Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 08:31 Valskonur fengu Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu, föstudagskvöldið 10. september. vísir/hulda margrét Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins. Kvennalið Vals varð Íslandsmeistari í haust og fékk bikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu; 5-0 sigur gegn Selfossi föstudagskvöldið 10. september. Eftir leik fögnuðu leikmenn og þjálfarar saman og fengu indverskan mat og fljótandi veigar í boði Vals á Hlíðarenda. Söngvarinn Jón Jónsson mætti á svæðið og skemmti hópnum. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, segir að þar hafi verið um að ræða lokahóf fyrir kvennalið félagsins. „Lokahóf“ karlaliðsins hafi svo verið á laugardaginn þegar þeir hittust í Fjósinu, félagsaðstöðu Valsmanna, og fóru út að borða ásamt mökum eftir að hafa endað í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ákvörðunin sögð móðgun við bæði lið „Aðstæður eru bara þannig í þjóðfélaginu að við getum ekki farið að búa til veislu fyrir 250-300 manns, með stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum og öllum. Við töldum það óráðlegt,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi og vísaði til faraldursins. Ljóst er þó að í það minnsta hluti af leikmannahópi Íslandsmeistaraliðsins telur það ekki Val sæmandi að halda ekki hefðbundið lokahóf, og móðgun við bæði karla- og kvennaliðið, eins og einn viðmælanda Vísir úr kvennaliðinu orðaði það. Almenn óánægja er með málið í liðinu samkvæmt þeim leikmönnum sem Vísir ræddi við en enginn þeirra vildi tjá sig um það opinberlega. Leikmenn karlaliðsins sem Vísir ræddi við voru fálátir varðandi málið en gáfu lítið fyrir þá skýringu að Covid hefði eitthvað haft með fyrirkomulag lokahófs að gera. Valur hefur fengið gagnrýni á samfélagsmiðlum þar sem leiddar eru að því líkur að veglegra lokahóf hefði verið haldið ef karlaliðið hefði orðið Íslandsmeistari. Bara svo að þið vitið þá var ekki haldið lokahóf hjá Val í ár því að frammistaða karlaliðsins var undir væntingum. Kvennaliðið varð FOKKING ÍSLANDSMEISTARAR! Svona vanvirðing á ekki að eiga samastað í einu stærsta félagi landsins@Fotboltinet @VisirSport @mblsport @Valurfotbolti— Halla Margrét (@hallamargret1) September 26, 2021 „Nei, það er ekkert svoleiðis,“ sagði Sigurður aðspurður hvort árangur karlaliðsins hafi ráðið því að ekki var haldið stórt, sameiginlegt lokahóf eins og venjan var fyrir kórónuveirufaraldurinn. Valsmenn héldu ekki lokahóf frekar en aðrir í fyrra, vegna faraldursins, þó að leikmenn karlaliðsins hafi reyndar komið saman þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fræg liðsmynd af þeim sem Íslandsmeisturum verið tekin. Annars er það áralöng hefð hjá félaginu að halda stórt, sameiginlegt lokahóf knattspyrnudeildar. Sigurður segir leikmenn ekki hafa kvartað við stjórn yfir fyrirkomulaginu í ár: „Það hefur ekkert slíkt komið til mín. Ég hef bara heyrt umræðuna. Við áttum okkur ekki alveg á því ef einhver er óánægður því þetta var mjög vel heppnað þetta föstudagskvöld þegar þær [leikmenn kvennaliðsins] hittust allar úti í Fjósi. Það var bara mjög vel heppnað lokahóf,“ sagði Sigurður. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Kvennalið Vals varð Íslandsmeistari í haust og fékk bikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu; 5-0 sigur gegn Selfossi föstudagskvöldið 10. september. Eftir leik fögnuðu leikmenn og þjálfarar saman og fengu indverskan mat og fljótandi veigar í boði Vals á Hlíðarenda. Söngvarinn Jón Jónsson mætti á svæðið og skemmti hópnum. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, segir að þar hafi verið um að ræða lokahóf fyrir kvennalið félagsins. „Lokahóf“ karlaliðsins hafi svo verið á laugardaginn þegar þeir hittust í Fjósinu, félagsaðstöðu Valsmanna, og fóru út að borða ásamt mökum eftir að hafa endað í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ákvörðunin sögð móðgun við bæði lið „Aðstæður eru bara þannig í þjóðfélaginu að við getum ekki farið að búa til veislu fyrir 250-300 manns, með stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum og öllum. Við töldum það óráðlegt,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi og vísaði til faraldursins. Ljóst er þó að í það minnsta hluti af leikmannahópi Íslandsmeistaraliðsins telur það ekki Val sæmandi að halda ekki hefðbundið lokahóf, og móðgun við bæði karla- og kvennaliðið, eins og einn viðmælanda Vísir úr kvennaliðinu orðaði það. Almenn óánægja er með málið í liðinu samkvæmt þeim leikmönnum sem Vísir ræddi við en enginn þeirra vildi tjá sig um það opinberlega. Leikmenn karlaliðsins sem Vísir ræddi við voru fálátir varðandi málið en gáfu lítið fyrir þá skýringu að Covid hefði eitthvað haft með fyrirkomulag lokahófs að gera. Valur hefur fengið gagnrýni á samfélagsmiðlum þar sem leiddar eru að því líkur að veglegra lokahóf hefði verið haldið ef karlaliðið hefði orðið Íslandsmeistari. Bara svo að þið vitið þá var ekki haldið lokahóf hjá Val í ár því að frammistaða karlaliðsins var undir væntingum. Kvennaliðið varð FOKKING ÍSLANDSMEISTARAR! Svona vanvirðing á ekki að eiga samastað í einu stærsta félagi landsins@Fotboltinet @VisirSport @mblsport @Valurfotbolti— Halla Margrét (@hallamargret1) September 26, 2021 „Nei, það er ekkert svoleiðis,“ sagði Sigurður aðspurður hvort árangur karlaliðsins hafi ráðið því að ekki var haldið stórt, sameiginlegt lokahóf eins og venjan var fyrir kórónuveirufaraldurinn. Valsmenn héldu ekki lokahóf frekar en aðrir í fyrra, vegna faraldursins, þó að leikmenn karlaliðsins hafi reyndar komið saman þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fræg liðsmynd af þeim sem Íslandsmeisturum verið tekin. Annars er það áralöng hefð hjá félaginu að halda stórt, sameiginlegt lokahóf knattspyrnudeildar. Sigurður segir leikmenn ekki hafa kvartað við stjórn yfir fyrirkomulaginu í ár: „Það hefur ekkert slíkt komið til mín. Ég hef bara heyrt umræðuna. Við áttum okkur ekki alveg á því ef einhver er óánægður því þetta var mjög vel heppnað þetta föstudagskvöld þegar þær [leikmenn kvennaliðsins] hittust allar úti í Fjósi. Það var bara mjög vel heppnað lokahóf,“ sagði Sigurður.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira