Sérstaklega löng kosninganótt fram undan Snorri Másson skrifar 23. september 2021 22:31 Það þarf að flytja atkvæði landshlutanna á milli aðfaranótt sunnudags - og það getur alltaf tafist. Stöð 2 Landsmenn þurfa líklega að bíða langt fram á morgun eftir endanlegum niðurstöðum kosninganna um helgina. Slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða setja strik í reikninginn. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu. Spáin er að skána en veðrið verður í lykilhlutverki á laugardaginn. Ekki aðeins óttast fólk að vonda veðrið fæli fólk frá því að fara og kjósa, heldur gæti það einnig skapað töluverð vandræði um kvöldið þegar kemur að því að ferja atkvæðin frá kjördeildum landsins og á talningarstaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var í máli og myndum yfir umfangsmikla atkvæðaflutninga sem kjörstjórnir landsins þurfa að standa í aðfaranótt sunnudags: Þyrla og varðskip til taks Vanalega hafa Grímseyingar klárað að kjósa um hádegisbil og atkvæðin geta þá verið komin um miðjan dag til Akureyrar með skipi. Ef veðrið verður eins og verstu spár gera ráð fyrir gæti verið vandkvæðum bundið að sigla með atkvæðin í land og þá er verið að treysta á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veðrið á að versna með kvöldinu á laugardag. Kjörstaðir loka klukkan tíu í Vestmannaeyjum en formaður yfirkjörstjórnar segir ekki líta vænlega út miðað við núverandi spár að flytja atkvæðin í land. „Það eru allir valkostir opnir, þeir eru að skipuleggja að það geti verið varðskip í nánd til að stíga inn og þyrlan mögulega líka,“ segir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, í samtali við fréttastofu. Langar vegalengdir með atkvæði Ekki er hægt að byrja að telja hin sögulega mörgu utankjörfundaratkvæði, sem í ár stefnir í að geti orðið fleiri en 40.000, fyrr en eftir lokun allra kjörstaða. Þegar fréttastofa ræddi við sýslumann á þriðja tíma í dag voru atkvæðin orðin 37.000. Atkvæðum frá Austfjörðum er venjulega öllum flogið frá Egilsstöðum en ef veður leyfir það ekki, þarf björgunarsveitin að flytja þau með bíl á Akureyri. Þá eru þau ekki að berast þangað fyrr en kannski um fjögur eða fimmleytið um nóttina. Í Suðurkjördæmi eru atkvæðin frá Höfn í Hornafirði ekki að skila sér á Selfoss fyrr en í fyrsta lagi um fjögur eða fimm um nóttina og í Norðausturkjördæmi eru atkvæðin frá Ísafirði og Sauðárkróki ekki að skila sér í Borgarfjörð fyrr en um svipað leyti. Þá fyrst er hægt að byrja að telja utankjörfundaratkvæðin. „Við reynum bara að standa mjög vel að verki. Vöndum okkur við þetta og gerum þetta vel. Það getur vel verið að það taki lengri tíma nú en oft áður og það verður þá bara svo að vera,“ sagði Þórir. En hversu mikið lengri tíma? Vísir hefur rætt við yfirkjörstjórnir um allt land, einn segir að við verðum að til sex, annar sjö og sá þriðji til allt að tíu. Það er ljóst að það er sérstaklega löng nótt í vændum - gleðileg rússíbanareið fyrir suma en hægfara vonbrigði fyrir aðra. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Spáin er að skána en veðrið verður í lykilhlutverki á laugardaginn. Ekki aðeins óttast fólk að vonda veðrið fæli fólk frá því að fara og kjósa, heldur gæti það einnig skapað töluverð vandræði um kvöldið þegar kemur að því að ferja atkvæðin frá kjördeildum landsins og á talningarstaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var í máli og myndum yfir umfangsmikla atkvæðaflutninga sem kjörstjórnir landsins þurfa að standa í aðfaranótt sunnudags: Þyrla og varðskip til taks Vanalega hafa Grímseyingar klárað að kjósa um hádegisbil og atkvæðin geta þá verið komin um miðjan dag til Akureyrar með skipi. Ef veðrið verður eins og verstu spár gera ráð fyrir gæti verið vandkvæðum bundið að sigla með atkvæðin í land og þá er verið að treysta á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veðrið á að versna með kvöldinu á laugardag. Kjörstaðir loka klukkan tíu í Vestmannaeyjum en formaður yfirkjörstjórnar segir ekki líta vænlega út miðað við núverandi spár að flytja atkvæðin í land. „Það eru allir valkostir opnir, þeir eru að skipuleggja að það geti verið varðskip í nánd til að stíga inn og þyrlan mögulega líka,“ segir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, í samtali við fréttastofu. Langar vegalengdir með atkvæði Ekki er hægt að byrja að telja hin sögulega mörgu utankjörfundaratkvæði, sem í ár stefnir í að geti orðið fleiri en 40.000, fyrr en eftir lokun allra kjörstaða. Þegar fréttastofa ræddi við sýslumann á þriðja tíma í dag voru atkvæðin orðin 37.000. Atkvæðum frá Austfjörðum er venjulega öllum flogið frá Egilsstöðum en ef veður leyfir það ekki, þarf björgunarsveitin að flytja þau með bíl á Akureyri. Þá eru þau ekki að berast þangað fyrr en kannski um fjögur eða fimmleytið um nóttina. Í Suðurkjördæmi eru atkvæðin frá Höfn í Hornafirði ekki að skila sér á Selfoss fyrr en í fyrsta lagi um fjögur eða fimm um nóttina og í Norðausturkjördæmi eru atkvæðin frá Ísafirði og Sauðárkróki ekki að skila sér í Borgarfjörð fyrr en um svipað leyti. Þá fyrst er hægt að byrja að telja utankjörfundaratkvæðin. „Við reynum bara að standa mjög vel að verki. Vöndum okkur við þetta og gerum þetta vel. Það getur vel verið að það taki lengri tíma nú en oft áður og það verður þá bara svo að vera,“ sagði Þórir. En hversu mikið lengri tíma? Vísir hefur rætt við yfirkjörstjórnir um allt land, einn segir að við verðum að til sex, annar sjö og sá þriðji til allt að tíu. Það er ljóst að það er sérstaklega löng nótt í vændum - gleðileg rússíbanareið fyrir suma en hægfara vonbrigði fyrir aðra.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira