Ungt fólk til forystu Hópur ungs fólks búsett í Norðvesturkjöræmi skrifar 23. september 2021 13:45 Nú líður að alþingiskosningum og megum við unga fólkið ekki láta það fram hjá okkur fara. Í alþingiskosningunum árið 2017 var kjörsókn fólks á aldrinum 18 til 40 ára aðeins 70%, en hjá öðrum aldurshópum fór kjörsókn yfir 90%. Við teljum það ekki vera gott þar sem okkar skoðun þarf líka að heyrast. Það þarf að taka mið af breyttum aðstæðum og ræða málefni sem við unga fólkið tölum fyrir. Öflugri málsvara fyrir unga fólkið er vart hægt að finna en ungliðann sjálfan, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherrann okkar er eini oddvitinn af öllum oddvitum tíu flokkana sem eru í framboði í Norðvesturkjördæmi sem er „ungur frambjóðandi“ samkvæmt skilgreiningum stjórnmálaflokkana. Þó ung sé að aldri þá býr Þórdís Kolbrún yfir mikilli reynslu og metnaði. Árið 2017 var hún skipuð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra aðeins 29 ára gömul. Hún var þá næst yngsti ráðherra Íslandssögunnar og yngsta konan sem gegnt hafði ráðherra embætti á Íslandi á þeim tíma. Árið 2018 bauð hún sig fram til varaformanns stærsta stjórnmálaflokks landsins og hefur síðan þá gegnt þeirri stöðu með miklum dugnaði og drifkrafti. Árið 2019 tók hún við sem dómsmálaráðherra til viðbótar tímabundið. Heyrðust þá háværar raddir að svona ung kona gæti nú ekki ráðið við þetta allt. Ráðherrann með langa nafnið ætti ekki að hafa svona marga málaflokka undir sig. En eins og við vitum öll þá gerði hún það með miklum glæsibrag og sýndi okkur öllum að ungar konur geta líka borið ábyrgð á mörgum málaflokkum, rétt eins allir miðaldra karlarnir sem á undan henni höfðu gert það sama. Árið 2020 varð samdráttur í ferðaþjónustu og lá mikið á herðum sjálfum ferðamálaráðherra, enda var mikil óvissa í öllum geiranum. Vegna réttra aðgerða náði atvinnulífið og stjórnvöld að standa af sér storminn í sameiningu með prýði. Árið 2021 talaði hún mikið fyrir frelsinu og að gæta meðalhófs. Enginn þingmaður stjórnarandstöðunnar tók það hlutverk að sér að veita viðnám þegar settar voru á reglur um höft, svo að hún gerði það sjálf í eigin ríkisstjórn ásamt öðrum ungliða henni Áslaugu Örnu, dómsmálaráðherra. Í 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi situr ungliðinn Sigríður Elín Sigurðardóttir. Samkvæmt nýlegum skoðunarkönnunum yrði hún fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og á hún því möguleika á að verða yngsti varaþingmaður Íslandssögunnar. Það yrði því meiri háttar að ná að halda henni þar og gefa unga fólkinu enn sterkara umboð til að láta rödd okkar heyrast. Við hér að neðan erum ungt fólk í Norðvesturkjördæmi og við ætlum að treysta unga fólkinu fyrir okkar framtíð. Við skorum á þig að gera það líka. Við mætum á kjörstað og kjósum fulltrúa unga fólksins á þing. Tryggjum Þórdísi Kolbrúnu öfluga forystu, setjum X við D. Albert Hafsteinsson Anna Lind Særúnardóttir Anna Þóra Hannesdóttir Ásdís Elva Gränz Ásta María Búadóttir Bergþóra Ingþórsdóttir Bjarni Pétur Marel Jónasson Daníel Þór Heimisson Emil Robert Smith Emilía Ottesen Gréta María Halldórsdóttir Helgi Rafn Bergþórsson Ísak Máni Haukdal Sævarsson Jóel Þór Árnason Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir Magðalena Jónasdóttir Regína Huld Guðbjarnadóttir Róbert Smári Gunnarsson Sigurður Hauksson Tryggvi Björn Guðbjörnsson Veronica Líf Þórðardóttir Viktoría Kr Guðbjartsdóttir Viktoría Líf Ingibergsdóttir Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nú líður að alþingiskosningum og megum við unga fólkið ekki láta það fram hjá okkur fara. Í alþingiskosningunum árið 2017 var kjörsókn fólks á aldrinum 18 til 40 ára aðeins 70%, en hjá öðrum aldurshópum fór kjörsókn yfir 90%. Við teljum það ekki vera gott þar sem okkar skoðun þarf líka að heyrast. Það þarf að taka mið af breyttum aðstæðum og ræða málefni sem við unga fólkið tölum fyrir. Öflugri málsvara fyrir unga fólkið er vart hægt að finna en ungliðann sjálfan, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherrann okkar er eini oddvitinn af öllum oddvitum tíu flokkana sem eru í framboði í Norðvesturkjördæmi sem er „ungur frambjóðandi“ samkvæmt skilgreiningum stjórnmálaflokkana. Þó ung sé að aldri þá býr Þórdís Kolbrún yfir mikilli reynslu og metnaði. Árið 2017 var hún skipuð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra aðeins 29 ára gömul. Hún var þá næst yngsti ráðherra Íslandssögunnar og yngsta konan sem gegnt hafði ráðherra embætti á Íslandi á þeim tíma. Árið 2018 bauð hún sig fram til varaformanns stærsta stjórnmálaflokks landsins og hefur síðan þá gegnt þeirri stöðu með miklum dugnaði og drifkrafti. Árið 2019 tók hún við sem dómsmálaráðherra til viðbótar tímabundið. Heyrðust þá háværar raddir að svona ung kona gæti nú ekki ráðið við þetta allt. Ráðherrann með langa nafnið ætti ekki að hafa svona marga málaflokka undir sig. En eins og við vitum öll þá gerði hún það með miklum glæsibrag og sýndi okkur öllum að ungar konur geta líka borið ábyrgð á mörgum málaflokkum, rétt eins allir miðaldra karlarnir sem á undan henni höfðu gert það sama. Árið 2020 varð samdráttur í ferðaþjónustu og lá mikið á herðum sjálfum ferðamálaráðherra, enda var mikil óvissa í öllum geiranum. Vegna réttra aðgerða náði atvinnulífið og stjórnvöld að standa af sér storminn í sameiningu með prýði. Árið 2021 talaði hún mikið fyrir frelsinu og að gæta meðalhófs. Enginn þingmaður stjórnarandstöðunnar tók það hlutverk að sér að veita viðnám þegar settar voru á reglur um höft, svo að hún gerði það sjálf í eigin ríkisstjórn ásamt öðrum ungliða henni Áslaugu Örnu, dómsmálaráðherra. Í 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi situr ungliðinn Sigríður Elín Sigurðardóttir. Samkvæmt nýlegum skoðunarkönnunum yrði hún fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og á hún því möguleika á að verða yngsti varaþingmaður Íslandssögunnar. Það yrði því meiri háttar að ná að halda henni þar og gefa unga fólkinu enn sterkara umboð til að láta rödd okkar heyrast. Við hér að neðan erum ungt fólk í Norðvesturkjördæmi og við ætlum að treysta unga fólkinu fyrir okkar framtíð. Við skorum á þig að gera það líka. Við mætum á kjörstað og kjósum fulltrúa unga fólksins á þing. Tryggjum Þórdísi Kolbrúnu öfluga forystu, setjum X við D. Albert Hafsteinsson Anna Lind Særúnardóttir Anna Þóra Hannesdóttir Ásdís Elva Gränz Ásta María Búadóttir Bergþóra Ingþórsdóttir Bjarni Pétur Marel Jónasson Daníel Þór Heimisson Emil Robert Smith Emilía Ottesen Gréta María Halldórsdóttir Helgi Rafn Bergþórsson Ísak Máni Haukdal Sævarsson Jóel Þór Árnason Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir Magðalena Jónasdóttir Regína Huld Guðbjarnadóttir Róbert Smári Gunnarsson Sigurður Hauksson Tryggvi Björn Guðbjörnsson Veronica Líf Þórðardóttir Viktoría Kr Guðbjartsdóttir Viktoría Líf Ingibergsdóttir Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar