Metnar hæfastar til að hljóta skipun í embætti dómara Eiður Þór Árnason skrifar 21. september 2021 10:08 Sigríður Rut Júlíusdóttir og María Thejll voru metnar hæfastar umsækjenda. Réttur/HÍ Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður hefur verið metin hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jafnframt er María Thejll lögmaður talin hæfust til í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness. Þetta er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara sem hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur. en sjö umsóknir um hið síðarnefnda. Bæði voru auglýst voru laus til umsóknar þann 9. júlí síðastliðinn en greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Alls bárust níu umsóknir um fyrrnefnda embættið en auk Sigríðar og Maríu sóttu eftirfarandi um: Björn Þorvaldsson saksóknari, Bryndís Guðmundsdóttir lögmaður, Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður, Nanna Magnadóttir, formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Sigurður Jónsson lögmaður, Súsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari og Valborg Steingrímsdóttir sviðsstjóri. Allir framangreindir umsækjendur sóttu jafnframt um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness að Sigríði undanskilinni. Setið í nefnd um úrbætur á löggjöf á sviði tjáningarfrelsis Sigríður Rut Júlíusdóttir hefur um 20 ára skeið starfað sem lögmaður og lengst af verið einn af eigendum lögmannstofu sem hún stofnaði ásamt öðrum árið 2002. Fram kemur í umsögn dómnefndar að á þessum tíma hafi hún flutt fjölda viðamikilla mála fyrir dómi, þar á meðal fyrri Hæstarétti og Landsrétti. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2007. Af öðrum störfum má nefna að hún hefur setið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Einnig hefur Sigríður setið í höfundaréttarnefnd og höfundaréttarráði frá árinu 2006 og átti sæti í laganefndi Lögmannsfélags Íslands á árunum 2006 til 2008. Árið 2018 var hún skipuð í nefnd um úrbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsins sem skilaði af sér fjölmörgum lagafrumvörpum. Hún lauk meistaraprófi í lögum frá Stanford-háskóla árið 2011 og hefur sinnt stundarkennslu meðal annars við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Einnig hefur hún ritað um lögfræði á opinberum vettvangi. Var forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands María Thejll hefur í nær þrettán ár starfað sem lögmaður, þar af frá árinu 2017 hjá embætti ríkislögmanns. Hún hefur flutt fjölda mála fyrir dómi, þar á meðal vandasöm mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti í núverandi starfi sínu, en hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2017. Þetta kemur fram í umsögn dómnefndar. Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Af öðrum störfum má nefna að María var skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu á árunum 2000 til 2002 og síðan árin 2003 til 2016 forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands, jafnframt því sem hún var forstöðumaður Mannréttindastofnunar HÍ 2005 til 2016 og gegndi starfi skrifstofustjóra lagadeildar 2005 til 2007. Ennfremur var hún formaður eftirlitsnefndar með fjárhagslegri endurskipulagningu heimila og fyrirtækja árin 2009 til 2012. Einnig hefur hún verið stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson, formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. Dómstólar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Þetta er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara sem hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur. en sjö umsóknir um hið síðarnefnda. Bæði voru auglýst voru laus til umsóknar þann 9. júlí síðastliðinn en greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Alls bárust níu umsóknir um fyrrnefnda embættið en auk Sigríðar og Maríu sóttu eftirfarandi um: Björn Þorvaldsson saksóknari, Bryndís Guðmundsdóttir lögmaður, Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður, Nanna Magnadóttir, formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Sigurður Jónsson lögmaður, Súsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari og Valborg Steingrímsdóttir sviðsstjóri. Allir framangreindir umsækjendur sóttu jafnframt um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness að Sigríði undanskilinni. Setið í nefnd um úrbætur á löggjöf á sviði tjáningarfrelsis Sigríður Rut Júlíusdóttir hefur um 20 ára skeið starfað sem lögmaður og lengst af verið einn af eigendum lögmannstofu sem hún stofnaði ásamt öðrum árið 2002. Fram kemur í umsögn dómnefndar að á þessum tíma hafi hún flutt fjölda viðamikilla mála fyrir dómi, þar á meðal fyrri Hæstarétti og Landsrétti. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2007. Af öðrum störfum má nefna að hún hefur setið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Einnig hefur Sigríður setið í höfundaréttarnefnd og höfundaréttarráði frá árinu 2006 og átti sæti í laganefndi Lögmannsfélags Íslands á árunum 2006 til 2008. Árið 2018 var hún skipuð í nefnd um úrbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsins sem skilaði af sér fjölmörgum lagafrumvörpum. Hún lauk meistaraprófi í lögum frá Stanford-háskóla árið 2011 og hefur sinnt stundarkennslu meðal annars við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Einnig hefur hún ritað um lögfræði á opinberum vettvangi. Var forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands María Thejll hefur í nær þrettán ár starfað sem lögmaður, þar af frá árinu 2017 hjá embætti ríkislögmanns. Hún hefur flutt fjölda mála fyrir dómi, þar á meðal vandasöm mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti í núverandi starfi sínu, en hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2017. Þetta kemur fram í umsögn dómnefndar. Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Af öðrum störfum má nefna að María var skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu á árunum 2000 til 2002 og síðan árin 2003 til 2016 forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands, jafnframt því sem hún var forstöðumaður Mannréttindastofnunar HÍ 2005 til 2016 og gegndi starfi skrifstofustjóra lagadeildar 2005 til 2007. Ennfremur var hún formaður eftirlitsnefndar með fjárhagslegri endurskipulagningu heimila og fyrirtækja árin 2009 til 2012. Einnig hefur hún verið stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson, formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.
Dómstólar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira