Fundu fyrir að þau væru litli kallinn innan um þau stóru dagana fyrir kjördag Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2021 12:59 Gunnar Smári Egilsson og félagar hans í Sósíalistaflokknum náðu ekki inn fólki á þing. Vísir/Vilhelm Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að flokknum hafi reynst erfitt að keppa við „vellauðuga flokka“ í kosningabaráttunni. Sérstaklega hafi flokksmenn fundið fyrir því að þeir væru „litli kallinn“ innan um þau stóru síðustu dagana fyrir kjördag. Sósíalistar komu engum manni inn á þing þrátt að þeir hafi í flestum skoðanakönnunum mælst með nægt fylgi til þess. Þegar síðasta atkvæðið hafðið verið talið í morgun hafði flokkurinn fengið 4,1% atkvæða. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári það svekkjandi að hafa ekki fengið neinn þingmann út á það fylgi vegna ákvæðis kosningalaga um flokkur þurfi að ná 5% til að eiga rétt á jöfnunarþingsætum. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum hefði flokkurinn komist inn með þessa kosningu. Þá segir hann erfitt fyrir grasrótarsamtök að keppa við „vellauðuga flokka sem hafa sótt sér fé í ríkissjóð“. Framan af kosningabaráttunni hafi sósíalistum gegnið vel að koma sjónarmiðum sínum og stefnumálum á framfæri en síðan hafi verið eins og upplýsingaflæði í samfélaginu hafi fengið „kransæðastíflu af þessu auglýsingaflóði“. „Þótt að við séum með sterka hugsjóð og stór markmið fundum við fyrir að við vorum litli kallinn innan um þau stóru þarna í lokin,“ segir Gunnar Smári. Ýtt til hliðar í umræðunni Fyrir utan þessar ytri aðstæður segir Gunnar Smári að sósíalistar þurfi að melta hvort að þeir hafi gert eitthvað sem skýri niðurstöðu þeirra í kosningunum. Hann segir að sósíalistar hafi mætt til leiks með skýr markmið og mikla róttækni og það geti tekið tíma að koma slíkri rödd inn í pólitísku hringekjuna. Hann furðar sig á móttökunum sem sósíalistar fengu. Þeim hafi oft verið ýtt til hliðar sem jaðarflokki í umræðunni. „Sem okkar fannst undarlegt vegna þess að við vorum að bera fram kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Eiginlega öll okkar stóra kosningastefna var í raun og veru byggð á kröfum sem við vitum að njóta meirihlutafylgis. Þær voru bara óritskoðaðar. Það tilheyrir oft elítustjórnmálunum að þegar flokkarnir bera þær fram er búið að þynna út kröfur almennings,“ segir Gunnar Smári. Sósíalista segir hann ekki af baki dottna. Þingkosningar séu aðeins hluti af starfsemi flokksins. Klassískur vettvangur sósíalískrar sósíalita sé verkalýðshreyfinging. Þing- og sveitarstjórnarflokkar séu hluti af baráttunni sem gott sé að hafa „en við getum alveg háð okkar sósíalísku baráttu þó að við séum ekki á þingi“. Framsóknarflokkurinn hljóti að íhuga að líta til vinstri Um úrslit kosninganna almennt segir Gunnar Smári að svo virki sem að bandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi tögl og hagldir. „Það eru ekki góð tíðindi vegna þess að það er raunverulega bara framhald af þeirri ríkisstjórn sem hefur verið hér meira eða minna frá 1995,“ segir hann og vísar ríkisstjóranna flokkanna tveggja sem sátu frá 1995 til 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Heldur Gunnar Smári því fram að einhverjir innan Framsóknarflokksins hljóti að velta fyrir sér hvort að nú sé tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum, Samfylkingu og Flokki fólksins um nýja samfélagsuppbyggingu á Íslandi. „Að sveigja frá þessari nýfrjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin í óþökk þjóðarinnar og byggja upp betra samfélag,“ segir hann. Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Sósíalistar komu engum manni inn á þing þrátt að þeir hafi í flestum skoðanakönnunum mælst með nægt fylgi til þess. Þegar síðasta atkvæðið hafðið verið talið í morgun hafði flokkurinn fengið 4,1% atkvæða. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári það svekkjandi að hafa ekki fengið neinn þingmann út á það fylgi vegna ákvæðis kosningalaga um flokkur þurfi að ná 5% til að eiga rétt á jöfnunarþingsætum. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum hefði flokkurinn komist inn með þessa kosningu. Þá segir hann erfitt fyrir grasrótarsamtök að keppa við „vellauðuga flokka sem hafa sótt sér fé í ríkissjóð“. Framan af kosningabaráttunni hafi sósíalistum gegnið vel að koma sjónarmiðum sínum og stefnumálum á framfæri en síðan hafi verið eins og upplýsingaflæði í samfélaginu hafi fengið „kransæðastíflu af þessu auglýsingaflóði“. „Þótt að við séum með sterka hugsjóð og stór markmið fundum við fyrir að við vorum litli kallinn innan um þau stóru þarna í lokin,“ segir Gunnar Smári. Ýtt til hliðar í umræðunni Fyrir utan þessar ytri aðstæður segir Gunnar Smári að sósíalistar þurfi að melta hvort að þeir hafi gert eitthvað sem skýri niðurstöðu þeirra í kosningunum. Hann segir að sósíalistar hafi mætt til leiks með skýr markmið og mikla róttækni og það geti tekið tíma að koma slíkri rödd inn í pólitísku hringekjuna. Hann furðar sig á móttökunum sem sósíalistar fengu. Þeim hafi oft verið ýtt til hliðar sem jaðarflokki í umræðunni. „Sem okkar fannst undarlegt vegna þess að við vorum að bera fram kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Eiginlega öll okkar stóra kosningastefna var í raun og veru byggð á kröfum sem við vitum að njóta meirihlutafylgis. Þær voru bara óritskoðaðar. Það tilheyrir oft elítustjórnmálunum að þegar flokkarnir bera þær fram er búið að þynna út kröfur almennings,“ segir Gunnar Smári. Sósíalista segir hann ekki af baki dottna. Þingkosningar séu aðeins hluti af starfsemi flokksins. Klassískur vettvangur sósíalískrar sósíalita sé verkalýðshreyfinging. Þing- og sveitarstjórnarflokkar séu hluti af baráttunni sem gott sé að hafa „en við getum alveg háð okkar sósíalísku baráttu þó að við séum ekki á þingi“. Framsóknarflokkurinn hljóti að íhuga að líta til vinstri Um úrslit kosninganna almennt segir Gunnar Smári að svo virki sem að bandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi tögl og hagldir. „Það eru ekki góð tíðindi vegna þess að það er raunverulega bara framhald af þeirri ríkisstjórn sem hefur verið hér meira eða minna frá 1995,“ segir hann og vísar ríkisstjóranna flokkanna tveggja sem sátu frá 1995 til 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Heldur Gunnar Smári því fram að einhverjir innan Framsóknarflokksins hljóti að velta fyrir sér hvort að nú sé tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum, Samfylkingu og Flokki fólksins um nýja samfélagsuppbyggingu á Íslandi. „Að sveigja frá þessari nýfrjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin í óþökk þjóðarinnar og byggja upp betra samfélag,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira