Enginn hasar á Bessastöðum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2021 11:50 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Bessastöðum í morgun. Vísir/egill Engir leiðtogar verða boðaðir á fund forseta Íslands í dag þar sem ríkisstjórnin missti ekki meirihluta sinn. Forsetinn metur það svo að með tilliti til niðurstaðna sé hægt að stimpla Framsókn og Flokk fólksins sem sigurvegara kosninganna. Ríkisstjórnin hélt velli og það eru því aldrei þessu vant rólegir dagar framundan á Bessastöðum. Hefði ríkisstjórnin misst meirihluta hefði forsætisráðherra beðist lausnar og við hefðu tekið viðræður við leiðtoga þingflokkanna. En nú er boltinn hjá sitjandi ríkisstjórn. „Nú er það í verkahring flokksformannanna að vega og meta stöðuna og sjá hvað gerist á næstu dögum og vikum en hér verður enginn hasar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þannig að það verða engir leiðtogar boðaðir á Bessastaði í dag? „Engin þörf á því.“ En hvernig, og hvenær, verður þá þín aðkoma að þessu öllu saman? „Hún verður bara einfaldlega sú að ég eins og aðrir í þessu landi fylgjumst með framvindu mála og sitji þessi ríkisstjórn til dæmis áfram, þá gerir hún það.“ Tíðindi að ríkisstjórnin hafi haldið velli Guðni segir að fyrst og fremst sé íslenska þjóðin sigurvegari kosninganna. Það séu þó líka fleiri. „Konur eru í fyrsta sinn á alþingi Íslendinga í meirihluta. Það eru tíðindi líka miðað við skoðanakannannir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír héldu sínum meirihluta og vel það.“ Það sé sanngjarnt að stimpla Framsóknarflokkinn sigurvegara kosninganna þegar litið er á niðurstöðurnar. „Þar að auki vann Flokkur fólksins sigur og það er sjálfsagt af minni hálfu að nefna það.“ Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. 26. september 2021 11:30 Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. 26. september 2021 10:32 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt velli og það eru því aldrei þessu vant rólegir dagar framundan á Bessastöðum. Hefði ríkisstjórnin misst meirihluta hefði forsætisráðherra beðist lausnar og við hefðu tekið viðræður við leiðtoga þingflokkanna. En nú er boltinn hjá sitjandi ríkisstjórn. „Nú er það í verkahring flokksformannanna að vega og meta stöðuna og sjá hvað gerist á næstu dögum og vikum en hér verður enginn hasar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þannig að það verða engir leiðtogar boðaðir á Bessastaði í dag? „Engin þörf á því.“ En hvernig, og hvenær, verður þá þín aðkoma að þessu öllu saman? „Hún verður bara einfaldlega sú að ég eins og aðrir í þessu landi fylgjumst með framvindu mála og sitji þessi ríkisstjórn til dæmis áfram, þá gerir hún það.“ Tíðindi að ríkisstjórnin hafi haldið velli Guðni segir að fyrst og fremst sé íslenska þjóðin sigurvegari kosninganna. Það séu þó líka fleiri. „Konur eru í fyrsta sinn á alþingi Íslendinga í meirihluta. Það eru tíðindi líka miðað við skoðanakannannir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír héldu sínum meirihluta og vel það.“ Það sé sanngjarnt að stimpla Framsóknarflokkinn sigurvegara kosninganna þegar litið er á niðurstöðurnar. „Þar að auki vann Flokkur fólksins sigur og það er sjálfsagt af minni hálfu að nefna það.“
Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. 26. september 2021 11:30 Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. 26. september 2021 10:32 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. 26. september 2021 11:30
Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. 26. september 2021 10:32
Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19