Íslandsbanki segir kórónukreppunni lokið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 18:30 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/Sigurjón Kórónuveirukreppunni er lokið að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þrátt fyrir að skellurinn hafi verið harðari hér en víða annars staðar sé viðsnúningurinn hraðari. Í fyrra mældist samdráttur hér á landi um 6,5 prósent og hefur ekki verið meiri en síðan í fjármálahruninnu. Nú virðist hins vegar allt á uppleið samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. „Svo virðist sem að við séum komin yfir það versta og séum komin í upptaktinn aftur,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann telur óhætt að fullyrða að kórónukreppunni sé lokið þar sem fyrsti hagvöxturinn frá því að faraldurinn hófst mældist á öðrum ársfjórðungi. Aðrar hagtölur bendi til þess sama. „Atvinnuleysi er að lækka hratt, neysla almennings er að aukast hröðum skrefum. Fólk er að leyfa sér meira. Kaupmátturinn hefur verið að aukast og fjárfestingar fyrirtækja eru komnar í uppsveiflu.“ Það að auki mælist vaxandi bjartsýni um stöðu og horfur í hagkerfinu. „Og hún er orðin meiri en hún hefur verið í mörg ár samkvæmt nýjustu mælingum,“ segir Jón Bjarki. Íslandsbanki spáir því að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu og um 1,2 milljónir á því næsta.Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að um sex hundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu, sem er ekki mikil fjögun frá fyrra ári. Hins vegar er gert er ráð að fjöldinn tvöfaldist á næsta ári og að ferðamenn fari upp í eina og hálfa milljón eftir tvö ár. Jón Bjarki segir skellinn vegna faraldursins hafa verið harðari hér en víða annars staðar vegna vægis ferðaþjónustunnar. Viðsnúningurinn virðist hins vegar einnig hraðari. Það sé meðal annars vegna þess að sóttvarnir voru ekki eins harðar og víða og ekki hafi verið vikið of langt frá hefðbundinni hagstjórn. „Það er að segja vextirnir fóru ekki jafn svakalega lágt. Það var ekki gripið til eins mikilla þensluhvetjandi aðgerða og það er þá styttra í eðlilegt umhverfi heldur en hjá ýmsum löndum sem þurfa að vinda ofan af mjög umfangsmiklum aðgerðum og það gæti reynst mjög sársaukafullur og bugðóttur vegur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Sjá meira
Í fyrra mældist samdráttur hér á landi um 6,5 prósent og hefur ekki verið meiri en síðan í fjármálahruninnu. Nú virðist hins vegar allt á uppleið samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. „Svo virðist sem að við séum komin yfir það versta og séum komin í upptaktinn aftur,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann telur óhætt að fullyrða að kórónukreppunni sé lokið þar sem fyrsti hagvöxturinn frá því að faraldurinn hófst mældist á öðrum ársfjórðungi. Aðrar hagtölur bendi til þess sama. „Atvinnuleysi er að lækka hratt, neysla almennings er að aukast hröðum skrefum. Fólk er að leyfa sér meira. Kaupmátturinn hefur verið að aukast og fjárfestingar fyrirtækja eru komnar í uppsveiflu.“ Það að auki mælist vaxandi bjartsýni um stöðu og horfur í hagkerfinu. „Og hún er orðin meiri en hún hefur verið í mörg ár samkvæmt nýjustu mælingum,“ segir Jón Bjarki. Íslandsbanki spáir því að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu og um 1,2 milljónir á því næsta.Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að um sex hundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu, sem er ekki mikil fjögun frá fyrra ári. Hins vegar er gert er ráð að fjöldinn tvöfaldist á næsta ári og að ferðamenn fari upp í eina og hálfa milljón eftir tvö ár. Jón Bjarki segir skellinn vegna faraldursins hafa verið harðari hér en víða annars staðar vegna vægis ferðaþjónustunnar. Viðsnúningurinn virðist hins vegar einnig hraðari. Það sé meðal annars vegna þess að sóttvarnir voru ekki eins harðar og víða og ekki hafi verið vikið of langt frá hefðbundinni hagstjórn. „Það er að segja vextirnir fóru ekki jafn svakalega lágt. Það var ekki gripið til eins mikilla þensluhvetjandi aðgerða og það er þá styttra í eðlilegt umhverfi heldur en hjá ýmsum löndum sem þurfa að vinda ofan af mjög umfangsmiklum aðgerðum og það gæti reynst mjög sársaukafullur og bugðóttur vegur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Sjá meira