Treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 18:35 Kári Árnason í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason, leikmaður toppliðs Víkings, átti erfitt með að finna orð til að lýsa ótrúlegum leik Víkings og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga sem eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Kári gæti verið í leikbanni í leiknum sem ræður úrslitum. Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. Kári var því einkar glaður en að sama skapi enn að ná sér niður er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. „Það er bara eins og þetta sé skrifað í skýin. Ég sagði fyrir leik að þetta minnti mig að mörgu leyti á stemmninguna með íslenska landsliðinu þegar Króatía átti Finnland eftir fyrir HM, þetta er svo bara sama uppskrift. Við eigum samt einn leik eftir og við ætlum bara að klára það, held samt að ég sé í banni í þeim leik,“ sagði Kári sem var greinilega ekki viss hvort hann megi spila í lokaleik Víkinga á tímabilinu. Um vítaspyrnudóminn „Ég renn og þarf bara að taka Sölva (Geir Ottesen) á þetta, reyni því að henda hausnum í þetta. Fæ eitthvað aftan í hnakkann og held ég reki hausinn í boltann. Setti allavega aldrei hendina í hann.“ „KR-ingar gera þetta rosalega oft. Henda sér niður út um allt og öskra á víti endalaust. Það er þreytt að menn séu enn að falla í þessa gryfju en þetta er annað vítið sem Ingvar (Jónsson) tekur í röð og það er bara geggjað.“ „Já ég held það sé dæmd hendi, ég átta mig ekki á því,“ svaraði hann aðspurður hvað hefði verið dæmt á. „Þetta er handrit sem við Sölvi erum búnir að vera vinna að í nokkur ár. Hvað getur maður sagt, ég treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín,“ sagði Kári að endingu áður en hann hrósaði öllum Fossvoginum – „allavega á þessum aldri“ – fyrir að mæta á Meistaravelli í dag. Víkingar fjölmenntu á leikinn.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. Kári var því einkar glaður en að sama skapi enn að ná sér niður er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. „Það er bara eins og þetta sé skrifað í skýin. Ég sagði fyrir leik að þetta minnti mig að mörgu leyti á stemmninguna með íslenska landsliðinu þegar Króatía átti Finnland eftir fyrir HM, þetta er svo bara sama uppskrift. Við eigum samt einn leik eftir og við ætlum bara að klára það, held samt að ég sé í banni í þeim leik,“ sagði Kári sem var greinilega ekki viss hvort hann megi spila í lokaleik Víkinga á tímabilinu. Um vítaspyrnudóminn „Ég renn og þarf bara að taka Sölva (Geir Ottesen) á þetta, reyni því að henda hausnum í þetta. Fæ eitthvað aftan í hnakkann og held ég reki hausinn í boltann. Setti allavega aldrei hendina í hann.“ „KR-ingar gera þetta rosalega oft. Henda sér niður út um allt og öskra á víti endalaust. Það er þreytt að menn séu enn að falla í þessa gryfju en þetta er annað vítið sem Ingvar (Jónsson) tekur í röð og það er bara geggjað.“ „Já ég held það sé dæmd hendi, ég átta mig ekki á því,“ svaraði hann aðspurður hvað hefði verið dæmt á. „Þetta er handrit sem við Sölvi erum búnir að vera vinna að í nokkur ár. Hvað getur maður sagt, ég treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín,“ sagði Kári að endingu áður en hann hrósaði öllum Fossvoginum – „allavega á þessum aldri“ – fyrir að mæta á Meistaravelli í dag. Víkingar fjölmenntu á leikinn.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira