Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 14:52 Joe Biden Bandaríkjaforseti í pontu á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. AP/Eduardo Munoz Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. Lýsti Biden þessum áratug sem úrslitaáratug fyrir heiminn í ávarpi sínu við upphaf allsherjarþingsins sem fer fram í New York. Rauð viðvörunarljós logi vegna loftslagsvárinnar og heimsbyggðin takist enn á við missi og harm í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Hvatti forsetinn ríki heims til þess að koma með aukinn metnað inn í loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow í nóvember sem hann ætlar sjálfur að vera viðstaddur. Sagði hann heiminn nálgast vendipunkt hvað varðar öfgakennt veðurfar sem kosti mannslíf og ómælda milljarða í tjón. Forsetatíð Donalds Trump reyndi verulega á áratugalangt bandalag Bandaríkjanna og annarra vestrænna þjóða. Biden lofaði að Bandaríkin væru snúin aftur á alþjóðavettvang þegar hann tók við embættinu í janúar en umdeilanlegt er hvort að hann hafi staðið við þau orð. Ákvörðun Biden um að draga allt bandarískt herlið frá Afganistan hefur mælst misjafnlega fyrir á meðal bandalagsríkja en talibanar sölsuðu undir sig völdin í landinu áður en vestræn ríki náðu að koma öllum þeim sem þau vildu úr landi. Undanfarna daga hefur töluverð illska hlaupið í samskipti Bandaríkjanna við Frakkland, eitt elsta bandalagsríki þeirra, eftir að bandarísk og bresk stjórnvöld fengu Ástrali til að kaupa frekar af þeim kafbáta en Frökkum. Frönsk stjórnvöld kölluðu meðal annars sendiherra sinn heim frá Bandaríkjunum til að mótmæla því sem þau telja undirferli bandamanna sinna. Þrátt fyrir það lagði Biden áherslu á samvinnu við bandamenn í ávarpi sínu í New York í dag. „Til þess að við getum séð fyrir okkar eigin fólki verðum við einnig að eiga í djúpstæðum samskiptum við umheiminn,“ sagði Bandaríkjaforseti. Fréttin verður uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Loftslagsmál Afganistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Lýsti Biden þessum áratug sem úrslitaáratug fyrir heiminn í ávarpi sínu við upphaf allsherjarþingsins sem fer fram í New York. Rauð viðvörunarljós logi vegna loftslagsvárinnar og heimsbyggðin takist enn á við missi og harm í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Hvatti forsetinn ríki heims til þess að koma með aukinn metnað inn í loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow í nóvember sem hann ætlar sjálfur að vera viðstaddur. Sagði hann heiminn nálgast vendipunkt hvað varðar öfgakennt veðurfar sem kosti mannslíf og ómælda milljarða í tjón. Forsetatíð Donalds Trump reyndi verulega á áratugalangt bandalag Bandaríkjanna og annarra vestrænna þjóða. Biden lofaði að Bandaríkin væru snúin aftur á alþjóðavettvang þegar hann tók við embættinu í janúar en umdeilanlegt er hvort að hann hafi staðið við þau orð. Ákvörðun Biden um að draga allt bandarískt herlið frá Afganistan hefur mælst misjafnlega fyrir á meðal bandalagsríkja en talibanar sölsuðu undir sig völdin í landinu áður en vestræn ríki náðu að koma öllum þeim sem þau vildu úr landi. Undanfarna daga hefur töluverð illska hlaupið í samskipti Bandaríkjanna við Frakkland, eitt elsta bandalagsríki þeirra, eftir að bandarísk og bresk stjórnvöld fengu Ástrali til að kaupa frekar af þeim kafbáta en Frökkum. Frönsk stjórnvöld kölluðu meðal annars sendiherra sinn heim frá Bandaríkjunum til að mótmæla því sem þau telja undirferli bandamanna sinna. Þrátt fyrir það lagði Biden áherslu á samvinnu við bandamenn í ávarpi sínu í New York í dag. „Til þess að við getum séð fyrir okkar eigin fólki verðum við einnig að eiga í djúpstæðum samskiptum við umheiminn,“ sagði Bandaríkjaforseti. Fréttin verður uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Loftslagsmál Afganistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira