Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2021 09:06 Vatn safnaðist saman á tveimur stöðum á eyrinni á Siglufirði þegar hlánaði og rigndi eftir hádegið. Slökkviliðið á Siglufirði Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi. Töluvert var um útköll vegna ökumanna sem sátu fastir á heiðum á norðan- og austanverðu landinu í fyrstu stóru haustlægðinni sem gekk yfir landið í gær og nótt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útköllum hafi fækkað hratt um níu leytið og allar björgunarsveitir hafi verið komnar í hvíld klukkan tíu í gærkvöldi. Engin útköll vegna veðurs bárust í nótt. Töluvert annríki var þó hjá slökkviliði og björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði þegar mikill vatnselgur myndaðist þar í gær. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri á Siglufirði, segir að aðeins hafi gert vind þar í eina til tvær klukkustundir fyrst þegar lægðin gerði vart við sig. „Strax eftir hádegi fór að hlána og rigna ofan í þetta þannig að það myndaðist mikill vatnselgur í bænum við bráðnun. Svo var sömuleiðis há sjávarstaða þannig að fráfall hafði ekki alveg við,“ segir Jóhann við Vísi. Töluvert snjóaði í fyrrinótt og fyrst þegar veðrið byrjaði. Snjórinn torveldaði vatninu að komast sína leið. Slökkviliðið og björgunarsveitin Strákar brugðust saman við útköllum vegna vatnselgsins í gær.Slökkviliðið á Siglufirði Því myndaðist verulegur vatnselgur á tveimur stöðum í bænum og bárust nokkrar beiðnir frá íbúum um aðstoð við að dæla vatni úr kjöllurum eða um vatnsryksugur þar sem vatn flæddi inn um aðalinngang. Jóhann segir að slökkviliðið og björgunarsveitin hafi skipt verkefnunum á milli sín og vel hafi gengið að leysa þau. Ekki var sjáanlegt tjón þar sem vatn flæddi inn, að sögn slökkviliðsstjórans. Hann útilokar þó ekki að einhverjar skemmdir hafi orðið á húsum. Björgunarsveitir Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Töluvert var um útköll vegna ökumanna sem sátu fastir á heiðum á norðan- og austanverðu landinu í fyrstu stóru haustlægðinni sem gekk yfir landið í gær og nótt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útköllum hafi fækkað hratt um níu leytið og allar björgunarsveitir hafi verið komnar í hvíld klukkan tíu í gærkvöldi. Engin útköll vegna veðurs bárust í nótt. Töluvert annríki var þó hjá slökkviliði og björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði þegar mikill vatnselgur myndaðist þar í gær. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri á Siglufirði, segir að aðeins hafi gert vind þar í eina til tvær klukkustundir fyrst þegar lægðin gerði vart við sig. „Strax eftir hádegi fór að hlána og rigna ofan í þetta þannig að það myndaðist mikill vatnselgur í bænum við bráðnun. Svo var sömuleiðis há sjávarstaða þannig að fráfall hafði ekki alveg við,“ segir Jóhann við Vísi. Töluvert snjóaði í fyrrinótt og fyrst þegar veðrið byrjaði. Snjórinn torveldaði vatninu að komast sína leið. Slökkviliðið og björgunarsveitin Strákar brugðust saman við útköllum vegna vatnselgsins í gær.Slökkviliðið á Siglufirði Því myndaðist verulegur vatnselgur á tveimur stöðum í bænum og bárust nokkrar beiðnir frá íbúum um aðstoð við að dæla vatni úr kjöllurum eða um vatnsryksugur þar sem vatn flæddi inn um aðalinngang. Jóhann segir að slökkviliðið og björgunarsveitin hafi skipt verkefnunum á milli sín og vel hafi gengið að leysa þau. Ekki var sjáanlegt tjón þar sem vatn flæddi inn, að sögn slökkviliðsstjórans. Hann útilokar þó ekki að einhverjar skemmdir hafi orðið á húsum.
Björgunarsveitir Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04