Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 08:31 Valskonur fengu Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu, föstudagskvöldið 10. september. vísir/hulda margrét Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins. Kvennalið Vals varð Íslandsmeistari í haust og fékk bikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu; 5-0 sigur gegn Selfossi föstudagskvöldið 10. september. Eftir leik fögnuðu leikmenn og þjálfarar saman og fengu indverskan mat og fljótandi veigar í boði Vals á Hlíðarenda. Söngvarinn Jón Jónsson mætti á svæðið og skemmti hópnum. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, segir að þar hafi verið um að ræða lokahóf fyrir kvennalið félagsins. „Lokahóf“ karlaliðsins hafi svo verið á laugardaginn þegar þeir hittust í Fjósinu, félagsaðstöðu Valsmanna, og fóru út að borða ásamt mökum eftir að hafa endað í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ákvörðunin sögð móðgun við bæði lið „Aðstæður eru bara þannig í þjóðfélaginu að við getum ekki farið að búa til veislu fyrir 250-300 manns, með stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum og öllum. Við töldum það óráðlegt,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi og vísaði til faraldursins. Ljóst er þó að í það minnsta hluti af leikmannahópi Íslandsmeistaraliðsins telur það ekki Val sæmandi að halda ekki hefðbundið lokahóf, og móðgun við bæði karla- og kvennaliðið, eins og einn viðmælanda Vísir úr kvennaliðinu orðaði það. Almenn óánægja er með málið í liðinu samkvæmt þeim leikmönnum sem Vísir ræddi við en enginn þeirra vildi tjá sig um það opinberlega. Leikmenn karlaliðsins sem Vísir ræddi við voru fálátir varðandi málið en gáfu lítið fyrir þá skýringu að Covid hefði eitthvað haft með fyrirkomulag lokahófs að gera. Valur hefur fengið gagnrýni á samfélagsmiðlum þar sem leiddar eru að því líkur að veglegra lokahóf hefði verið haldið ef karlaliðið hefði orðið Íslandsmeistari. Bara svo að þið vitið þá var ekki haldið lokahóf hjá Val í ár því að frammistaða karlaliðsins var undir væntingum. Kvennaliðið varð FOKKING ÍSLANDSMEISTARAR! Svona vanvirðing á ekki að eiga samastað í einu stærsta félagi landsins@Fotboltinet @VisirSport @mblsport @Valurfotbolti— Halla Margrét (@hallamargret1) September 26, 2021 „Nei, það er ekkert svoleiðis,“ sagði Sigurður aðspurður hvort árangur karlaliðsins hafi ráðið því að ekki var haldið stórt, sameiginlegt lokahóf eins og venjan var fyrir kórónuveirufaraldurinn. Valsmenn héldu ekki lokahóf frekar en aðrir í fyrra, vegna faraldursins, þó að leikmenn karlaliðsins hafi reyndar komið saman þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fræg liðsmynd af þeim sem Íslandsmeisturum verið tekin. Annars er það áralöng hefð hjá félaginu að halda stórt, sameiginlegt lokahóf knattspyrnudeildar. Sigurður segir leikmenn ekki hafa kvartað við stjórn yfir fyrirkomulaginu í ár: „Það hefur ekkert slíkt komið til mín. Ég hef bara heyrt umræðuna. Við áttum okkur ekki alveg á því ef einhver er óánægður því þetta var mjög vel heppnað þetta föstudagskvöld þegar þær [leikmenn kvennaliðsins] hittust allar úti í Fjósi. Það var bara mjög vel heppnað lokahóf,“ sagði Sigurður. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Kvennalið Vals varð Íslandsmeistari í haust og fékk bikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu; 5-0 sigur gegn Selfossi föstudagskvöldið 10. september. Eftir leik fögnuðu leikmenn og þjálfarar saman og fengu indverskan mat og fljótandi veigar í boði Vals á Hlíðarenda. Söngvarinn Jón Jónsson mætti á svæðið og skemmti hópnum. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, segir að þar hafi verið um að ræða lokahóf fyrir kvennalið félagsins. „Lokahóf“ karlaliðsins hafi svo verið á laugardaginn þegar þeir hittust í Fjósinu, félagsaðstöðu Valsmanna, og fóru út að borða ásamt mökum eftir að hafa endað í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ákvörðunin sögð móðgun við bæði lið „Aðstæður eru bara þannig í þjóðfélaginu að við getum ekki farið að búa til veislu fyrir 250-300 manns, með stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum og öllum. Við töldum það óráðlegt,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi og vísaði til faraldursins. Ljóst er þó að í það minnsta hluti af leikmannahópi Íslandsmeistaraliðsins telur það ekki Val sæmandi að halda ekki hefðbundið lokahóf, og móðgun við bæði karla- og kvennaliðið, eins og einn viðmælanda Vísir úr kvennaliðinu orðaði það. Almenn óánægja er með málið í liðinu samkvæmt þeim leikmönnum sem Vísir ræddi við en enginn þeirra vildi tjá sig um það opinberlega. Leikmenn karlaliðsins sem Vísir ræddi við voru fálátir varðandi málið en gáfu lítið fyrir þá skýringu að Covid hefði eitthvað haft með fyrirkomulag lokahófs að gera. Valur hefur fengið gagnrýni á samfélagsmiðlum þar sem leiddar eru að því líkur að veglegra lokahóf hefði verið haldið ef karlaliðið hefði orðið Íslandsmeistari. Bara svo að þið vitið þá var ekki haldið lokahóf hjá Val í ár því að frammistaða karlaliðsins var undir væntingum. Kvennaliðið varð FOKKING ÍSLANDSMEISTARAR! Svona vanvirðing á ekki að eiga samastað í einu stærsta félagi landsins@Fotboltinet @VisirSport @mblsport @Valurfotbolti— Halla Margrét (@hallamargret1) September 26, 2021 „Nei, það er ekkert svoleiðis,“ sagði Sigurður aðspurður hvort árangur karlaliðsins hafi ráðið því að ekki var haldið stórt, sameiginlegt lokahóf eins og venjan var fyrir kórónuveirufaraldurinn. Valsmenn héldu ekki lokahóf frekar en aðrir í fyrra, vegna faraldursins, þó að leikmenn karlaliðsins hafi reyndar komið saman þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fræg liðsmynd af þeim sem Íslandsmeisturum verið tekin. Annars er það áralöng hefð hjá félaginu að halda stórt, sameiginlegt lokahóf knattspyrnudeildar. Sigurður segir leikmenn ekki hafa kvartað við stjórn yfir fyrirkomulaginu í ár: „Það hefur ekkert slíkt komið til mín. Ég hef bara heyrt umræðuna. Við áttum okkur ekki alveg á því ef einhver er óánægður því þetta var mjög vel heppnað þetta föstudagskvöld þegar þær [leikmenn kvennaliðsins] hittust allar úti í Fjósi. Það var bara mjög vel heppnað lokahóf,“ sagði Sigurður.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn