Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 16:45 Debbie Harry var í viðtali við Heimi Má Pétursson fyrr í vikunni. Vísir/Sigurjón Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Opnunarmynd RIFF í ár, Versta mannaeskja í heimi, var svo sýnd fyrir fullum sal í Gamla bíói. Í dag mun Mia Hansen-Løve einn heiðursgesta hátíðarinnar svara spurningum eftir sýningar á verkum sínum, Eden, kl. 17:00 og, Bergman eyju, kl. 18.45 í Bíó Paradís. Kvikmyndaleikstjórinn Mia Hansen-Løve tók við lundanum en fuglinn er einkennismerki kvikmyndahátíðarinnar.Vísir/Vilhelm „Stórviðburður helgarinnar er auðvitað Samtal við Debbie Harry, sem fer fram í Háskólabíó á laugardaginn 2. október kl. 17.00. Stórsöngkona sveitarinnar Blondie verður viðstödd sýningu glænýrrar stutttónleikamyndarinnar Blondie: Vivir en la Habana, ásamt leikstjóranum Rob Roth, og mun þau ræða um lífið og listina við Andreu Jóns útvarpskonu og rithöfundinn Berg Ebba. Miðasala er enn fullum í gangi en miðinn kostar litlar 2900 krónur,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry, leikstjórinn Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson forseti, leikstjórinn Joachim Trier og Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Bílabíó hefst með trompi en söngvamyndin Mamma Mia! er sýnd í kvöld klukkan 20:00. Á laugardaginn verður Sítt að aftan kvöld klukkan 20:00 með sýningu á áttutvíhleypunni a-ha: Bíómyndin og Blondie: Að lifa í Havana. Íslenskur sunnudagur tekur við með sýningum á Lói – þú flýgur aldrei einn kl. 18;00 og Ég man þig kl. 20:00. Bílabíóið er staðsett á bílaplani Samskipa á horni Holtavegs og Barkarvogar. Miðaverð er 3.000 krónur á hvern bíl. Vínsmökkunarbíó í Norræna húsinu. Á laugardaginn kl. 18:00 er sýnd Blind Ambition, stórskemmtileg heimildarmynd um fjóra flóttamenn frá Zimbabwe sem stefna á alþjóðlegu heimsmeistarkeppnina í vínsmökkun. Eftir sýningu gefst áhorfendum tækifæri til að smakka ýmis vín og giska uppruna þeirra. Haldið í samstarfi við Jacob’s Creek. Saga Borgarættarinnar (1920), fyrsta kvikmyndin í fullri lengd til að vera tekin upp á Íslandi, er sýnd í endurbættri útgáfu með nýrri tónlist í Bíó Paradís klukkan 15:00 á sunnudaginn 3. október, en samtímis er hún sýnd á Akureyri og Seyðisfirði í tilefni af hundrað ára afmæli myndarinnar. „Uppselt er í hið feykivinsæla sundbíó. Hefðbundin dagskrá er komin í fullt gang í Bíó Paradís og er mikil tilhlökkun fyrir komandi bíóhelgi!“ Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Tónlist Íslandsvinir Tengdar fréttir Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Sjá meira
Opnunarmynd RIFF í ár, Versta mannaeskja í heimi, var svo sýnd fyrir fullum sal í Gamla bíói. Í dag mun Mia Hansen-Løve einn heiðursgesta hátíðarinnar svara spurningum eftir sýningar á verkum sínum, Eden, kl. 17:00 og, Bergman eyju, kl. 18.45 í Bíó Paradís. Kvikmyndaleikstjórinn Mia Hansen-Løve tók við lundanum en fuglinn er einkennismerki kvikmyndahátíðarinnar.Vísir/Vilhelm „Stórviðburður helgarinnar er auðvitað Samtal við Debbie Harry, sem fer fram í Háskólabíó á laugardaginn 2. október kl. 17.00. Stórsöngkona sveitarinnar Blondie verður viðstödd sýningu glænýrrar stutttónleikamyndarinnar Blondie: Vivir en la Habana, ásamt leikstjóranum Rob Roth, og mun þau ræða um lífið og listina við Andreu Jóns útvarpskonu og rithöfundinn Berg Ebba. Miðasala er enn fullum í gangi en miðinn kostar litlar 2900 krónur,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry, leikstjórinn Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson forseti, leikstjórinn Joachim Trier og Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Bílabíó hefst með trompi en söngvamyndin Mamma Mia! er sýnd í kvöld klukkan 20:00. Á laugardaginn verður Sítt að aftan kvöld klukkan 20:00 með sýningu á áttutvíhleypunni a-ha: Bíómyndin og Blondie: Að lifa í Havana. Íslenskur sunnudagur tekur við með sýningum á Lói – þú flýgur aldrei einn kl. 18;00 og Ég man þig kl. 20:00. Bílabíóið er staðsett á bílaplani Samskipa á horni Holtavegs og Barkarvogar. Miðaverð er 3.000 krónur á hvern bíl. Vínsmökkunarbíó í Norræna húsinu. Á laugardaginn kl. 18:00 er sýnd Blind Ambition, stórskemmtileg heimildarmynd um fjóra flóttamenn frá Zimbabwe sem stefna á alþjóðlegu heimsmeistarkeppnina í vínsmökkun. Eftir sýningu gefst áhorfendum tækifæri til að smakka ýmis vín og giska uppruna þeirra. Haldið í samstarfi við Jacob’s Creek. Saga Borgarættarinnar (1920), fyrsta kvikmyndin í fullri lengd til að vera tekin upp á Íslandi, er sýnd í endurbættri útgáfu með nýrri tónlist í Bíó Paradís klukkan 15:00 á sunnudaginn 3. október, en samtímis er hún sýnd á Akureyri og Seyðisfirði í tilefni af hundrað ára afmæli myndarinnar. „Uppselt er í hið feykivinsæla sundbíó. Hefðbundin dagskrá er komin í fullt gang í Bíó Paradís og er mikil tilhlökkun fyrir komandi bíóhelgi!“
Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Tónlist Íslandsvinir Tengdar fréttir Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Sjá meira
Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31