Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 14:11 Bandarískir landamæraverðir á hestbaki reyna að fanga farandfólk sem kemur yfir Río Grande-fljót á landamærum Bandaríkjanna og Texas á sunnudag. AP/Felix Marquez Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. Hvert áfallið hefur rekið annað á Haítí að undanförnu. Pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt frá því að forseti landsins var ráðinn af dögum í júlí. Ástandið batnaði ekki þegar harður jarðskjálfti reið yfir eyjuna og þúsundir fórust í ágúst. Áhrifa jarðskjálftans stóra árið 2010 sem varð tugum þúsunda að bana gætir jafnframt enn. Þúsundir Haíta hafa safnast saman í bráðabirgðabúðum undir brú í landamærabænum Del Río í Texas að undanförnu. Allt að fjórtán þúsund manns dvöldu þar við slæman kost á laugardag, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hóf að vísa fólkinu úr landi og fljúga með það aftur til Haítí í stórum stíl á mánudag. Brottflutningurinn hefur haldið áfram í vikunni. Fólkið fékk ekki tækifæri til þess að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Búðirnar í Del Río eru sagðar hafa verið sjáanlega fámennari í morgun. Daniel Foote, sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, var nóg boðið vegna meðferðarinnar á Haítunum og sagði af sér. Í bréfi til Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði Foote ekki geta látið bendla sig við „ómannúðlega og tilgangslausa ákvörðun“ um að reka þúsundir flóttamanna og farandfólks frá Haítí úr landi. Á sama tíma og fólkið væri sent til Haítí væru bandarískir embættismenn þar geymdir í öruggum og afgirtum byggingum af ótta við vopnuð glæpagengi sem ráða lögum og lofum víða á eyjunni. „Stefnunálgun okkar gagnvart Haítí er áfram haldinn alvarlegum göllum og ráðleggingar mínar hafa verið hunsaðar og þeim hafnað, það er að segja þegar þeim er ekki breytt til að draga upp aðra mynd af stöðunni en ég geri,“ sagði Foote í afsagnarbréfinu. „Magnaður hroki“ Bandaríkjastjórnar Þingmenn bæði demóktata og repúblikana hafa gagnrýnt aðgerðir Biden á landamærunum. Ekki bætti úr skák þegar myndir birtust af bandarískum landamæravörðum á hestbaki beita fólk hörku sem reyndi að komast yfir ána Río Grande sem rennur á milli Del Río í Texas og Ciudad Acuña í Mexíkó. Heimavarnaráðuneytið lofaði að rannsaka vinnubrögð landamæra- og tollaeftirlitsins. Ákvörðun stjórnarinnar um að senda fólk aftur til Haítí hefur vakið furðu í ljósi þess að í vor taldi hún ástæðu til að veita Haítum í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísunum í ljósi ástandsins í heimalandinu. Síðan þá hefur forsetinn verið myrtur og annar mannskæður jarðskjálfti dunið á landsmönnum. Glæpagengi ráða nú hverfum og stofnæðum víða. Liðsmenn þeirra fara um drepandi, nauðgandi, rænandi og brennandi heimili fólks. Foote var einnig ómyrkur í máli um ákvörðun stjórnar Biden um að lýsa yfir stuðningi við Ariel Henry sem forsætisráðherra Haítí. Stjórnin hefði ekkert lært af mistökum sem Bandaríkjastjórn hefði gert með pólitískum afskiptum á Haítí í gegnum tíðina. „Hrokinn sem lætur okkur trúa því að við ættum að velja sigurvegarann, aftur, er magnaður,“ skrifaði Loote, að sögn Washington Post. Haítí Bandaríkin Flóttamenn Joe Biden Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Hvert áfallið hefur rekið annað á Haítí að undanförnu. Pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt frá því að forseti landsins var ráðinn af dögum í júlí. Ástandið batnaði ekki þegar harður jarðskjálfti reið yfir eyjuna og þúsundir fórust í ágúst. Áhrifa jarðskjálftans stóra árið 2010 sem varð tugum þúsunda að bana gætir jafnframt enn. Þúsundir Haíta hafa safnast saman í bráðabirgðabúðum undir brú í landamærabænum Del Río í Texas að undanförnu. Allt að fjórtán þúsund manns dvöldu þar við slæman kost á laugardag, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hóf að vísa fólkinu úr landi og fljúga með það aftur til Haítí í stórum stíl á mánudag. Brottflutningurinn hefur haldið áfram í vikunni. Fólkið fékk ekki tækifæri til þess að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Búðirnar í Del Río eru sagðar hafa verið sjáanlega fámennari í morgun. Daniel Foote, sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, var nóg boðið vegna meðferðarinnar á Haítunum og sagði af sér. Í bréfi til Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði Foote ekki geta látið bendla sig við „ómannúðlega og tilgangslausa ákvörðun“ um að reka þúsundir flóttamanna og farandfólks frá Haítí úr landi. Á sama tíma og fólkið væri sent til Haítí væru bandarískir embættismenn þar geymdir í öruggum og afgirtum byggingum af ótta við vopnuð glæpagengi sem ráða lögum og lofum víða á eyjunni. „Stefnunálgun okkar gagnvart Haítí er áfram haldinn alvarlegum göllum og ráðleggingar mínar hafa verið hunsaðar og þeim hafnað, það er að segja þegar þeim er ekki breytt til að draga upp aðra mynd af stöðunni en ég geri,“ sagði Foote í afsagnarbréfinu. „Magnaður hroki“ Bandaríkjastjórnar Þingmenn bæði demóktata og repúblikana hafa gagnrýnt aðgerðir Biden á landamærunum. Ekki bætti úr skák þegar myndir birtust af bandarískum landamæravörðum á hestbaki beita fólk hörku sem reyndi að komast yfir ána Río Grande sem rennur á milli Del Río í Texas og Ciudad Acuña í Mexíkó. Heimavarnaráðuneytið lofaði að rannsaka vinnubrögð landamæra- og tollaeftirlitsins. Ákvörðun stjórnarinnar um að senda fólk aftur til Haítí hefur vakið furðu í ljósi þess að í vor taldi hún ástæðu til að veita Haítum í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísunum í ljósi ástandsins í heimalandinu. Síðan þá hefur forsetinn verið myrtur og annar mannskæður jarðskjálfti dunið á landsmönnum. Glæpagengi ráða nú hverfum og stofnæðum víða. Liðsmenn þeirra fara um drepandi, nauðgandi, rænandi og brennandi heimili fólks. Foote var einnig ómyrkur í máli um ákvörðun stjórnar Biden um að lýsa yfir stuðningi við Ariel Henry sem forsætisráðherra Haítí. Stjórnin hefði ekkert lært af mistökum sem Bandaríkjastjórn hefði gert með pólitískum afskiptum á Haítí í gegnum tíðina. „Hrokinn sem lætur okkur trúa því að við ættum að velja sigurvegarann, aftur, er magnaður,“ skrifaði Loote, að sögn Washington Post.
Haítí Bandaríkin Flóttamenn Joe Biden Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira