Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 18:56 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. „Ég bara, VÁ! Þetta var rosalegt,“ sagði Arnar aðspurður hvernig sér liði rétt eftir að flautað var til leiksloka. „Ég sagði að það myndi eitthvað gerast í lokaumferðunum. Ég meina … þetta er fáránlegt. þetta er ótrúlegt, ótrúlegt! Ég missti mig bara, ég er búinn að vera í þessum leik lengi en þetta var óraunverulegt.“ „Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að halda haus. Fyrri hálfleikur var flottur en menn voru þungir eftir bikarleikinn (þar sem Víkingur vann 1-0 sigur á Fylki í framlengdum leik). Það hefur samt allt gengið upp í sumar og við megum fagna núna. Svo er bara einbeiting á næsta leik. Þetta er auðvitað ekki búið svo við verðum að ná okkur niður og einbeita okkur að lokaleiknum.“ Um toppbaráttu Víkings og Breiðabliks „Bæði lið eiga bara skilið að vinan þessa deild. Bæði búin að vera frábær í sumar. Við erum með yfirhöndina sem stendur en þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni, æfa vel og þá klárum við þetta.“ Um vítaspyrnuna „Það leið svo langur tími, ég veit ekki hvað var dæmt á. Ég hélt þeir væru að fá hornspyrnu, línuvörðurinn hlýtur að hafa séð eitthvað. Ég bara veit það ekki.“ „Ég ætla að opna eina rauðvín í kvöld og horfa á leikinn svona þrisvar sinnum,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. „Ég bara, VÁ! Þetta var rosalegt,“ sagði Arnar aðspurður hvernig sér liði rétt eftir að flautað var til leiksloka. „Ég sagði að það myndi eitthvað gerast í lokaumferðunum. Ég meina … þetta er fáránlegt. þetta er ótrúlegt, ótrúlegt! Ég missti mig bara, ég er búinn að vera í þessum leik lengi en þetta var óraunverulegt.“ „Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að halda haus. Fyrri hálfleikur var flottur en menn voru þungir eftir bikarleikinn (þar sem Víkingur vann 1-0 sigur á Fylki í framlengdum leik). Það hefur samt allt gengið upp í sumar og við megum fagna núna. Svo er bara einbeiting á næsta leik. Þetta er auðvitað ekki búið svo við verðum að ná okkur niður og einbeita okkur að lokaleiknum.“ Um toppbaráttu Víkings og Breiðabliks „Bæði lið eiga bara skilið að vinan þessa deild. Bæði búin að vera frábær í sumar. Við erum með yfirhöndina sem stendur en þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni, æfa vel og þá klárum við þetta.“ Um vítaspyrnuna „Það leið svo langur tími, ég veit ekki hvað var dæmt á. Ég hélt þeir væru að fá hornspyrnu, línuvörðurinn hlýtur að hafa séð eitthvað. Ég bara veit það ekki.“ „Ég ætla að opna eina rauðvín í kvöld og horfa á leikinn svona þrisvar sinnum,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira