáspunaverksmiðja og áhugahópur um feldfé að Ullarvikunni.Aðsend Margrét segir að mikill áhugi sé fyrir íslensku ullinni og prjónaskap í kringum hana, ekki síst í kringum Covid, þá hafi nánast allar konur og einstaka karl farið að prjóna. „Já, ullin er eitt albesta hráefni, sem við fáum í skjólflíkur og eins í góðan fatnað. Það kemur ekkert í staðinn fyrir ull og hún er umhverfisvæn og dásamlega hlý og mjúk.“ Hápunktur ullarvikunnar verður laugardaginn 9. október en þá verður markaðsdagur í félagsheimilinu Þingborg. „En svo á fimmtudag og föstudag verður opið prjónakaffi í Þingborg þar sem allir mega koma. Þar verður kaffi og með því og ókeypis inn. Þannig að það eru allir velkomnir, sem hafa áhuga að koma þá daga þegar það verður opið þar,“ segir Margrét. Prjónað, spjallað og hlegið í Þingborg en allir eru velkomnir þangað næsta fimmtudagskvöld og föstudagskvöld í prjónakaffi.Aðsend Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holta og Landsveit er upphafið af ullarvikunni en sú sýning verður klukkan 14:00 í dag. Síðan rekur hver viðburðurinn á fætur öðrum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem Ullarvika er haldin á Suðurlandi en það kemur til vegna 30 ára afmælis Þingborgarhópsins svonefnda í Flóahreppi en þá erum við að tala um afmæli verslunarinnar og ullarvinnslunnar í Þingborg. Markmiðið með vikunni er að fólk kynnist ullinni og möguleikum hennar og því sem er að gerast á Suðurlandi í vinnslu á ull, en á svæðinu eru rekin mörg mjög athyglisverð fyrirtæki sem vinna með ull. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra - Velli í Flóahreppi er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. „Strax á morgun byrja námskeið og opið hús, bæði í Árnes og Rangárþingi og eins austur í Álftaveri, þar verður líka opið hús í vikunni. Svo spinnist dagskráin áfram en þetta má allt sjá inn á ullarvikan.is. Fyrirmyndina sækjum við m.a. til Hjaltlandseyja þar sem við höfum farið á ullarviku. Þetta bara vantaði alveg á Íslandi þannig að við bara skelltum okkur í að gera þetta,“ segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. Auk Þingborgar standa Spunasystur í Rangárþingi, Uppspuni-smáspunaverksmiðja og áhugahópur um feldfé að Ullarvikunni.Aðsend Margrét segir að mikill áhugi sé fyrir íslensku ullinni og prjónaskap í kringum hana, ekki síst í kringum Covid, þá hafi nánast allar konur og einstaka karl farið að prjóna. „Já, ullin er eitt albesta hráefni, sem við fáum í skjólflíkur og eins í góðan fatnað. Það kemur ekkert í staðinn fyrir ull og hún er umhverfisvæn og dásamlega hlý og mjúk.“ Hápunktur ullarvikunnar verður laugardaginn 9. október en þá verður markaðsdagur í félagsheimilinu Þingborg. „En svo á fimmtudag og föstudag verður opið prjónakaffi í Þingborg þar sem allir mega koma. Þar verður kaffi og með því og ókeypis inn. Þannig að það eru allir velkomnir, sem hafa áhuga að koma þá daga þegar það verður opið þar,“ segir Margrét. Prjónað, spjallað og hlegið í Þingborg en allir eru velkomnir þangað næsta fimmtudagskvöld og föstudagskvöld í prjónakaffi.Aðsend
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira