Öflug heilbrigðisþjónusta á Vestfjörðum Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. september 2021 12:31 Í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða bjuggu árið 2020 6265 manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) sinnir heilbrigðisþjónustu í umdæminu, en fjármagn til stofnunarinnar hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 6,9% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Snjóflóð á svæðinu og Covid-19 faraldurinn sýndu fram á mikilvægi þess að vera með öfluga og fjölbreytta þjónustu í heimabyggð, en þjónustan hefur verið styrkt á ýmsa vegu á kjörtímabilinu. Öflug heilbrigðisstofnun Sjúkrahúsið á Ísafirði, sem heyrir undir HVEST, þjónar íbúum Vestfjarða og veitir íbúum fjórðungsins, gestum, ferðafólki og sjófarendum á Vestfjarðamiðum bráðaþjónustu. Heilsugæslustöðin á Ísafirði veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhreppi og heilsugæslustöðin á Patreksfirði veitir almenna þjónustu fyrir íbúa í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Áhersla hefur verið lögð á að nýta Dýrafjarðargöng til að tengja þjónustusvæði HVEST meira saman innbyrðis en nú ferðast heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar á milli til að nýta betur þá þjónustu sem í boði er og efla samvinnu. Framkvæmdir Nú er unnið að stækkun á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði, en um er að ræða 10 rýma viðbyggingu við núverandi húsnæði. Í undirbúningi er einnig hönnunarsamkeppni um endurbætur á húsnæði stofnunarinnar á Patreksfirði en þar á að færa hjúkrunarrýmin í það horf að þau standist nútímakröfur. Geðheilbrigðisþjónusta Á kjörtímabilinu hefur verið sett á fót geðheilsuteymi í heilbrigðisumdæminu, auk þess sem HVEST hefur starfrækt barna- og unglingageðteymi í samstarfi við sveitarfélög og Landspítala. Sálfræðingar eru starfandi við stofnunina í hlutastarfi og fjarvinnu. Tækjakaup Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnana tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að á HVEST hafa verið keypt tvö ný röntgentæki, þ.a. á Ísafirði og Patreksfirði, auk þess sem nú er undirbúningur hafinn að kaupum á tölvusneiðmyndatækjum. Fjarheilbrigðisþjónusta Í þessu samhengi má nefna verkefni á Byggðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem hlutu stuðning á kjörtímabilinu, en meðal þeirra er samstarfsverkefni geðþjónustu Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Heilbrigðisþjónustan í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða hefur verið styrkt umtalsvert á kjörtímabilinu. Starfsemi hefur verið efld með auknum fjárframlögum svo mögulegt hefur verið að efla þjónustu sem fyrir var, auk þess sem fjármagn hefur runnið til tækjakaupa og framkvæmda. Við þurfum að halda áfram að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni enn frekar á næsta kjörtímabili, öllum landsmönnum til heilla. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Vinstri græn Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða bjuggu árið 2020 6265 manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) sinnir heilbrigðisþjónustu í umdæminu, en fjármagn til stofnunarinnar hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 6,9% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Snjóflóð á svæðinu og Covid-19 faraldurinn sýndu fram á mikilvægi þess að vera með öfluga og fjölbreytta þjónustu í heimabyggð, en þjónustan hefur verið styrkt á ýmsa vegu á kjörtímabilinu. Öflug heilbrigðisstofnun Sjúkrahúsið á Ísafirði, sem heyrir undir HVEST, þjónar íbúum Vestfjarða og veitir íbúum fjórðungsins, gestum, ferðafólki og sjófarendum á Vestfjarðamiðum bráðaþjónustu. Heilsugæslustöðin á Ísafirði veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhreppi og heilsugæslustöðin á Patreksfirði veitir almenna þjónustu fyrir íbúa í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Áhersla hefur verið lögð á að nýta Dýrafjarðargöng til að tengja þjónustusvæði HVEST meira saman innbyrðis en nú ferðast heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar á milli til að nýta betur þá þjónustu sem í boði er og efla samvinnu. Framkvæmdir Nú er unnið að stækkun á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði, en um er að ræða 10 rýma viðbyggingu við núverandi húsnæði. Í undirbúningi er einnig hönnunarsamkeppni um endurbætur á húsnæði stofnunarinnar á Patreksfirði en þar á að færa hjúkrunarrýmin í það horf að þau standist nútímakröfur. Geðheilbrigðisþjónusta Á kjörtímabilinu hefur verið sett á fót geðheilsuteymi í heilbrigðisumdæminu, auk þess sem HVEST hefur starfrækt barna- og unglingageðteymi í samstarfi við sveitarfélög og Landspítala. Sálfræðingar eru starfandi við stofnunina í hlutastarfi og fjarvinnu. Tækjakaup Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnana tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að á HVEST hafa verið keypt tvö ný röntgentæki, þ.a. á Ísafirði og Patreksfirði, auk þess sem nú er undirbúningur hafinn að kaupum á tölvusneiðmyndatækjum. Fjarheilbrigðisþjónusta Í þessu samhengi má nefna verkefni á Byggðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem hlutu stuðning á kjörtímabilinu, en meðal þeirra er samstarfsverkefni geðþjónustu Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Heilbrigðisþjónustan í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða hefur verið styrkt umtalsvert á kjörtímabilinu. Starfsemi hefur verið efld með auknum fjárframlögum svo mögulegt hefur verið að efla þjónustu sem fyrir var, auk þess sem fjármagn hefur runnið til tækjakaupa og framkvæmda. Við þurfum að halda áfram að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni enn frekar á næsta kjörtímabili, öllum landsmönnum til heilla. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun