Svolítið feginn að mega vera áfram í gallajakkanum að rífa kjaft Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2021 18:47 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. vísir/Egill Sósíalistar ætla að verða öflugasta stjórnarandstöðuaflið á kjörtímabilinu þrátt fyrir að hafa ekki náð inn á þing. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist örlítið feginn að geta áfram rifið kjaft utan Alþingis. Sósíalistaflokkur Íslands var á ágætis siglingu fyrir kosningar og samkvæmt Maskínukönnunum fór fylgið hæst upp í tæp átta prósent í byrjun september. Í miðjum mánuði fór það að gefa eftir og mældist 6,2 prósent í síðustu könnun daginn fyrir kosningar. Þegar farið var að telja upp úr kössunum blasti önnur staða við og hlaut flokkurinn að lokum 4,1 prósenta fylgi á landsvísu og engan þingmann. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista segir niðurstöðuna þó engin sérstök vonbrigði - heldur eitt skref í uppbyggingu hreyfingar. „Við vorum að bjóða fram til að komast inn á þing og komast í ríkisstjórn en það tókst ekki að þessu sinni. Það tekst þá bara næst. En sósíalistaflokkurinn hefur aldrei litið á það sem upphaf og endir alls hvort við erum á þingi eða ekki. Við erum sósíalistar og við vitum að höfuð baráttan í pólitíkinni fer fram í verkalýðshreyfingunni og í almannasamtökum.“ Þá vísar hann til þess að flokkurinn eigi nú rétt á framlögum úr ríkissjóði þar sem hann náði yfir 2,5 prósenta þröskuld. „Reglurnar eru þannig að við fáum framlag frá ríkinu til þess að efla lýðræði í landinu og við sögðum það fyrir kosningar að við myndum nota það framlag til þess að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem hafa orðið undir í samfélaginu og við munum einsetja okkur í því. Þetta eru þó nokkrir peningar, um þrjátíu milljónir á ári, og við munum verja hverri einustu krónu í að efla baráttuna,“ segir Gunnar Smári. Flokkurinn var sterkastur í vígi Gunnars Smára í Reykjavík norður og náði þar 5,6 prósenta fylgi. Hann segir ekki nauðsynlegt að vera í ræðupúlti Alþingis til þess að veita aðhald. „Ég reikna með því að öflugasta stjórnarandstaðan á þessu kjörtímabili verði háð frá okkur,“ segir hann. „Núna svona eftir hádegi í dag er ég bara pínu feginn að mega bara vera í gallajakkanum að rífa kjaft í staðinn fyrir að vera inni á Alþingi alltaf með einhverja bjöllu í eyrunum,“ segir Gunnar Smári glettinn. Sósíalistaflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands var á ágætis siglingu fyrir kosningar og samkvæmt Maskínukönnunum fór fylgið hæst upp í tæp átta prósent í byrjun september. Í miðjum mánuði fór það að gefa eftir og mældist 6,2 prósent í síðustu könnun daginn fyrir kosningar. Þegar farið var að telja upp úr kössunum blasti önnur staða við og hlaut flokkurinn að lokum 4,1 prósenta fylgi á landsvísu og engan þingmann. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista segir niðurstöðuna þó engin sérstök vonbrigði - heldur eitt skref í uppbyggingu hreyfingar. „Við vorum að bjóða fram til að komast inn á þing og komast í ríkisstjórn en það tókst ekki að þessu sinni. Það tekst þá bara næst. En sósíalistaflokkurinn hefur aldrei litið á það sem upphaf og endir alls hvort við erum á þingi eða ekki. Við erum sósíalistar og við vitum að höfuð baráttan í pólitíkinni fer fram í verkalýðshreyfingunni og í almannasamtökum.“ Þá vísar hann til þess að flokkurinn eigi nú rétt á framlögum úr ríkissjóði þar sem hann náði yfir 2,5 prósenta þröskuld. „Reglurnar eru þannig að við fáum framlag frá ríkinu til þess að efla lýðræði í landinu og við sögðum það fyrir kosningar að við myndum nota það framlag til þess að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem hafa orðið undir í samfélaginu og við munum einsetja okkur í því. Þetta eru þó nokkrir peningar, um þrjátíu milljónir á ári, og við munum verja hverri einustu krónu í að efla baráttuna,“ segir Gunnar Smári. Flokkurinn var sterkastur í vígi Gunnars Smára í Reykjavík norður og náði þar 5,6 prósenta fylgi. Hann segir ekki nauðsynlegt að vera í ræðupúlti Alþingis til þess að veita aðhald. „Ég reikna með því að öflugasta stjórnarandstaðan á þessu kjörtímabili verði háð frá okkur,“ segir hann. „Núna svona eftir hádegi í dag er ég bara pínu feginn að mega bara vera í gallajakkanum að rífa kjaft í staðinn fyrir að vera inni á Alþingi alltaf með einhverja bjöllu í eyrunum,“ segir Gunnar Smári glettinn.
Sósíalistaflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira