Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 10:21 Fjölskylda Gabrielle Petito tilkynnti að hennar væri saknað 11. september en ekkert hafði þá heyrst til hennar frá því í Wyoming í ágúst. Kærasti hennar sneri heim úr ferðalagi þeirra í byrjun september en vildi engar upplýsingar veita um afdrif hennar. AP/FBI Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. Hvarf Petito, sem var 22 ára gömul, vakti athygli um öll Bandaríkin. Hún hélt af stað í ferðalag til að skoða þjóðgarða í vestanverðum Bandaríkjunum á breyttum sendiferðabíl ásamt Brian Laundrie, kærasta sínum í júlí. Laundrie sneri hins vegar einn heim úr ferðalaginu til foreldra sinna á Flórída 1. september. Fjölskylda Petito hafði þá ekkert heyrt frá henni frá því að hún var á ferð við Grand Teton-þjóðgarðinn í Wyoming seint í ágúst. Laundrie, sem er 23 ára gamall, neitaði að ræða við yfirvöld eftir að hann sneri heim. Hann lét sig hverfa í kjölfarið. Foreldrar hans segjast ekki hafa séð hann frá því á þriðjudag. Lögreglumenn sem leituðu að Petito við eystri mörk þjóðgarðsins fundu það sem er nær örugglega talið lík hennar í gær. Alríkislögreglan FBI segir að dánarorsök hennar liggi enn ekki fyrir. AP-fréttastofan segir að upplýsingar um hvar og hvernig líkið fannst hafi ekki verið gefnar upp. Líkið sem fannst er sagt passa við lýsingar á Petito en yfirvöld segjast ekki geta staðfest að það sé af Petito fyrr en réttarmeinarannsókn hefur farið fram. Til stendur að kryfja líkið á morgun. Fjölskylda Petito var þó látin vita af líkfundinum. Grét óstjórnlega eftir átök við kærastann Petito og Laundrie skrásettu ferðalag sitt í röð samfélagsmiðlafærslna og virtist þá allt leika í lyndi. Eftir að Petito hvarf var myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af parinu í Utah 12. ágúst birt. Þar sást Petito gráta óstjórnlega eftir að þeim Laundrie sinnaðist og til stimpinga kom á milli þeirra. Í lögregluskýrslu kom fram að Petito hefði verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Á myndbandinu heyrðist Petito segja að þau hafi byrjað að rífast eftir að Laundrie kom inn í sendiferðabílinn með skítugar fætur. Laundrie sagði lögreglumönnunum að margra vikna ferðalag hefði sett „tilfinningalegt álag“ á samband þeirra, að því er segir í frétt Washington Post. Viku síðar virtist allt hafa fallið í ljúfa löð aftur þegar þau birtu myndir af sér að leik á strönd. Þar sáust þau meðal annars kyssast og leiðast. Lögreglubílar við Charlton-náttúruverndarsvæðið á Flórída þar sem Brians Laundrie var leitað um helgina.AP/Lögreglan í North Port Vildi engar upplýsingar veita Laundrie er ekki formlega grunaður um að hafa ráðið Petito bana þrátt fyrir að bæði hann og fjölskylda hans hafi þverneitað að veita upplýsingar um afdrif hennar við yfirvöld. Lögreglan hefur þó mikinn áhuga á að ræða við hann. Lögmaður Laundrie ráðlagði honum að ræða ekki við lögreglu þrátt fyrir að lögreglustjórinn í North Port á Flórída hefði biðlað til hans um að fá unga manninn til að leysa frá skjóðunni. Leit að Laundrie um helgina bar engan árangur. AP segir að fleiri en fimmtíu lögreglumenn hafi leitað hans á Carlton-náttúruverndarsvæðinu í Sarasota-sýslu á Flórída í gær. Svæðið er víðáttumikið með um 160 kílómetrum af gönguleiðum. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Hvarf Petito, sem var 22 ára gömul, vakti athygli um öll Bandaríkin. Hún hélt af stað í ferðalag til að skoða þjóðgarða í vestanverðum Bandaríkjunum á breyttum sendiferðabíl ásamt Brian Laundrie, kærasta sínum í júlí. Laundrie sneri hins vegar einn heim úr ferðalaginu til foreldra sinna á Flórída 1. september. Fjölskylda Petito hafði þá ekkert heyrt frá henni frá því að hún var á ferð við Grand Teton-þjóðgarðinn í Wyoming seint í ágúst. Laundrie, sem er 23 ára gamall, neitaði að ræða við yfirvöld eftir að hann sneri heim. Hann lét sig hverfa í kjölfarið. Foreldrar hans segjast ekki hafa séð hann frá því á þriðjudag. Lögreglumenn sem leituðu að Petito við eystri mörk þjóðgarðsins fundu það sem er nær örugglega talið lík hennar í gær. Alríkislögreglan FBI segir að dánarorsök hennar liggi enn ekki fyrir. AP-fréttastofan segir að upplýsingar um hvar og hvernig líkið fannst hafi ekki verið gefnar upp. Líkið sem fannst er sagt passa við lýsingar á Petito en yfirvöld segjast ekki geta staðfest að það sé af Petito fyrr en réttarmeinarannsókn hefur farið fram. Til stendur að kryfja líkið á morgun. Fjölskylda Petito var þó látin vita af líkfundinum. Grét óstjórnlega eftir átök við kærastann Petito og Laundrie skrásettu ferðalag sitt í röð samfélagsmiðlafærslna og virtist þá allt leika í lyndi. Eftir að Petito hvarf var myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af parinu í Utah 12. ágúst birt. Þar sást Petito gráta óstjórnlega eftir að þeim Laundrie sinnaðist og til stimpinga kom á milli þeirra. Í lögregluskýrslu kom fram að Petito hefði verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Á myndbandinu heyrðist Petito segja að þau hafi byrjað að rífast eftir að Laundrie kom inn í sendiferðabílinn með skítugar fætur. Laundrie sagði lögreglumönnunum að margra vikna ferðalag hefði sett „tilfinningalegt álag“ á samband þeirra, að því er segir í frétt Washington Post. Viku síðar virtist allt hafa fallið í ljúfa löð aftur þegar þau birtu myndir af sér að leik á strönd. Þar sáust þau meðal annars kyssast og leiðast. Lögreglubílar við Charlton-náttúruverndarsvæðið á Flórída þar sem Brians Laundrie var leitað um helgina.AP/Lögreglan í North Port Vildi engar upplýsingar veita Laundrie er ekki formlega grunaður um að hafa ráðið Petito bana þrátt fyrir að bæði hann og fjölskylda hans hafi þverneitað að veita upplýsingar um afdrif hennar við yfirvöld. Lögreglan hefur þó mikinn áhuga á að ræða við hann. Lögmaður Laundrie ráðlagði honum að ræða ekki við lögreglu þrátt fyrir að lögreglustjórinn í North Port á Flórída hefði biðlað til hans um að fá unga manninn til að leysa frá skjóðunni. Leit að Laundrie um helgina bar engan árangur. AP segir að fleiri en fimmtíu lögreglumenn hafi leitað hans á Carlton-náttúruverndarsvæðinu í Sarasota-sýslu á Flórída í gær. Svæðið er víðáttumikið með um 160 kílómetrum af gönguleiðum.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“